Torfbæir við aldamótin 1900

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur er Anna Kristín Jörundsdóttir.

Þessi Wikibók á að fjalla um það hvernig fólk lifði í torfbæjum við aldamótin 1900. Bókin hentar sem kennsluefni í Íslandssögu og íslensku fyrir grunnskólabörn.

Torfbæir

 
Torfbær á Skógum undir Eyjafjöllum
 
Skógar

Á þessum tíma bjó fólk til hús úr þeim efnivið sem til var í náttúrunni. Þessi hús eru kölluð torfbæir og voru búnir til úr torfi og grjóti. Veggir voru hlaðnir úr torfi og grjóti og þakið var úr torfi. Það má seigja að torfbærinn sé nokkur hús saman, oft þrjú. En þessi hús voru tengd saman með göngum. Í þessum dimmu göngum var stundum aðeins lítill gluggi. Lýsislampar voru notaðir til þess að lýsa upp torfbæina en þeir gáfu ekki mikla birtu. Torfbæirnir voru mismunandi að gerð eftir landshlutum. Með þessu á ég við að þeir voru skipulagðir á mismunandi hátt í hinum ýmsu landshlutum. Munurinn á munurinn norðlensku og sunnlensku torfbæjunum er að í þeim síðari var innangengt frá húsi til húss. En eitt af því sem torfbæirnir eiga sameiginlegt er að hjá því fólki sem bjó í þeim varð stundum blautt og kallt. Þar sem það var ekki til rafmagn voru kýrnar stundum hafðar við hliðina á baðstofunni til þess að halda hita í bænum.

Baðstofa

 
Inni í byggðasafninu í Glaumbæ

Baðstofa var stórt herbergi þar sem fólk borðaði, vann og svaf. Í baðstofunni var ullin spunnin, kemd og tæjuð.

Í baðstofunni var ekki mikið pláss því rúmin lágu hlið við hlið og oft sváfu tvö eða fleiri börn í hverju rúmi. Á kvöldin las heimilisfaðirinn oft fyrir fólkið í baðstofunni. Stundum voru sagðar sögur sem gengið höfðu mann frá manni á milli bæja.

Ég ætla að seigja ykkur eina slíka. Hún tengist fjallinu Múlinn á Ólafsfirði. Sagan segir að álög séu á Málmey í Skagafirði. Ef fólk býr þar lengur en 19 ár þá muni húsfreyjan á bænum hverfa. Í sögu þessari segir frá Jóni bónda í Málmey. Sökum heilsuleysis treysti hann sér ekki til að flytja búferlum þrátt fyrir að það væru 19 ár liðin frá því hann hóf að búa á Málmey. Kona hans fór smám saman að verða undarleg og að lokum hvarf hún. Jón bóndi leitaði þá til sóknarprests síns hans séra Hálfdáns í Felli. Hann spyr hann hvort hann vissi hvað orðið hefði um konu hans. Prestur sagðist vita það og bauðst til þess að fylgja Jóni til hennar. Þeir riðu fram hjá Siglufirði og staðnæmdust er þeir komu að Ólafsfjarðarmúla. Prestur stoppar og slær á bjargið. Bjargið opnast líkt oh hurð og út komu tvær stórar og ófrýnilegar tröllkonur. Þær leiddu þriðju tröllkonuna á milli sín en hún var nokkuð minni en þær og með hvítan kross á enninu. Komdu sæll Jón minn sagði tröllkona þessi. Hálfdán prestur segir við Jón að þetta sé konan hans og spyr hann hvort hann vilji taka hana með sér heim. En trúlega hefur Jóni þótt kona sín vera of ófrýnileg því hann segist ekki vilja fá hana með sér heim. Rekur Hálfdán tröllkonurnar aftur inn í fjallið og lokar á eftir þeim hurðinni. Sagt er að þessi hurð sjáist enn í dag og er hún kölluð Hálfdánarhurð.

Hlóðareldhús

Eldhúsin á þessum tíma voru kölluð hlóðareldhús. Hlóðir eru tvö stór grjót og upp á þau var settur stór pottur. Til að hita pottinn var notað þurrkað sauðatað. Á hlóðunum var maturinn soðinn og þvottar þvegnir. Á bita fyrir ofan hlóðirnar var hengt hangikjöt og bjúgu sem reyktust með tímnum við reykinn sem kom frá hlóðunum.

Matur

 
Úr Íslandsleiðangri Gaimard 1835

Fólk bjó til matinn sinn heima á bænum. Á sumrin var búið til skyr og smjör og geymt til vetrarins. Á haustin var soðið mikið af slátri. Slátrið varð súrt á bragðið vegna þess að það var geymt í mysu. En mysan hefur þann eiginleika að matur sem er geymdur í henni skemmist ekki. Fólk borðaði oft graut með súru slátri. Þeir sem bjuggu nálægt sjónum veiddu mikið af fiski. Á sumum bæjum voru týnd fjallagrös og búin til úr þeim grautur. Oft voru bökuð flat- og pottabrauð úr rúgmjöli. Á veturna var mjólkin flóuð því það varð oft mjög kallt inni í bæjunum. Á þorranum er enn í dag borðaður matur eins og fólkið borðaði í torfbæjunum. Matur eins og sláturm harðfiskur, flatkökur, rófustappa og hangikjöt. En hangikjöt var mikill hátíðarmatur í gamla daga og mjög oft haft sem jólamatur á aðfangadag. Fólk borðaði úr s. k aski en það er tré ílát með loki. Askurinn var settur undir rúm og heimilisdýrin sleiktu hann hreinan. Askurinn var að því búnu geymdur upp á hillu fyrir ofan rúmið hjá þeim sem átti hann.

Föt

 
Fatnaður karla í Reykjavík á mynd frá leiðangri Gaimard 1835

Konurnar kemdu, tæðu, spunnu og prjónuðu föt úr ull. Börnin aðstoðuðu við ullarvinnuna þegar þau voru orðin nógu gömul. Skórnir voru úr kúaleðri eða sauðaskinni. Konurnar klæddust í síðum pilsum og treyjum með svuntu og karlar vaðmálsbuxum og peysu. Litlar stúlkur voru í kjól með svuntu og drengir í buxum og peysu. Allir voru í ullarnærfötum og ullarsokkum.


Hreinlæti

Þar sem ekki var til heitt vatn þá var frekar erfitt fyrir fólk að halda hreint. Fólk þvoði sjálfu sér og fötin sín úr keytu. Keyta er hland úr kúm og fólki. Á morgnanna henti fólk hlandinu úr koppnum sínum í tunnu en þar var líka hlandið úr kúnum geymt. Þegar keytan var orðin hörð var hún notuð eins og sápa. Fólk fór oftast ekki í bað nema fyrir hátíðisdaga. Fötin voru þvegin með keytu í bala fyrir jólin. Fyrir jólin fór fólk með bala í lækinn eða brunninn og sótti vatn sem það hitaði. Svo var börnunum leyft að fara í bað í fjósinu, við hitann frá kúnum.

Leikföng og leikir barna

Börnin höfðu ekki mikinn tíma til að leika því um leið og þau voru orðin nógu gömul þurftu þau að aðstoða fullorðna fólkið við ullarvinnuna. Leikföng barna voru skeljar, leggir, kjálkar og stundum voru tálguð leikföng úr tré, beinum og hornum. Börnin léku sér úti á túni eða þar sem það var pláss inni í bæjunum. Eins og þið sjáið þá léku börn sér mikið með hluti sem náttúrann hafði upp á að bjóða.

Ég ætla að segja ykkur frá leik sem börnin fóru í í gamla daga. Þessi leikur tengist fuglalífinu. Leikurinn heitir fuglaleikur. Einn er kóngur, annar karl og hinir fuglar og fær hver fuglanna sitt nafn hjá kónginum. Karl kemur til kóngsins og segir: komdu sæll karl minn geturðu selt mér fugla? spyr karl. Ef þú getur sagt mér nafn þeirra og nærð þeim segir kóngur. Karl fer þá að geta og nefnir ýmis fuglanöfn: Spói, Lóa, Hrafn, Álft, Örn o.s. frv. Þegar Karl hittir á nafn einhvers fuglsins, hleypur sá burt í stóran hring og á þá karlinn að reyna ð ná honum og klukka hann áður en hann kemst til kóngsins.

Myndir

Krossapróf

1 Úr hverju eru torfbæjir búnir til ?

Torfi og grjóti
Steypu
Timbri
Steypu og timbri

2 Hvað hét herbergið þar sem fólk borðaði og svaf ?

Hlóðareldhús
Fjós
Baðstofa
Stofa

3 Hvað hét efnið sem flest föt voru búin til úr ?

Bómull
Ull
Viskos
Goritex

4 Hvaða leikföng léku börnin sér með?

Barbiedúkkur
Bíla
Playmo- og Starwars kalla
Leggi og kjálka


Heimildir

  1. Jónas Jónasson. 1856-1918. Íslenskir þjóðhættir. 3.útgáfa. Reykjavík, Ísafold.
  2. Kristín Áslaug Þorsteinsdóttir. 1946. Ísland áður fyrr. Fjölskyldan. 4.útgáfa. Reykjavík,Námsgagnastofnun.
  3. Kristín Áslaug Þorsteinsdóttir. 1946. Ísland áður fyrr. Heimilið. 4.útgáfa. Reykjavík,Námsgagnastofnun.
  4. Bryndís Sverrisdóttir. 1990. Leikjahefti. Leikir barna um aldamótin 1900. Reykjavík,Þjóðminjasafn Íslands.
  5. Þjóðminjasafn íslands. 2007. Torfbæir

(Sótt 4. maí. 2007).

Ítarefni

http://www.draugasetrid.is/

Draugasetrið er draugasafnið á Stokkseyri. Á vefsíðu draugasetursins er hægt að velja efnisflokkinn þjóðfræðimiðstöð. Þar er að finna fræðsluefni fyrir 3-10 bekk sem er tengt þjóðsögum um drauga, álfa, huldufólk og tröll. Þarna eru spurningar í tengslum við sögurnar og önnur skemmtileg verkefni.

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: