Tölvunarfræði/Ofansækinni hönnun
Ofansækinn hönnun
breytaUm ofansækna hönnun
breytaOfansækinn hönnun felst í því að byrja á því að reyna að fá sem mesta yfirsýn og skilja kerfið áður en vinna við útfærslu hefst. Þegar skilningur er kominn á öllu sem þarf að gera og þau verkefni hafa verið brotinn niður í mjög lítil og auðskiljanleg verkefni er hægt að hefjast handa.. Ofansækinn hönnun kom fram á sjónarsviðið í kringum árið 1970 aðallega kynnt af Harlan Mills og Niklaus Wirth vísindamönnum frá IBM. Harlan Mills þróaði hugtök um skipulagða forritun og prófaði þau í verkefni sem fól í sér að sjálfvirknivæða “New York Times morgue index”. Það verkefni þótti takast það vel að það varð til þess að ofansækna hönnunar mynstrið fór að deyfast hratt um heim tölvunarfræði. Í dag er hugtakið notað um víðan völl t.d. í vöru þróun, stjórnunarfræðum, skipulagsfræðum, örtækni og sálfræði svo eitthvað sé nefnt.
Ofansækna hönnunarmynstrið var í miklu uppáhaldi hjá tölvunarfræðinni þar til undir lok áttunda áratugarins þegar hlutbundinn forritun hjálpaði við að sýna fram á að betra væri að nota bæði ofan og neðansækna hönnun við gerð hugbúnaðar.
Hugbúnaðar þróun
breytaÍ verkefni sem notar ofansækna hönnun er mikil áhersla lögð á að skilja alla þætti kerfisins og heildarsýn áður en útfærsla hefst. Hönnunarferlið þarf að vera vel útlistað fyrir að minnsta kosti einhvern þátt kerfisins áður en hægt er að byrja að forrita. Þetta veldur því að það er seint hægt að byrja að prófa raun virkni í kerfisins. Neðansækinn hönnun vill hinsvegar að prófanir og kóðun hefjist sem fyrst. Oftast er notað við svokallaða forritunar stubba í útfærslu á ofansækinni hönnun, þetta leiðir hinsvegar til þess að prófanir á raun virkni kerfisins er ekki hægt að framkvæma fyrr en í búið er að klára hönnun á stórum hluta kerfisins.
Forritun
breytaOfansækin hönnun (Top down design) er ein af mörgum forritunarstílum. Ferlið byrjar með því að taka verkefni og brjóta það niður í smærri einingar. Aðferðin byggist á því að byrja skrifa virknilýsingu fyrir helstu hluti sem hugbúnaðurinn á að gera. Síðar eru þessar virknilýsingar skoðaðar og þær brotnar niður í minni búta, þetta ferli er endurtekið þangað til ekki er mögulegt að brjóta það frekar niður og eru þá orðnar einfaldar svo auðvelt sé að útfæra þær í forritun.
Þáttun - “parsing”
breytaOfansækinn þáttun er aðferð þar sem skoðum tengingu gagna með því að draga ályktanir um hvernig tréið í heild sinni lítur út. Því næst skoðum við hvort grundvallaratriði í uppbyggingu trésins séu í samræmi við þá ályktun sem fram var lögð.