Tölvunarfræði/Reiknirit

Reiknirit breyta

Reiknirit er íslenkt orð yfir enska orðið algorithm, en það er einnig oft þýtt sem algrími.

Skilgreining breyta

Í tölvunarfræði, stærðfræði og tengdum greinum er skilgreiningin á algrími eftirfarandi. Algrími er áhrifarík aðferð til þess að leysa ákveðið vandamál, með því að nota fyrirfram ákveðið sett eða röð af aðgerðum. Algrími eru notuð í útreikninga, gagnavinnslu og margt fleira. Það má í raun segja að algrími sé ekkert annað en löng "formúla".

HR breyta

Í Háskólanum í Reykjavík er kenndur áfangi sem kallast Reiknirit. Í honum er mikið notast við forritunarmálið C++ sem er gagnlegt en gerir að sama skapi töluverðar kröfur til nemenda. Verkefnin í áfanganum snúast almennt um einhverja gagnavinnslu eða útreikning þar sem nemandi skal skrifa forrit sem tekur við inntaksgögnum og skilar einhverri niðurstöðu. Undanfari Reiknirita er áfanginn Gagnaskipan sem gefur góðan undirbúning í þeim undirstöðuatriðum sem byggt er á í Reikniritum.

Kennslubækur og hjálpartæki breyta

Kennslubækur í Reikniritum eru t.d. Data Structures and Algorithms og fleiri. Nauðsynlegt er að hafa aðgang að einhverjum C++ þýðanda. Fyrir þá sem eru vanir Microsoft Windows umhverfi er hægt að nota Microsoft Visual Studio, en aðrir notast við textaham og GNU þýðandann gcc í Linux.

Kennslubók í Gagnaskipan Problem Solving With C++ by Walter Savitch