Hóf. Eva Lilja Sigþórsdóttir

Kynning breyta

 

Tannburstun er mikilvægur þáttur í réttri tannumhirðu. Tannburstun heldur tönnunum hreinum og heilbrigðum og varnar tannskemmdum. Þetta námsefni er ætlað nemendum í 4. bekk grunnskóla og eiga þeir að kynna sér rétt val og rétta meðferð tannbursta. Tannhirða er hluti af almennu hreinlæti og Aðalnámskrá grunnskóla leggur áherslu á mikilvægi góðrar tannheilsu sjá hér


Verkefni breyta

 

Nemendur eru beðnir að skoða vel eftirfarandi vefi og kynna sér innihald þeirra. Þeir eiga síðan að gera grein fyrir hvernig ber að haga sér við tannburstun. Hvaða tannbursta og tannkrem skal velja og hvernig meðhöndla á tannburstann við burstun til að allar tennur verði skínandi hreinar og fínar. Einnig skulu þeir svara könnunum neðar á síðu.


Vinnulag breyta

 

Nemendur skulu kynna sér vel innihald eftirfarandi vefja. Nemendur eiga að gera stutta greinargerð þar sem þeir lýsa þremur ólíkum tannburstum og nýtingu þeirra. Þeir eiga að sýna á einhvern hátt myndrænt hvernig best er að bera sig að við tannburstun, skref fyrir skref og útskýra um leið með texta. Einnig skulu þeir nýta upplýsingarnar á vefsíðunum þegar þeir svara könnununum.


Bjargir breyta

Hér geta nemendur nálgast ýmsar upplýsingar varðandi tannburstun;


Krossapróf breyta

Nemendur eiga að taka bæði krossapróf A og krossapróf B;

Krossapróf-A

Krossapróf-B


Mat breyta

Þetta er hópverkefni sem verður metið eftir því hversu vel nemendum tekst að nálgast efnið. Hvort myndefni og texti sé vel framsett og innihaldið skýrt og hnitmiðað. Mikilvægt er að vanda sig við að svara könnununum sem verða metnar sem 30% þáttur í verkefninu.


Niðurstöður breyta

Það er hægt að fræðast um ýmislegt sem tengist tannburstun á netinu. Við sjáum að það er nauðsynlegt að hugsa vel um tennurnar og hirða þær reglulega. Hreinar tennur er hluti af heilbrigðri tannheilsu. Ýmsum spurningum sem tengjast tannburstun hefur verið svarað og við erum fróðari um tannvernd.