Tölvunarfræði/Kerfisstjórnun

CERIT gagnaver

Lýsing: breyta

Kerfisstjórnun er valnámskeið sem kennt er á tölvunarfræði braut í Háskólanum í Reykjavík. Áfanginn er nú í fyrsta skipti kenndur á vorönn 2014 en þörf hefur verið á slíkum áfanga. Í þessum áfanga verður farið í kynna hvað felst í að reka tölvukerfi og starf kerfisstjóra. Kennarar námskeiðins eru hvorki fleirri né færri en fjórir talsins. Fjallað verður um vélbúnað servera og það umhverfi sem serverar eru hýstir í. Einnig verður farið í rekstur – uppsetningu kerfa/hugbúnaðar – mælingar kerfa – öryggismál og margt fleira. Kynntar verða helstu þjónustur og hvaða portum þær keyra, afritunarmál og hámörkun uppitíma einnig tekið fyrir.

Markmið: breyta

Markmið áfangans er að nemandi þekki vélbúnað server tölva og viti mun á mismunandi RAID aðferðum. Vita mun á NAS og SAN uppsetningum. Nemandi þarf ekki aðeins að kunna grunn hugtök sem notuð eru í kerfissölum heldur einnig í sýndarvélum. Nemandi á að geta fylgst með og viðhaldið rekstri á Windows/Linux vélum. Nemandi sem lokið hefur áfanganum þarf að hafa dýpri þekkingu á server hlið stýrikerfana svo sem uppestningu á þjónustum,þekkja munin á þeim og mikilvægi. Nemandi skal þekkja mismunandi leiðir til að tryggja öryggi í rekstri með öryggisafritum og offramboði á vélbúnaði eða þjónustum. Nemendur eiga geta farið í kerfissali og bent á kosti og galla við hvern þeirra.

Námsefni: breyta

Aðalnámsefnið eru glærur og annað ýtarefni frá kennurum en gott er að nemendur lesi bókina Tuning IBM System x Servers for Performance en þar er farið nánar í afköst og tækni netþjóna. Farið verður í kerfissali til að nemendur fái að kynnast því umhverfi enn betur.

Verkefni: breyta

Yfir önnina eru sex stór skilaverkefni, þessi skilaverkefni gilda samtals 60% af lokaeinkunn. Hvert þessara verkefna mun samanstanda af verklegum þætti og spurningum. Spurningar í verkefnum gefa svo gróflega til kynna hvað koma skal á lokaprófi sem gildir 40%.

Tenglar: breyta

http://www.redbooks.ibm.com/abstracts/sg245287.html
https://en.wikipedia.org/wiki/Datacenter

Heimildir: breyta

http://www.ru.is/
http://www.ru.is/namid/kennsluskra/
https://myschool.ru.is/myschool/