Tölvunarfræði/Verklegt námskeið/Mikogo

Mikogo

breyta

Hvað er Mikogo?

breyta

Mikogo er ókeypis skjádeilibúnaður til að nota við netfundi. Fjöldi þáttakenda er að hámarki 10. Búnaðurinn sendir ekki hljóð heldur sendir einungis það sem er á skjá stjórnanda fundarins. Stjórnandinn getur valið hvaða forrit birtast og getur falið ákveðin forrit eða t.d. skjáborðið („desktop“) ef hann vill ekki að hinir þáttakendurnir sjái það. Vegna þess að búnaðurinn sendir ekki hljóð þurfa þáttakendur að tala saman á annan hátt t.d. í síma eða gegnum Skype. Einnig er oft sniðugt að nota Mikogo þegar þáttakendur eru á sama stað t.d. ef ekki er aðgangur að skjávarpa eða stærri skjá til að tengja tölvuna við til þess að losna við óþægindin við að allir þurfi að horfa á einn tölvuskjá.

Hvar finn ég Mikogo?

breyta

Þú finnur Mikogo á vefslóðinni http://www.mikogo.com/

Hvernig notar maður Mikogo?

breyta

Búnaðurinn virkar þannig að einn í hópnum er stjórnandinn en hann er sá eini sem þarf að hafa hlaðið forritinu niður og stofnað reikning áður en fundurinn hefst. Aðrir þáttakendur þurfa ekki að stofna reikning. Stjórnandinn hefur fund með því að velja „Start session“ í Mikogo forritinu og fær þá gefið upp númer fundar. Síðan fara hinir í hópnum á slóðina http://www.mikogo.com og velja „Join Session“ eða fara beint á slóðina https://join.mikogo.com og slá þar inn númer fundarins sem stjórnandinn gefur þeim upp og nafn. Þá þarf að hlaða niður lítilli keyrsluskrá til að tengjast fundinum. Þegar þáttakandi hefur tengst þá sér hann það sem fer fram á skjá stjórnandans. Hann getur bent á hluti á skjánum þannig að allir þáttakendur sjái með því að smella með músinni á viðkomandi stað. Þá birtist píla merkt honum á skjá allra þáttakenda. Hvenær sem er er hægt að skipta um stjórnanda fundarins án þess að hefja þurfi nýjan fund. Nýi stjórnandinn þarf ekki að hafa hlaðið forritinu niður fyrirfram eða vera skráður notandi. Einungis sá sem býr til fundinn þarf að vera skráður notandi. Þess vegna geta þáttakendur skipst á að sýna efni á sínum skjá.

Kostir og gallar Mikogo

breyta

Stærsti kosturinn við Mikogo að mínu mati er hve einfalt það er í notkun og hversu stutta stund það tekur að hefja fund. Hins vegar er galli að ef nettengingin er ekki nógu góð þá verður mikil töf á sendingu myndar sem gerir það nær ókleift eða að minnsta kosti mjög þreytandi að nota búnaðinn. Einnig gætu sumir talið það galla að ekki fleiri en 10 notendur geta tengst hverjum fundi.

Er Mikogo öruggt?

breyta

Mikogo fullyrðir að allar upplýsingar sem sendar eru á milli séu dulkóðaðar. Einnig þarf lykilorð til að fá aðgang að fundinum auk þess sem stjórnandinn getur hvenær sem er læst fundinum þannig að ekki fleiri fái aðgang að honum.

Hvernig nýtist Mikogo í Verklegu námskeiði?

breyta

Það er mjög sniðugt að nota Mikogo ef verið er að forrita í hóp en það er einmitt það sem Verklegt námskeið snýst um. Ef ekki allir í hópnum eru staddir á sama stað þá er tilvalið að halda fundi og forrita saman með hjálp Mikogo. Einnig nýtist Mikogo kennaranum vel ef hann á fund með nemendum í gegnum Skype. Þar sem þetta námskeið krefst yfirleytt vinnu nemenda langt fram á kvöld þá er tilvalið fyrir kennarann að bjóða nemendum aðstoð í gegnum Skype á þeim tíma sem hann á ekki heimangent. Þannig geta nemendur sýnt kennaranum hvað þeir eru að gera og kennarinn getur á auðveldan hátt skoðað kóðann og veitt aðstoð.

Heimildir

breyta

Mikogo: Free Remote Desktop, Web Conferencing & Online Meetings. (n.d.). . Retrieved January 27, 2011, from http://www.mikogo.com/

Mikogo - Wikipedia, the free encyclopedia. (n.d.). . Retrieved January 27, 2011, from http://en.wikipedia.org/wiki/Mikogo

Mikogo: Share your screen and/or access a PC remotely | freewaregenius.com. (n.d.). . Retrieved January 27, 2011, from http://www.freewaregenius.com/2008/04/05/share-your-screen-andor-access-a-pc-remotely-with-mikogo/


Höfundur: Jóra Jóhannsdóttir