Tölvunarfræði/Tölfræði

Tölfræði er fræðigrein undir stærðfræði þar sem unnið er úr gögnum og þau sett fram á einfaldari hátt. Eitt þekktasta dæmi um notkun tölfræði eru skoðanakannanir þar sem þýði er áætlað út frá úrtaki. Einnig er tölfræði notuð í tilraunum þar sem reiknað er út hversu líklegt sama niðurstaða fáist ef hún er framkvæmd aftur undir sömu aðstæðum.

 
Skjámynd af Gretl

Gretl er tölfræðihugbúnaður gefinn út undir GPL leyfinu og nýtist vel í ýmsa gagnavinnslu en þó aðallega til hagfræðiútreikninga. Með honum er hægt að sníða sérgerðar skipanir eða nota viðmótið fyrir algengar formúlur og aðferðir.

Til að setja upp Gretl þarf einfaldlega að niðurhala því frá opinberu vefsíðunni, gretl.sourceforge.net, eða viðkomandi Linux pakkakerfi ef slíkt á við. Þá þarf eingöngu að velja að setja upp pakkann og velja staðsetningu ef við á.

Forritið býður upp á að hlaða inn gagnasettum frá þekktum tölfræðiforritum eins og SPSS og síðan einnig að búa til ný gagnasett í forritinu sjálfu. Þá er hægt að vinna með gögnin í gagnasettunum og fá út lýsigögn ásamt gröfum. Fólk í tölfræðinámi getur notað þau gagnasett sem fylgja til að fikta í og sjá hvort það sé að nota réttar aðferðir.

Helsti kostur Gretl er að hann býður upp á fjölmargar aðgerðir til að framkvæma tölfræðiútreikninga en það er um leið ókostur þar sem það getur einnig ruglað fólk sem er ekki inn í tölfræðihugtökunum. Einnig er um að ræða opinn hugbúnað sem hægt er að breyta og bæta ef þörf er á. Ýmsar íbætur fylgja með forritinu og getur fólk einnig skrifað sínar eigin eftir þörfum. Er því hér um að ræða hugbúnað sem er mjög sveigjanlegur þegar kemur að virkni. Það getur verið erfitt að læra á hann í upphafi en hann ætti að vera gagnlegri þegar meiri reynsla er komin á hann.