Tölvunarfræði/Hugbúnaðarfræði

Hugbúnaðarfræði er grein innan Tölvunarfræði þar sem kennt er verklag og vinnuferli við þróun hugbúnaðar.

Lýsing

breyta

Viðfangsefni námskeiðsins er í meginefni vinnuferlið við þróun hugbúnaðar ásamt stuðningsferlum. Skoðuð verður saga þróunarlíkana, hlutverk einstakra aðferða rædd og sérstök áhersla á aðferðir í svokölluðum "Agile" þróunarlíkönum í hugbúnaðarþróun. Samþætting og tenging einstakra aðferða innan þessara líkana verður skoðuð og sérstök áhersla lögð á afhendingu síaukins virðis til viðskiptavina. Meðal efnis sem tekið verður fyrir er: Þróunarlíkön, aðferðir og stuðningstól, verkefnastjórnun, gæðastjórnun og tengd aðferðafræði, gerð áætlana, kostnaðarmat, mælikvarðar í hugbúnaðarverkefnum, samstæðustjórnun, prófanir og teymisvinna. Einnig verður leitast við að fá reynda einstaklinga úr atvinnulífinu til að deila sinni sýn á þessi mál með nemendum.


Hæfniviðmið

breyta

Stefnt er að því að nemendur:

  • Hafi skilning á samverkun hugbúnaðarferla í hugbúnaðargerð
  • Tileinki sér öguð og vönduð vinnubrögð við þróun, starfrækslu og viðhalds hugbúnaðar
  • Skilji mikilvægi gæðatryggingar í hugbúnaðargerð
  • Kynnist grunnatriðum í verkefnastjórnun hugbúnaðargerðar
  • Þekki vel samstæðustjórnun og tilgang hennar
  • Hafi yfirsýn og góðan skilning á heildarmynd hugbúnaðarþróunar

Hugbúnaðarfræði aðferðir

breyta

Til eru nokkrar leiðir í hugbúnaðarfræði til að vinna og þróa hugbúnað. Hver og einn hefur sinn kost og galla og það er þitt að velja hvað er notað hverju sinni og stundum er gott að nota nokkrar aðferðir.

Fossalíkanið

breyta

Fossalíkanið virkar þannig að þar er hvert skref í hugbúnaðarferlinu klárað í einu áður en að haldið er í það næsta. Ferlin eru:

  • Þarfagreining
  • Hönnunarferlið
  • Forritun og samþætting
  • Prófanir
  • Útgáfa
  • Viðhald

Agile hugbúnaðarferlið vikar þannig að maður vinnur í ítrúnum og það er stuðlað að léttari og lagt áherslu á mannlega þáttinn. Agile skoðar viðbrögð notanda og fær álit á því hvað þeim finnst við að bæta hlutina frekar en áætlanagerð sem aðal aðferðarfræði.

Helstu þættir agile þróunarlíkansins:

Heimildir

breyta

https://myschool.ru.is/myschool/?Page=LMS&ID=3&FagID=22213&View=22&ViewMode=2&Tab= http://en.wikipedia.org/wiki/Software_development_process