Tölvunarfræði/Gagnasafnsfræði
Gagnasafnsfræði
breytaÍ þessu námskeiði er farið ítarlega í SQL, sem og hönnun gagnagrunna. Kennsluaðferðin sem notuð er í námskeiðinu eru hefðbundnir fyrirlestrar sem og á hljóðfyrirlestrarformi. Dæmatímar eru byggðir upp þannig að nemandi vinnur ákveðið verkefni sem á að skila í lok tímans, ef ekki næst að klára verkefnið hefur nemandi skilafrest til miðnættis næsta dag til að skila á innranetinu.
Gagnasafnsfræði er gríðarlega fjölsóttur áfangi því hann er kenndur í sviðskjarna 6 greina innan Háskólans í Reykjavík:
- Tölvunarfræði og Kerfisfræði
- Iðntæknifræði
- Hugbúnaðarverkfræði, Rekstrarverkfræði og Fjármálaverkfræði
Fjöldi nemenda ár hvert eru að meðaltali 130 og af því eru um það bil 30% fjar- og HMV-nemar. Allir þessir nemendur treysta mjög á að fjarkennsla sé í lagi, þar að auki eru mjög margir staðarnemar sem nýta sér hana.
eMission
breytaEr upptökuhugbúnaður sem er hannaður til að taka upp fyrirlestra beint af tölvu eða úr myndbandsupptökuvél. Forritið er síðan tengt við Myschool þar sem nemendur geta nálgast fyrirlestrana.
Af hverju eMission?
breytaHugbúnaðurinn eMission er tilvalinn til að auka þjónustu við fjarnema, HMV-nema og staðarnema. Hann býr yfir mörgum sniðugum möguleikum sem hægt væri að nota til að einfalda kennslu fyrir nemendur sem mæta ekki í fyrirlestra.
Hvernig er eMission notað.
breytaeMission er að mestu leiti stjórnað af kennaranum. Hann velur þær stillingar sem henta hverjum áfanga fyrir sig.
Hægt er að velja tvær mismunandi upptöku leiðir, Skjáupptaka og Bein útsendingu.
Hér er linkur á myndbönd sem sýna hvernig Skjáupptaka og Bein útsending fer fram.
Þegar nemandi skoðar fyrirlestur í gegnum eMission spilarann getur hann lagt fram spurningu sem tengist ákveðni glæru á meðan fyrirlesturinn er í gangi. Þetta verður að merkimiða í fyrirlestrinum. Ef kennarinn svarar síðan spurningunni sjá aðrir nemendur sem skoða sama fyrirlestur merkimiðann , spurninguna og svarið frá kennaranum.
Svipað er hægt að gera þegar bein útsending er í gangi enn að auki er þar hægt að opna fyrir rauntíma spjall á milli nemenda sem eru að horfa á útsendinguna og kennara.
Kostir
breyta- Einfalt notendaviðmót fyrir kennara til að taka upp fyrirlestra.
- Hægt að bæta inn köflum(merkimiða) á meðan upptaka er í gangi.
- Kennari getur sent út fyrirlestrar í beinni útsendingu
- Nemandi þarf ekki beint forrit til að spila fyrirlestrana því eMission spilarinn opnast í vafranum þínum.
- Kennari getur bætt inn lykilorðum til að einfalda fyrir nemendum hvaða efni ákveðinn fyrirlestur inniheldur.
Gallar
breyta- Ef mikið álag er á netinu virkar bein útsending ekki sem skildi.
- Það er ekki hægt að hraða spilun t.d. auka hraðan á fyrirlestri um 0.5 til að komast yfir meiri efni á minni tíma.
- Það er ekki hægt að niðurhala fyrirlestri beint úr eMission spilaranum. Enn kennari getur sett inn upptökuna sér, sem WMV fæl á Myschool.