Steinhleðslur - kennarahluti

Um verkefnið

Vefleiðangur fyrir 8-10 bekk grunnskóla.


Kynning breyta

 
Vefleiðangur

Langar þig að hlaða vegg eða hefur þú áhuga á steinhleðslum? Hver var tilgangurinn með steinhleðslum til forna og hvernig eru þær gerðar í dag? Hefur þú velt fyrir þér að leggja steinhleðslu fyrir þig sem fag eða atvinnu eða finnst þér þær einfaldlega bara fallegar og áhugaverðar?

Það er ekki flókið að hlaða vegg ef aðeins grunnurinn er nógu vel gerður. Á Íslandi og víða í Evrópu hefur steinhleðsla verið notuð til að afmarka jarðir og vegi og þjónað sínum tilgangi frá örófi alda. Nú á tímum þegar allt er mælt í peningum þá er óheyrilega dýrt að hlaða steinvegg og þrátt fyrir betri tæknibúnað þá er handavinnan óhjákvæmileg og bæði seinleg og erfið. Útkoman getur samt lifað í nokkrar kynslóðir og stendur eftir sem tákn um verkvit og fegurð ef vel tekst til.

Þessi vefleiðangur er kannski bara byrjunin fyrir nemenda sem fengi áhuga á steinhleðslu og er aldrei að vita hvert það gæti leitt hann. Gaman væri ef viðkomandi kennari hefði tök á að fara í vettvangsheimsókn að skoða hleðslur. Þær eru út um allt í Reykjavík t.d. meðfram Sæbrautinni og við Orkuveituhúsið. Ef kennslan fer fram úti á landi eru örugglega ekki ýkja langt í næstu sögulegu heimildir s.s. kirkjugarða, réttir.

Verkefni breyta

Verkefnið er samvinnuverkefni og tekur bæði á bóklegum og verklegum þáttum ásamt því að vinna saman að hugmynd og fylgja henni eftir í framkvæmd að lokaverki. Aðalnámskrá Grunnskóla í Listgreinum kveður á um að nemandi hafi tileinkað sér aðferðir og ýmsa tækni í rýmisvinnu. Í sögulegu og félagslegu samhengi á nemandi að öðlast innsýn í íslenska byggingarsögu og teljum við verkefnið kjörið til þess. Nemandi á einnig að nota veraldarvefinn til að skoða vefsíður íslenskar og erlendar, tengdar efninu og afla sér annarra upplýsinga fyrir ritgerð og hleðslu. Í lokin þarf nemandi eða hópurinn í sameiningu að gera einfalda grein fyrir verki sínu. Úrvinnsla grjóthleðslunnar má vera framkvæmd innan sem utandyra úr valinni stærð af grjóti. Ef viðkomandi kennari hefur þekkingu og aðstöðu þá er ekkert því til fyrirstöðu að hlaðið sé úti á skólalóð eða annarsstaðar. Sé það ákveðið þarf að hafa í huga að hleðsla sem á að standa getur verið stórt mannvirki sem þarf að fá leyfi fyrir hjá byggingafulltrúa. Bent skal á að kennarinn þarf að hafa eða afla sér lágmarks upplýsinga um hleðslutækni og þekkja gömlu torfbæina.

Steinhleðsla - Ritgerð

1. Verkefnið er fólgið í því að gera eina steinhleðslu inni eða úti, úr völdum steinum.

2. Ritgerð um mismunandi gerðir steinhleðslna.

Nokkrir útgangspunktar : Fornleifafræði : Þjóðveldisbærinn Stöng, Landnámssýning 871 +/- 2 Landafræði : Jarðvegur, steintegundir, torf, mosi. Umhverfisfræði : Vistvænt, náttúrspjöll? brúargerð,Vörður. Sagnfræði : Hvenær, hvers vegna, hvernig, hvar? Eldklerkurinn? Bókmenntir : Íslendingasögur, Þjóðsögur Jóns Árnsonar? Dalalíf? Félagsfræði : Landamæri, GPS-staðsetningar, fjallaferðir. Fagurfræði : Listaverk, húsaskreytingar (inni-úti).

Bjargir (námur) breyta

Vefslóðir, bækur og myndbönd sem gætu reynst gagnlegar við lausn verkefna.

Bækur: Hörður Ágústsson. Íslensk Byggingararfleifð Reykjavík: Húsafriðunarnefnd ríkisins, 1998-2000. Helgi Hallgrímsson. Forn hleðsla í Ódáðuvötnum á Hraunum. Úr greininni „Ódáðavötn” eftir Bóas Emilsson í Austurlandi, jólablaði 1969, s. 4, 142003. Kristján Kristjánsson. Í stríði við Ægi konung. Árbók Akurnesinga. 2001; 1: s. 32-36 ; ISSN: 1670-0325 2001.

Myndband: Torf og grjóthleðsla. Námsgagnastofnun Fræðslumyndadeild. Framleiðandi Nes-film. ( Reykjavík); 1992.

Ferli breyta

Kennari metur, eftir samsetningu hópsins hvort nemendur koma sér sjálfir í þriggja manna hópa eða þeim sé skipt af kennara. Hann fylgist með og hjálpar til ef þarf, til að hópurinn komi af stað umræðum um verkaskiptingu innann hópsins. Helsta verkefni kennara er að fylgjast með að allir taki þátt og hvort verkefninu sé fylgt eftir þannig að það klárist á réttum tíma. Miðað er við að verkefnið sé unnið á þemadögum eða einhverslags uppbrotsdögum innan skóladagatalsins.

1. Skipt niður í þriggja manna hópa. Hver hópur ræðir um hugmyndir að verkaskiptingu og deilir með sér verkum, en aðstoðið hvert annað eftir föngum. Munið að verkefnið er sameiginlegt og allir eiga að vinna að settu marki.

2. Ritgerð uppá þrjár A4 blaðsíður uþb 700 orð með myndum, skýringarmyndum, forsíðu og heimildaskrá.

3. Óformleg kynning og sýning fyrir samnemendur að afloknu verkefni og ritgerð.

Mat breyta

Samvinna. 30%

Ritgerð og framsetning. 40%

Verkleg útfærsla. 30%

Einnig er möguleiki að stytta verkefnið og láta nemendur annaðhvort gera bóklega eða verklega hlutann og breyta þá hlutföllunum á prósentunum í matinu.

Niðurstaða breyta

Það er engin ein rétt niðurstaða úr þessu verkefni þar sem reiknað er með að úrvinnslan sé persónuleg. Samt er ýmislegt hægt að læra af verkefninu og það sem skiptir mestu máli og ætti að koma fram í ritgerðinni er um hleðslur liðinna tíma og hvernig þær eru notaðar í dag. Nemendur þurfa einnig að glíma við verklega hlutann þ.e. að nota upplýsingarnar til að búa til eitthvað sem tengist verkefninu.

Höfundar breyta

Hrefna Harðardóttir og Sigurlína Kristinsdóttir

Verkefni í Upplýsingatækni. Listaháskóla Íslands desember 2006