Tölvunarfræði/Greining og hönnun hugbúnaðar

Lýsing

breyta

Greining og hönnun hugbúnaðar er námskeið sem kennt er m.a. í tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. Í námskeiðinu er farið yfir aðferðir við framsetningu og skipulag á kröfum til hugbúnaðar og hönnunar hans. Meginmarkmið námskeiðsins eru að geta greint og hannað tölvukerfi með tilliti til þarfa notenda, ásamt því að geta framkvæmt prófanir. Farið er yfir ýmsar prófanaaðferðir á öllum þróunarstigum hugbúnaðarins.

Markmið námskeiðsins

breyta

Námskeiðið fer yfir aðferðir við greiningu á hugbúnaðarkerfum og hvernig hægt er að nota niðurstöður greiningarinnar til að skilgreina lykilkröfur og greina þarfir notenda. Í framhaldinu er hægt að hanna notendaviðmót þess kerfis sem smíða á. Farið er yfir mismunandi tegundir frumgerða. Nefndir eru helstu staðlar og leiðbeiningar hönnunar notendaviðmóts. Nemendur námskeiðsins læra einnig um einkenni góðrar hugbúnaðarhönnunar ásamt því að skoða á hvaða hátt og hvers vegna hönnun hugbúnaðar eða tölvukerfa gæti misheppnast vegna fjölbreytileika þeirra sem koma til með að nota kerfin. Þá er í framhaldinu skoðað hvaða aðferðir við hönnunina gagnast til þess að kerfið nýtist tilvonandi notendum sem best.

Hæfniviðmið

breyta

Nemendur sem hafa lokið námskeiðinu Greining og hönnun hugbúnaðar eiga að því loknu að vera færir um að skipuleggja, hafa umsjón með og framkvæma greiningu á þörfum nýs hugbúnaðar eða tölvukerfis, ásamt hönnun kerfisins í framhaldi af greiningunni.

Skref greiningar og hönnunar

breyta

Hér fyrir neðan kemur frekari útlistun á þeim skrefum sem felast í greiningu og hönnun hugbúnaðar.

Þarfagreiningarskýrsla

breyta
  • Kröfulisti - Farið er yfir þá eiginleika og virkni sem tölvukerfið þarf að búa yfir, í samráði við kaupanda/notanda. Kröfur eru flokkaðar eftir forgangi t.d. A,B eða C kröfur þar sem A er alger forgangur en C er hins vegar auka virkni sem er ekki nauðsynleg til að kerfið virki í heild sinni.
  • Viðtöl - Viðtöl við núverandi eða tilvonandi notendur kerfisins eru mikilvægur þáttur þegar verið er að greina kröfur og þarfir kerfisins. Í námskeiðinu er farið yfir viðtalstækni, áherslupunkta og aðra mikilvæga hluti sem nauðsynlegt er að kunna þegar viðtöl eru skipulögð og framkvæmd.
  • Notkunardæmi - Lýsingar á almennum aðgerðum eða atburðarásum í kerfinu sem listuð eru í kröfulista. Gefin eru forskilyrði, svo er meginflæði atburðarásarinnar lýst vel ásamt eftirskilyrði.
  • Notendahópar - Notendahópar er samantekt á þeim notendum sem munu að öllum líkindum nota kerfið. Dæmi yfir gagnlega þekkingu eru meðal annars bakgrunnur notanda, almenn notkun kerfis, umhverfi og helstu markmið.

Hönnunarskýrsla

breyta
  • Klasarit/einindavenslarit/runurit/stöðurit
  • Siglingaleiðarit - Siglingaleiðarit er í raun yfirlitsmynd yfir flæði aðgerða frá skjámynd til skjámyndar fyrir notendur kerfisins.
  • Grófhönnun frumgerða / Skjámyndir - Gagnlegt getur verið að hanna skjámyndir af væntanlegu útliti kerfisins. Þetta er form af grófri frumgerðahönnun sem gagnast í útlitshönnun á forritunarstigi en skjámyndirnar þurfa samt sem áður ekki að endurspegla endanlegt útlit kerfisins þar sem breytingar eru oft á tíðum óumflýjanlegar.
  • Töfluskema - Töfluskema er hönnunaráætlun gagnagrunns. Hver tafla er sett upp ásamt öllum eigindum sem eru nauðsynleg fyrir virkni kerfisins. Þ.e. breytum, tögum, frumlyklum og aðkomulyklum.

Forritun

breyta
  • Þegar greining á þörfum er lokið og búið er að hanna kerfið er hægt að hefja þriðja hluta ferlisins sem er forritun kerfisins.

Prófanir

breyta
  • Hugsa upphátt prófun - Þessi aðferð er ætluð notandanum en hann prófar fyrirfram ákveðnar aðgerðir innan kerfisins og þylur viðbrögð sín upphátt á meðan annar aðili skrásetur árangur.
  • Kerfispróf - Prófunaraðili er í þessu tilviki einhver utan hönnunarteymisins sem framkvæmir einhverjar runu af aðgerðum á í þeim tilgangi að fá rétt viðbrögð frá kerfinu samkvæmt prófanalýsingu.
  • Einingapróf - Til að prófa einstakar einingar í kerfinu er algengt að búa til kóða sem sér um prófanirnar.


Heimildir

breyta

Háskólinn í Reykjavík (Innranet)

Egill Örn Sigurðsson og Þórir Aron Stefánsson