Tölvunarfræði/Samþætt þróunarumhverfi (IDE)

Samþætt þróunarumhverfi, “Integrated Development Environment” eða IDE hugbúnaður, eru einskonar hjálpartæki fyrir forritara. Þau eru í grunninn notuð til að auðvelda þýðingu á kóða sem unninn er í forritinu, en þau hjálpa einnig til við aflúsun á kóðanum sem hefur verið stimplaður inn. Mörg IDE forrit eru hönnuð til að auðvelda vinnu forritarans, til dæmis með því að klára sjálfkrafa innstimplun á innbyggðum föllum eða annarri virkni.

Fyrsta þróunarumhverfið sem kom fram á markaðinn var Maestro I árið 1979 og var fyrsta fyrirtækið sem tók það í notkun flugvélaframleiðandinn Boeing. Maestro I hafði yfirhöndina í IDE þróun flestallan áttunda og níunda áratugnum . Uppúr 1990 fór Microsoft að skjóta sér sess á markaðnum og kom loks með Visual Studio á markað árið 1995, fljótlega fóru fleiri fyrirtæki að bætast við og nú í dag er til staðar heil flóra af IDE hugbúnaði, bæði opinn (Open Source) og lokaður (Closed Source) hugbúnaður.

Til eru nokkrar mismunandi týpur af samþættum þróunarumhverfum, fyrir utan að skipta þeim niður eftir studdum forritunarmálum þá er einnig hægt að flokka þau gróflega í tvo flokka. Annars vegar þróunarumhverfum beint að grafískum notendaviðmótum (graphic user interface eða GUI), en hinsvegar textamiðuð þróunarumhverfi, sem þó eru ekki byggð sem þróunarumhverfi, heldur er þeim meira og minna breytt til að virka sem slíkt. Þó er margur hugbúnaður til fyrir báðar týpur, til dæmis höfum við Vim fyrir Linux sem er bæði til sem “GUI IDE” og “text based IDE” eftir vissar breytingar, en Vim er auðbreytt yfir í hentugt samþætt þróunarumhverfi með notkun ákveðinna “plugins” og “script collections”. Command line þróunarumhverfi eru sjaldan ef eitthvað notuð í dag á Microsoft vélum, þó að margir notfæri sér möguleikana sem eru til staðar í prófun á hugbúnaði í gegnum command line, þá er flestallur þróunarumhverfis hugbúnaður í dag með innbyggðum leiðum til að keyra forrit upp með command line rökum.

Fyrir Apple Macintosh vélar þá hafa IDE alltaf verið mjög vinsæl, enda hefur það alltaf verið markmið hjá Apple að gera bæði vélbúnað og hugbúnað sem þeir gefa frá sér mjög notendavænan. Vinsælasti IDE fyrir Mac í dag er forritið Xcode, sem virkar mjög líkt og Windows IDE Eclipse sem er einnig mjög vinsælt.

Uppá síðkastið hafa sprottið upp marskonar IDE forrit sem hýst eru á netinu, t.d. síðurnar www.ideone.com og www.compileonline.com og eru báðar þessar síður gerðar fyrir ógrynni af forritunarmálum, allt frá Assembly til Whitespace.