Tölvunarfræði/Upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu

Upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfum er áfangi í Háskólanum í Reykjavík sem kenndur er á vorönn í Tölvunarfræðideild.

Lýsing breyta

Upplýsinga- og samskiptatækni (UST) verður skoðuð í sambandi við skólastarf. Nemendur kynnast því hvernig skólar haga kennslu með aðstoð hug- og vélbúnaðar, en möguleikarnir eru miklir nú til dags. Einnig verður farið yfir kennslufræði tölvunotkunar, bæði hvernig tölvur eru notaðar til kennslu og hvernig kennt er á tölvur sem og tölvunarfræði. Nemendur eru þjálfaðir í greiningu á skólum, hver staða þeirra er þegar litið er til tölvunotkunar í kennslu. Ásamt greiningu er líka ætlast til að nemendur komi með tillögur til úrbóta þegar greiningu er lokið. Fjar- og dreifnám eru nýjir möguleikar í námi og skoðað verður hvernig Upplýsinga- og samskiptatækni er notuð þar. Allir háskólar landsins og flestir framhaldsskólar notast nú við Innranet sem auðveldar þessar námsleiðir. Sem dæmi má nefna MySchool hjá HR[1] og Uglu hjá HÍ[2].

Markmið námskeiðsins breyta

Námskeiðinu er ætlað að opna augu nemenda fyrir nýtingu upplýsinga- og samskiptatækni í skólakerfinu. Í lokin er stefnt að grunnþekkingu nemenda í eftirfarandi:

  • Hafa innsýn undirstöðu tölvunotkun í kennslu og námi.
  • Kynnist gerð námsefnis fyrir netið.
  • Kynnist nýjum kennsluaðferðum sem notaðar eru á netinu eins og fjarnámi og dreifinámi.
  • Hafi innsýn í rannsóknir og tilraunaverkefni með notkun netsins að leiðarljósi.

Námsmat breyta

Áfanginn er próflaus og því eru verkefnaskil og ástundun mikilvæg í námskeiðinu. Nemendur eru látnir vinna einstaklings- og hópaverkefni. Stærsta verkefni áfangans er 45% verkefni þar sem nemendur þurfa að skila ítarlegri skýrslu ásamt kynningu á skýrslunni. Skýrslan á að fjalla um námsefni sem nemendur sjálfir velja, og hvernig hægt er að nýta tækni nútímans til að bæta og auðvelda námsefnið.

Kennslubók breyta

Kennslubókin sem notast er við í áfanganum er „A New Culture of Learning. Cultivating the Imagination for a World of Constant Change“ eftir D. Thomas og J. S. Brown. Bókin er gefin út árið 2011 af CreateSpace Independent.

Högun kennslu breyta

Í áfanganum á vorönn árið 2013 voru tveir fyrirlestrar í viku með verkefnavinnu og umræðutímum ásamt að vera kennt í „háskólanámi með vinnu“ og fjarnámi.

Tilvísanir breyta

  1. MySchool, Skoðað 19. janúar 20113.
  2. Ugla, Skoðað 19. janúar 20113.

Heimildir breyta

Kennsluskrá Háskólans í Reykjavík