Starfaflokkun

breyta

Starfaflokkun er kerfi til að skilgreina og meta skyldur, ábyrgð, verkefni og valdsvið starfa. Starfaflokkun er notuð hjá stofnunum og fyrirtækjum til að flokka störf eftir eðli þeirra, staðsetningu í skipuritum og verðmæti sem endurspeglast svo í launaákvörðunum fyrir hvert starf. Störf geta verið flokkuð eftir mismunandi aðferðum með ólíkan megin tilgang að leiðarljósi. Hagstofa Íslands flokkar störf til að mynda eftir starfaflokkunar kerfinu ÍSTARF95[1] með það að markmiði að unnt sé að bera saman sams konar störf á Íslandi og alþjóðavettvangi [2]. Starfaflokkun eftir þessu kerfi mundi teljast til grófflokkunar en til þess að starfaflokkun geti talist í samræmi við Jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012[3] þarf flokkunin að byggja á fyrirfram skilgreindum viðmiðum. Þegar störf eru flokkuð innan fyrirtækja og stofnana er mikilvægt að aðgreina starf frá starfsmanni. Þannig geta tveir starfsmenn sem gegna sama starfi verið mjög ólíkir t.d. hvað varðar menntun. Þrátt fyrir það þarf að flokka starf þessarra ólíku starfsmanna á grundvelli starfsins sjálfs og hvaða kröfur starfið gerir til starfsmanna sinna. Það getur t.d. reynst góður vani að líta á þær kröfur sem starf gerir til starfsmanna sinni út frá því hvaða kröfur væru settar fram ef starfið væri auglýst.

Starfaflokkun og Jafnlaunastaðallinn ÍST 85:2012[4]

breyta

Fyrirtæki geta fengið Jafnlaunavottun í samræmi við Jafnlaunastaðal að uppfylltum þeim kröfum sem gerðar eru í staðlinum. Fyrirtæki sem hefur innleitt jafnlaunakerfi í samræmi við kröfur staðalsins [5] þarf að hafa farið í gegnum starfaflokkun með öll einstök störf fyrirtækisins eða stofnunar. Með það að markmiði að verðmæta raða störfunum og byggja launagreiningu á þeirri verðmætaröðun. Staðallinn segir til um að störf skulu vera flokkuð eftir inntaki og að notast skal við fyrir fram skilgreind viðmið til þess. Þau viðmið sem lögð skulu til grundvallar starfaflokkuninni skulu vera ákveðin og valin út frá þeim kröfum sem störf hvers fyrirtækis eða stofnunar gera til starfsmanna. Þannig þurfa öll störf innan hvers fyrirtækis eða stofnunar að vera flokkuð eftir sömu viðmiðunum. Viðmið gætu í þessum skilningi t.d. verið

  • hæfni
  • ábyrgð
  • vinnuaðstæður

Undir hæfni væru svo valin undirviðmið sem tengjast t.d. menntunar kröfum fyrir starf, reynslu kröfum og önnur færni. Undir ábyrgð væru svo valin undirviðmið sem tengjast t.d. mannaforráði, ábyrgð á eignum og fjármunum o.s.frv.. Undir vinnuaðstæður væru svo valin undirviðmið sem tengjast t.d. þeim aðstæðum sem starf gerir kröfu til starfsmanna að þeir vinni í eins og raki, lofthæð, hraði o.s.frv.. Við val á viðmiðum þarf einnig að líta til þess að þau endurspegli öll störf fyrirtækis eða stofnunar. Þannig getur fyrirtæki t.d. ekki einungis valið viðmið sem endurspegla ábyrgð á mannskap því þannig mundi starfaflokkunin einungis hafa áhrif á þau störf sem tengjast mannaforráði. Aðferðin við að raða störfum eftir viðmiðum og undirviðmiðum getur svo verið gerð á fjölbreytta vegu t.d. með stigagjöf. Þá er öllum fyrifram skilgreindum viðmiðum gefið ákveðið vægi og hverju skilgreindu starfi innan fyrirtækis eða stofnunar gefin viðeigandi fjöldi stiga fyrir hvert og eitt undirviðmið. Þegar öllum störfum hafa verið gefin stig ættu stiga hæstu störfin að vera þau verðmætustu og svo koll af kolli.

Krossapróf

breyta

Ef tveir ólíkir starfsmenn með ólíka menntun og yfirbragð bera sama starfstitil er hægt að flokka starf þeirra á sama hátt ?

Já, óhjákvæmilega
nei


Tilvísanir

breyta
  1. Hagstofa Íslands (2009). ÍSTARF95 - Íslensk starfaflokkun - 2.útgáfa. Sótt á slóðina: https://hagstofan.s3.amazonaws.com/media/public/0acb20a5-fcc7-459b-8072-0fae7fb7af39/pub_doc_r2P0uaM.pdf
  2. hagstofa.is
  3. Staðlaráð Íslands (2012). Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012).Sóttur á slóðina: https://ist85.is/
  4. Staðlaráð Íslands (2012). Jafnlaunastaðallinn (ÍST 85:2012).Sóttur á slóðina: https://ist85.is/
  5. ÍST 85:2012