Upplýsingatækni/123.is
Hvað er 123.is og hvernig er hægt að nota það með skólum og námi?
breyta123.is (http://www.123.is/) er síða sem býður uppá blogg og myndahýsingu, en einnig er hægt að hýsa skrár á síðunni sem hægt er að deila með þeim sem hafa aðgang að síðunni. Kerfið sem 123.is bíður uppá er mjög auðvelt í notkun og á kennarinn því ekki að eiga í vanda með að setja upp upplýsingasíðu fyrir kennsluna hvort sem hann er með einn eða fleiri bekki. Hægt er að stýra aðgangi að síðunni og ákveðnum síðuhlutum sem nýtist mjög vel fyrir kennarann þar sem hann getur haft síðuna læsta og eingöngu hleypt nemendum og forráðamönnum þeirra inn, en ef kennarinn er með fleiri en einn bekk er hið minnsta mál að læra þá viðkomandi bekkjarsíðu til þess að eingöngu þeir nemendur sem skráðir eru í viðkomandi bekk sjái upplýsingar sem varðar þá.
Að stofna aðgang að 123.is
breytaStofna aðgang
- Fara á www.123.is og ýtið á ég vil prófa kerfið
- velja notendanafn
- velja lykilorð
- það þarf að slá inn virka e-mail addressu
Fylla út lýsingu á vefsíðunni og tilgang
- Fara í Stillingar og ýmsar aðgerðir
- Setja inn lýsingu og fyrir hvað / hverja þessi síða er.
Velja þema fyrir síðuna
- Smella á „Vefur og útlit“
- Smella á „velja útlit(þema)“
- Smella á „velja annað þema“ og þar velur maður það þema sem maður vill nota. En einnig er hægt að setja inn sitt útlit á síðuna.
Búa til nýja forsíðu
- Smella á „vefsíður“
- Smella á „bæta við vefsíðu“
- Slá inn nafn og svoþann texta sem þú vilt fá á síðuna
- Setja þessa síðun núna sem fyrstu síðuna
- Smella á „vefur og útlit“
- Smella á „Almennar“
- Og velja síðan nýju síðuna sem verið var að búa til sem „vefsíða innan 123.is sem byrtist á forsíðu.“
Hvernig á að setja inn verkefni sem nemendur geta náð sér í
- Smella á skrár
- Smella á skrárnar mínar
- Finna skránna sem á að setja inn
- Búa til möppu ef það á við og smella á OK. Þá er komin inn skrá sem nemendur geta nálgast frá sinni heimatölvu hvort sem það eru upplýsingar eða verkefni
Setja inn fréttir fyrir foreldra
- Smella á blogg
- Smella aftur á blog
- Skirfa þann texta sem þú vilt birta
Setja inn myndir.
- Smella á „Myndir og myndbönd“
- Smell a á „Bæta við myndum“
- Smell a á nota vefviðmót
- Setja inn titil albúms
- Smella á bæta við myndum
- Og þá eru myndirnar komnar inn
Notkunarmöguleikar í kennslu og námi
breytaEins og sést þá hentar þetta kerfið afar vel fyrir litla skóla sem ekki hafa burði til að vera að setja upp eigið umsjónar- og skólakerfi. En kostnaðurinn á ári er einungis 3990 á ári því tel ég þetta kerfi henta afar vel. Einnig er fyrsti mánuðurinn frír svo að auðvelt er að komast að því hvort að kerfið henti kennaranum eða ekki.
- Nemendur hafa alltaf aðgang að þeim verkefnum sem stendur til að skila.
- Auðvelt að koma glósum á netið fyrir nemendur.
- Auðvelt fyrir kennara að setja inn fréttir af skólastarfi fyrir forráðamenn, sem upplýsingar um heimavinnu.
- Kennarinn getur deilt myndum úr skólastarfinu með forráðamönnum inni á læstri síðu, en þar er einnig hægt að velja hvort forráðamenn og nemendur geti náð í myndirnar af netinu eða ekki.
- Kennari getur sett bekkjarsíðuna upp eins og honum þykkir best og bætt við og tekið í burtu síðuhluta sem hann notar ekki.
- Hægt er að hafa teljara á síðunni þar sem nemendur geta séð hvað er langt í einhvern ákveðinn atburð, s.s. skólaferð eða verkefnaskil.