Stuðmenn er íslensk rokkhljómsveit sem gaf út tónlist með texta sem endurspeglaði samfélagið á skemmtilegan hátt.

Saga hljómsveitarinnar breyta

Hljómsveitin var stofnuð árið 1970 í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Upprunalegu meðlmimir sveitarinnar voru Jakob Frímann Magnússon (spilaði á gítar), Valgeir Guðjónsson (trommu- og gítarleikari), Gylfi Kristinsson (söngvari, gítar- og bassaleikari) og Ragnar Danielsen (gítar- og trommuleikari). Fyrsta smáskífa þeirra hét Honey, will you marry me? og kom úr árið 1974. Árið 1975 höfðu bæst við meðlimirnir Egill Ólafsson (söngvari), Sigurður Bjóla (söngvari, ýmis hljómfæri, textaskrif) og Tómas Tómasson (bassaleikari) og kom þá út platan Sumar á Sýrlandi um sumarið og sló í gegn og söng þar Long John Baldry She broke my heart. Einu ári seinna kemur út Tívolí og hafði gitarleikarinn Þórður Árnason bæst við hópinn.

 
Long John Baldry sem söng She broke my heart á Sumar á Sýrlandi plötunni


Meðlimir hljómsveitarinnar voru ekki eingöngu að spila í Stuðmönnum heldur voru sumir þeirra í öðrum hljómsveitum. Stofnuðu m.a. Egill, Tómas og Þórður Árnason ásamt Ásgeiri Óskarssyni (trommuleikari) bandið framúrstefnurokksveitina Þursaflokkinn árið 1978 og gáfu þeir út fjórar hljómplötur frá stofnun þess og til 1982. Árið 1982 bætist Ásgeir við hóp Stuðmanna. Jakob Frímann sinnti einnig sóloferli sínum og hljóðritaði nokkar plötur fyrir Warner Brothers, Capitol og Golden Boy og á tónleikaferðum sínum í kjölfari útgáfu platnanna spilaði hann og hljóðritaði með nokkrum hljómsveitum, m.a. Long John Baldry og Kevin Ayers.


Næstu ár eftir var mikið að gera hjá hljómsveitinni. 1983 kemur platan Grái fiðringurinn sem söngkonurnar Ragnhildur Gísladóttir og Linda Björk Hreiðarsdóttir sungu með Stuðmönnum, en þær voru einnig söngkonur Grýlnanna. Þetta sama ár gefur hljómsveitin út bókin Draumur okkar beggja sem var saga sveitarinnar og fylgdi með fyrsta upplagi bókarinnar Stuðmannaspilið Slá í gegn og fjögurra laga tímu tommu platan Tórt verður til trallsins. Bókin varð mjög dýr í framleiðslu með spilinu og plötunni og seldist lítið af þeim. Árið 1984 heldur hljómsveitin útihátið í Atlavík[1] sem er með frægari útihátíðum á Íslandi þar sem Bítillinn Ringo Starr kom og tók lagið með Stuðmönnum. Ragnhildur söng kom fram með sveitinni reglulega og var það með nýju ári 1985 þar sem hún verður loks fastur liðsmaður. Ári seinna, 1986, var þeim boðið af kínversku stjórninni til að halda tólf tónleika í Kína og kom út heimildarmynd um það ferðalag, Strax í Kína, árið 1987. Í Kína spila þau undir nafninu Strax, sem var nokkurs konar skammstöfun á Stuðmenn og RAX sem er eitt gælunafna Ragnhildar, en í dag er hún betur þekkt sem Ragga Gísla.


Sama ár og myndin kom út stofnuðu Stuðmenn það sem væri hægt að kalla forvera Idol-keppninnar, Látúnsbarkann. Var það Bjarni Arason sem vann keppnina það árið. Þetta ár kom einnig út platan þeirra Á gæsaveiðum og eftir það dró Valgeir sig út úr hljómsveitinni næstu tvo áratugina. Platan Listin að lifa kemur út árið 1989 og ári seinna gefa þeir út Hve glöð er vor æska. Tekur hljómsveitin sér svo hlé í sjör ár eða þar til 1997 þegar þeir gefa út Ærlegt sumarfrí, Hvílík þjóð! kom svo strax á eftir árið 1998 og EP+ sama ár. 1998 fóru Stuðmenn einnig í samstarf við Karlakórinn Fóstbræður og sló platan þeirra, Íslenskir karlmenn, sölumet það ár.


Eftir aldamótin héldu þeir áfram að gera plötur og komu Í bláum skugga, Tvöfalda bítið, Á stóra sviðinu, Á hlíðarenda og 6 Geysirs & a Bard árin 2000-2004. 2004 gefa þeir út einnig plötuna Í takt við tímann með samnemdri mynd og spila þeir í Tivolí í Kaupmannahöfn það ár að auki. Ári seinna spilar hljómsveitin í Royal Albert Hall í London og voru þeir tónleikar teknir upp og gefin út sama ár. Að loknum tónleikum í Royal Albert Hall sagði Ragnhildur skilið við Stuðmenn og var hennar skarð fljótlega fyllt upp með Hildi Völu Einarsdóttur sem hafði þá nýverið sigrað fyrstu Idol-keppnina. Var hún þó eingöngu yfir sumartímann og kom Bryndís Ásmundsdóttir einnig eitthvað með sveitinni. Hafa margir fyllt skarðið sem Ragnheiður skyldi eftir sig og er þar m.a. hægt að nefna Birgitta Haukdal

 
Birgitta Haukdal kom fram með Stuðmönnum árið 2006

, Andrea Gylfadóttir, Stefán Karl og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir. Guðmundur Pétursson leysir Þórð af hólmi veturinn 2006 og var það sumarið 2007 sem Þórður var endanlega horfinn úr sveitinni. Voru það því mikil vonbrigði gest þegar Stuðmenn komu á svið á stórtónleikum á Laugardalsvelli seinna sama sumar, með engan gítarleikara né söngkonu. Í kjölfar glataðra stórtónleika hættir Egill og er hans skarð fyllt upp á sama máta og Ragnhildar, með ýmsum söngvurum.


Fyrrum og núverandi hljómsveitar meðlimirnir, Tómas, Valgeir, Jakob, Ásgeir, Þórður og Egill komu óvænt saman á tónleikum árið 2011. Virðist þá hafa komið sættir á milli manna. Komu þeir einnig allir fram, nema Þórður, á 30 ára afmælistónleikum Með allt á hreinu sama ár. Hefur hljómsveitin komið saman reglulega á tónleikum síðan þá og hefur það verið Bryndís Jakobsdóttir, dóttir Jakobs og Ragnhildar, sem hefur séð um söngkonu hlutverkið síðustu ár. 2018 bárust sorgarfréttir þegar að var tilkynnt um andlát Tómasar eftir baráttu við krabbamein. Það sama ár voru Stuðmenn afhent heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og Samtóns fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar. Tileinkaði sveitin verðlaunin til Tómasar. Ingibjörg Elsa Turchi var fengin í það stóra skarð sem Tómas skildi eftir sig. 2020 áttu að vera 50 ára afmælistónleikar Stuðmanna en vegna Covid faraldursins voru þeim seinkað til 2021 og svo aftur 2022, en það ár var endanlega hætt við þá eftir að Egill Ólafsson dróg sig í hlé vegna veikinda. Stuðmenn eru enn í dag starfandi þó svo að Egill hafi stigið frá, en hafa þó ekki enn komið fram síðan.[2]

Plötur breyta

Þetta eru hljómplötur[3] sem hafa verið gefnar út eftir Stuðmenn og var Six Geysirs & a Bird gefin út á alþjóðlegum markaði.

  • Sumar á Sýrlandi - 1975
  • Tívolí - 1976
  • Með allt á hreinu - 1982
  • Tórt verður til trallsins - 1983
  • Grái fiðringurinn - 1983
  • Kókostré og hvítir mávar - 1985
  • Í góðu geimi - 1985
  • Á gæsaveiðum - 1987
  • Listin að lifa - 1989
  • Hve glöð er vor æska - 1990
  • Stuðmenn - safnplata - 1993
  • Ærlegt sumarfrí - safnplata - 1997
  • Hvílík þjóð - 1998
  • EP+ - 1998
  • Tvöfalda bítið -safnplata - 2001
  • Á stóra sviðinu - tónleikaplata - 2002
  • Á Hlíðarenda - 2003
  • Í Takt við Tímann - 2004
  • Six Geysirs & a Bird - 2004

Bíómyndir breyta

 
Ágúst Guðmundsson leikstjóri Með allt á hreinu

Árið 1982 kemur út myndin Með allt á hreinu sem var gerð af Stuðmönnum og pönkhljómsveitinni Grýlunum í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar. Sló myndin all svakalega í gegn ásamt hljómplötunni með lögum úr myndinni. Myndin var tónlistar- og grínmynd sem fjallaði um báðar hljómsveitirnar og ástir og afbrýði meðlima þeirra, og sprenghlægilegar uppákomur í ferðalagi þeirra um Ísland. Myndin í dag er mynd sem all flestir þekkja og margir alist upp við hana og tónlistina úr henni. Þremur árum seinna gerðu Stuðmenn framhaldsmyndina Hvítir Mávar sem náði ekki eins miklum vinsældum og fyrri myndin þar sem var dýpra var á húmornum. Tónlistin náði aftur á móti miklum vinsældum og var lagið Búkalú mánuðum saman í efstu sætum vinsældalistans.


Vinsældir hljómsveitarinnar voru það miklar að þeim var boðið að halda tónleikaferð í Kína af hálfu kínversku stjórnarinnar. Voru þeir önnur vestræna popphljómsveitin sem hélt tónleika í Kína á eftir hljómsveitinni Wham!. Var tekin heimildarmynd um tónleikaferðalagið sem fékk nafnið Strax í Kína og kom hún út árið 1987.


Fjórða mynd þeirra og framhald af Með allt á hreinu, Í takt við tímann, kom þó nokkrum árum seinna eða árið 2004 í samstarfi með Ágústi Guðmundssyni og hljómsveitinni Quarashi. Myndin fékk ágæta dóma en ekki nærri því sem fyrsta myndin fékk. Tónlistin hinsvegar fékk góðar viðtökur og ágæta dóma.

Bækur breyta

Draumur okkar beggja
Þessi bók er um ævisögu og sögu hljómsveitarinnar, þar kemur fram textar af lögum Stuðmanna og myndum. Með þessari bók fylgir líka borðspil og vínilplata. Þetta er bók eftir Illuga Jökulsson og var gefin út árið 1983


Í bláum skugga
Þessi bók fjallar um sögu Stuðmanna frá upphafi til ársins 2001, þar kemur fram textar af lögum Stuðmanna ásamt gítargripum og myndum af hljómsveitarmeðlimum sem að Thorarinn Thorarinssen tók.. Þetta er bók eftir Þórarinn Þórarinsson og var gefin út árið 2000.

Verðlaun og viðurkenningar breyta

1983 Kosin hljómsveit ársins og með plötu ársins á Stjörnumessunni, uppgjörshátið DV[4]

2011 Sérstök viðurkenning fyrir störf í þágu íslensks máls[5]

2018 Heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna og Samtóns fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar[6]

Tónleikar erlendis breyta

  • Kína og Hong Kong - 1986
  • Tivoli í Kaupmannahöfn - 2004
  • Royal Albert Hall í London - 2005
  • Jazz Philharmonic Hall í St. Pétursborg - 2006
  • Circus í Kaupmannahöfn - 2007

Krossapróf breyta

1 Hver er eini meðlimur sem hefur verið frá upphafi ?

Jakob Frímann Magnússon
Valgeir Guðjónsson
Gylfi Kristinsson
Ragnar Danielsen

2 Árið 1984 hélt hljómsveitin útihátíð, hvar var hún haldin?

Hljómahöllinni
Laugardalshöllinni
Atlavík
Hörpunni

3 Stuðmenn hafa spilað tónleika í London?

Rangt
Rétt

4 Í hvaða landi/borg komu stuðmenn fram erlendis þar sem var tekin upp heimildarmynd í fyrsta sinn af þem?

Kaupmannahöfn
Kína
Pétursborg
London


Ítarefni breyta

http://www.studmenn.com/is/mainpage.htm

https://glatkistan.com/2022/12/07/studmenn/

https://is.wikipedia.org/wiki/Stu%C3%B0menn

https://is.wikipedia.org/wiki/Me%C3%B0_allt_%C3%A1_hreinu

https://kjarninn.is/skyring/2018-08-03-10-gleymdar-utihatidir/

Heimildir breyta

Guðmundur. L. Guðmundsson. (e.d). Hljómplötur. Studmenn. http://www.studmenn.com/is/mainpage.htm

Helgi J. (2022, 7. desember). Stuðmenn (1969). Glatkistan. https://glatkistan.com/2022/12/07/studmenn/

Jónas Atli Gunnarsson. (2018, 4. ágúst). 10 gleymdar útihátíðir [bloggfærsla]. Kjarninn. https://kjarninn.is/skyring/2018-08-03-10-gleymdar-utihatidir/

Stuðmenn. (2022, 7. desember). Wikipedia. https://is.wikipedia.org/wiki/Stu%C3%B0menn

Tenglar breyta

  1. https://kjarninn.is/skyring/2018-08-03-10-gleymdar-utihatidir/
  2. https://glatkistan.com/2022/12/07/studmenn/
  3. http://www.studmenn.com/is/mainpage.htm
  4. https://glatkistan.com/2022/12/07/studmenn/
  5. https://www.stjornarradid.is/verkefni/menningarmal/islensk-tunga/dagur-islenskrar-tungu/verdlaun-jonasar-hallgrimssonar/
  6. https://www.mbl.is/folk/frettir/2018/03/14/studmenn_hlutu_heidursverdlaun_samtons/