Hugbúnaðartól í Forritun

breyta

Forritun er fyrsti forritunaráfanginn sem tölvunarfræðinemar við Háskólann í Reykjavík taka. Það hefur verið mismunandi á milli ára hvort Java eða C++ hefur verið kennt í þessum áfanga.
Þegar Java hefur verið kennt hefur kennari iðulega bent nemendum á að nota forrit sem kallast Dr. Java. Þetta forrit er mjög einfalt í notkun og lætur nemendur vinna vinnuna sína. Ekki það að nemendur séu alltaf að reyna að skolast undan því að gera það sem þeim er skylt að gera við áfangann heldur er hér verið að meina að forrit eins og t.d. NetBeans og IntelliJ gera svo mikið fyrir mann. Þau geta búið til get og set föll fyrir mann með einum músarsmelli, búið til klasarit, „include-a“ sjálfkrafa þeim klasasöfnum sem þarf að nota hverju sinni o.s.frv. Því er nauðsynlegt að vera með einföld forrit í upphafi svo nemendur læri forritunarmálin og skilji hvað þeir eru að gera.
Visual Studio hefur eflaust vinninginn hvað varðar val á forritum sem notuð eru við kennslu í C++. Visual Studio er ágætt til síns brúks en ætti ekki að vera notað af nemendum sem eru í sínum fyrsta forritunaráfanga. Það svipar nokkuð til NetBeans og IntelliJ hvað það varðar að það gerir svo mikið fyrir mann.

Forrit sem heiti Geany gæti nýst vel til kennslu í þessum áfanga sem og öðrum. Geany er ritill („text editor“) sem auðvelt er að skrifa forritskóða í. Stærsti kosturinn við þennan ritil er að hann styður mjög mörg forritunarmál sem kennd eru við skólann þannig að nemendur gætu verið með þennan eina ritil fyrir flest þau mál sem þeir eru að læra í stað margra annarra ritla. Forritunarmál eins og t.d. C, C++, Fortran, Java, Python, Ruby og mörg fleiri eru þau mál sem Geany styður.[1]

Helstu kostir

breyta

Í Geany er mjög þægilegt að skoða forritskóða. Textinn breytir um lit eftir því sem við á og „indent“ eru stöðluð eins og flestir þekkja úr öðrum ritlum og því er þægilegt að lesa kóðann. Ritillinn er ekki svo frábrugðinn Dr. Java í notkun en eins og fyrr sagði þá er stór kostur við hann að hann styður fleiri forritunarmál en bara Java. Geany er lítið forrit og því tekur stutta stunda að ræsa það, sem getur verið mjög þægilegt ef maður vill bara rétt kíkja í einhverja skrá og vera fljótur að skoða hvað er í henni, ólíkt t.a.m. Visual Studio sem getur tekið þó nokkurn tíma að ræsa.

Viðbætur í Geany

breyta

Hægt er að sækja ótal viðbætur („plugins“) fyrir forritið þannig að notendur þess geta breytt og bætt högun þess eftir því sem við á. Dæmi um hluti sem viðbætur gætu gert er að með einu músarsmelli geturu t.d. sent þá skrá sem þú ert að vinna með beint í tölvupósti án þess að þurfa að innskrá þig á ákveðna póstþjónustu. Einnig er hægt að fá viðbætur sem gera virknina í því að miklu leiti sambærilega þeim sem er í flottari forritum eins og t.d. að forritið sjái sjálft um að búa til get og set föll.
Forritið er ókeypis á vefnum og því ættu allir nemendur að kynna sér það betur og jafnvel að prófa það.

Heimildir

breyta
  1. Geany: All Filetypes

Tenglar

breyta