Tölvunarfræði/Stöðuvélar og reiknanleiki

Stöðuvélar og reiknanleiki er námskeið sem kennt er við Tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Aðalviðfangsefni þessa námskeiðs er fræðileg tölvunarfræði. Þetta er val námskeið fyrir nemendur í Tölvunarfræði en skyldunámskeið fyrir nemendur í Hugbúnaðarverkfræði og er það tekið á seinni stigum námsferilsins. Einnig er þetta skyldunámskeið fyrir nemendur í Meistaranámi í Tölvunarfræði. Undanfarar fyrir það eru Strjál Stærðfræði I og II og Reiknirit.
Í námskeiðinu er fjallað um stöðuvélar og tengsl þeirra við formlegar skilgreiningar á forritunarmálum. Einnig er fjallað um Turing vélar og hvernig þær eru notaðar sem fræðilegt líkan fyrir tölvu. Jafnframt er fjallað um reiknanleika verkefna og farið í leysanleg og óleysanleg verkefni. Að lokum er farið dýpra í flækjustigsflokka reiknirita en gert hefur verið áður í náminu þar sem auðleysanleg og torleysanleg verkefni eru skoðuð.

Kennslubók og Ítarefni

breyta

Aðalkennslubók námskeiðisins er Introduction to the Theory of Computation eftir Michael Sipser.
Hægt er að nálgast gagnlega video fyrirlestra eftir Professor Shai Simonson hér. Þeir útskýra mjög vel það efni sem kennt er í námskeiðinu. Fyrirlestrunum er skipt upp í hluta eftir því hvaða efni er tekið fyrir. Simonson setur fram efni á töflu og útskýrir fyrir nemendum sem sitja í tíma hjá honum. Hann svarar einnig spurningum frá nemendum og tekur dæmi upp úr efninu. Helsti ókosturinn þó við þessa fyrirlestra er að ekki heyrist alltaf nægjanlega vel hvað nemendurnir hafa að segja eða hver spurningin sem þeir eru að spyrja er.
Þessir fyrirlestrar eru gjaldfrjálsir og voru hluti af verkefni sem ArsDigita styrkti og var í gangi frá September 2000 til loka Júlí 2001. Í þessu verkefni voru einnig kennd önnur námskeið s.s Strjál Stærðfræði og Reiknirit og eru video fyrirlestrar þeirra og annað efni á síðu verkefnisins. En helsta markmið þessa verkefnis var að veita gjaldfrjálsa kennslu í tölvunarfræði. Nánari upplýsingar um verkefnið má nálgast hér.

Hugbúnaður

breyta

Ekki er mikið um hugbúnað sem gagnast manni í þessu námskeiði. En það er þó einn hugbúnaður sem getur gagnast manni vel í þeim hluta þegar unnið er með stöðuvélar en það er Visual Automata Simulator og gagnast hann einnig vel í Strjálli Stærðfræði II. Þessi hugbúnaður er gjaldfrjáls og gengur á MacOs, Windows og Linux stýrikerfi. Með þessum hugbúnaði er hægt að teikna upp stöðuvélar, hvort sem það er DFA eða NFA og keyra mismunandi inntak á vélarnar og sjá áhrif þess á þær.

Tenglar

breyta