Stóru Kattardýrin/Hlébarði

Hlébarðinn er íþróttameistarinn í kattaheiminum. Flestir stórir kettir geta togað með fimm sinnum meiri krafti en mennskir íþróttagarpar. Hlébarðinn getur gert það að sjösinnum meiri krafti. Það tæki þrjá ólympíu keppendur í lyftingum til að geta mögulega náð jafntefli við 100 kg hlébarða í reipitogi. Þessi ótrúlegi styrkur sýnir sig í náttúrunni þegar hlébarði dregur full vaxna antilópu í kjaftinum upp í tré eftir vel heppnaða veiðiferð til að geta borðað í friði. Hlébarði er mjög líkt enska orðinu "leopard" sem þýðir hlébarði það orð er komið af forngrísku orðunum fyrir "ljón" (Leo) og "Blettir" (pard) svo upprunalega þýddi nafnið í raun "blettaljón" eða "doppuljón"

Heimkynni

breyta
 

Hlébarðar lifa miðaustur Asíu og Afríku sem þýðir að þeir eru útbreiddastir stóru kattanna. Hlébarði eyðir miklum tíma uppi í trjám og taka sér oft lúr liggjandi á grein. Þeir taka sér oft líka tíma til þess að toga heilu bráðinna upp í tré svo þeir þurfa ekki að berjast við önnur rándýr sem ætla að stela bráð þeirra.

Útlit

breyta
 
Lítil doppóttur Hlébarða kettlingur.

Hlébarðar eru venjulega um tveir til þrír metrar að lengd, ef með er talinn 60 til 110 cm rófan. Hlébarðar vega um það sama og stór hundur eða u.þ.b. 30 til 70 kg. Standandi geta þeir náð 43 til 78 cm hæð. Kvenkyns hlébarðar eru venjulega einungis um tveir þriðju af stærð karldýrsins.

Feldur hlébarða getur verið bæði snöggur og þykkur eftir því hvar hann lifir, Feldur hlébarða getur verið gulbrún eins og ljón, grár eða svartur. Best þekkjast þó hlébarðar af svörtum deplum út um allan búk sem má annað hvort sjá eða finna með því að strjúka þeim og finna misjafna þykkt feldsins (Varúð!!! Ekki allir hlébarðar vilja láta klappa sér og það á ekki að reyna að klappa þeim nema með þrautreyndum dýratemjara. Hlébarðar geta bitið fast!).

Svartir hlébarðar eru oftast kallaðir pardusdýr og voru eitt sinn taldir vera önnur tegund katta, en þó þeir séu svartir má enn greina blettina i björtu ljósi þar sem þeir eru bæði þykkari en feldurinn sjálfur og örlítið dekkri.

Fæða og Matarræði

breyta
 

Hlebarðar lifa mest á antílópum og álíka hjarðdýrum. En fælast stærri hjarðdýr eins og buffala, vegna þess að svo stór dýr geta bara verið veidd af dýrum sem veiða í hópum eins og ljónum. Hlébarðar éta einnig minni dýr eins og kanínur, villsvín og stundum meira að segja stór skordýr.

Hlébarðar hafa verið þekktir fyrir að drepa og éta hunda svo þeir sem eru á leiðinni með hund nálagt heimkynnum hlébarða skulu passa sig að taka með sér bur svo hundurinn verði ekki að hlébarðamat.

Uppeldi

breyta

Hlébarðar fæða í gotum og bera yfirleitt um 3 kettlinga í senn. Ungarnir fara að heiman 13 til 18 mánað gamlir og halda systkinin sig venjulega saman um nokkurt skeið áður enn þau skilja.

Skemmtilegar Staðreyndir

breyta
  • Hlébarðar eru doppóttir allir í gegn. Ef þú myndir þora að raka feldinn af hlébarða myndirðu fljótlega komast að því að húðin á þeim er einnig doppótt. (EKKI REYNA ÞETTA HEIMA!!! að raka hlébarða getur verið skelfilega hættulegt)
  • Hlébarðar eru styggastir stóru kattanna, og eiga metið yfir flest meiðsl á dýraþjálfurum.
  • Það er alltof hættulegt að eiga hlébarða og þá ber að ljá í umsjón sérstakra dýraþjálfa.
 <<Til baka(Tígrisdýr) | Áfram (Jagúar)>>