Stóru Kattardýrin/Blettatígur
Blettatígurinn er byggður fyrir hraðan, með sveigjanlegum hrygg, langar lappir og langa rófu sem virkar eins og stél fyrir snöggar beygjur. Blettatígurinn eða sítan er heimsins hraðskreiðasta landdýr og getur náð allt 110 km hraða á stuttum köflum í eltingaleik við bráð sína. Vegna þess hve hraðskreiður hann er auk þess sem blettatígrar tengjast vel við menn voru þeir oft aldir upp til veiða á villtri bráð fyrir menn. Á erlendum tungum er blettatígurinn (Acinonyx jubatus) kallaður 'cheetah' sem kemur úr hindí og þýðir sá blettótti og er hann auk þess stundum kallaður veiði hlébarðinn. Blettatígur er einnig eini meðlimur undirættarinnar Acinonychinae enda byggingarlag hans mjög frábrugðið öðrum kattardýrum og telst hann því ekki beint í flokki stórkatta.
Heimkynni
breytaÍ dag finnast flestir blettatígrar suður af sahara eyðimörkinni í afriku þó svo að örfáir sjást enn stökusinnum í Íran. Í gamladaga fundust blettatígrar allstaðar í Íran og norður Indlandi. Sítur kjósa helst að lifa í hálfgerðum eyðimerkum eða grassléttum en forðast skóglendi þar sem þær stóla á hraðar veiðar. Aðgerða er þörf ef blettatígurinn á ekki að enda á lista dýra í útrýmingarhættu. þá finnast auk þess nokkrir blettatígrar víðsvegar um heiminn í dýragörðum en þar eiga þeir í meiri hættu á offitu og einmannaleika.
Útlit
breytaBlettatígar eru meðal stórir doppóttir kettir og líkjast frekar mjóhundum en köttum. Þeir hafa langar lappir og mjóan kropp. Þeir hafa hvítar mjaðmir og dökkar rendur sem líkjast tárum sitthvorum megin á andlitinu. Blettatígurinn er um 40 til 65 kg og getur verið á bilinu 65-95 cm á hæð miðað við herðakamb. Skrokkurinn er um 112-135 cm langur og halinn 70-80 cm langur. Blettatígurinn er byggður til að vera fremsti hlaupagarpurinn. Löng rófan gefur blettatígrinum betra jafnvægi. Blettatigrar hafa stórann brjóstkassa en smærri maga auk öflugra afturlappa. Þeir hafa smágerðan haus en stórar nasir til að hæmarka súrefnisupptöku auk lítilla kringótta eyrna. Öfugt við margar aðrar kattartegundir þá er útlitsmunur á kynjunum ekki svo mikill hjá blettatígrum en karldýrin eru samt aðeins litlu stærri en kvendýrin.
Matarræði og Fæðuöflun
breytaBlettatígurinn étur aðalega klaufdýr eins og gasellur, impalahirti og unga og veikburða gnýi sem eru alltir í kringum sömu stærðar eða smærri en blettatígur.
Blettatígrar læðast að bráðinni og gera ekki árás nema að þeir séu komnir að minsta kosti 30 metra frá henni og hefja þá eitthvert magnaðasta kapphlaup sem þekkist í dýraríkinu en stendur yfirleitt aðeins í um eina mínóttu. Blettatígrar gefast frekar upp en að sóa orku ef þeir sjá fram á langan eltingaleik og heppnast einungis um helmingur drápstilrauna blettatúgursins.
Blettatígurinn verður að vera fljótur að éta bráðinna annars stela sterkari rándýr henni fljótlega. Blettatígrar reyna ekki einu sinni að verja bráðinna fyrir sterkari rándýrum þar sem þeir geta ekki hætt á meiðsl sem myndi þýða nær algjöran sult.
Blettatígrar eru mjög vel aðlagaðir lífshættum á þurrum svæðum eins og eyðimörkum. Í Kalharí eyðimörkinni er talið blettatígrar þurfi að ferðast að meðaltali 82 km á milli drykkjarvatna og telja margir að þeir fái mikinn hluta þess vökva sem þeir þarfnast úr blóði bráðar sinnar og eða með því að éta Melónur. cool flestir blettatígar eru ljós grænir með nánast enginn hár í umþaðbil 6 mánuði eftir fæðingu
Uppeldi
breytaSítur gjóta venjulega 3 til 5 kettlingum í senn en margir þeirra deyja vegna fæðuskorts eða eru drepnir af sínum náttúrulegum óvinum (ljónum og hýenum). Sítan verður að kenna ungunum að sjá fyrir sér sjálfum um mat svo þeir geti lifað af sjálfstæðir. Ungarnir skilja við móðir sína um 2 ára og halda sig saman i tveggja eða þriggja katta hópum þar til þeir verða fullorðnir. Þá feta mögulega kvensíturnar sína eigin vegi en karlblettatígrarnir halda sig oft saman um aldur og æfi til að hjálpa hvor öðrum að veiða og lifa af.
Skemmtilegar Staðreyndir
breytaSjáðu hversu mikið þú veist um heimsins sneggsta landdýr:
- Þegar Blettatígur hefur hlaupið á fullri ferð verður hann að hvílast í að minsta kosti 15 mínútur áður en hann getur hlaupið aftur.
- Blettatígrar geta ekki öskrað en gera á hinn bóginn allskyns ókattaleg hljóð sem mörg hver minna á fuglasöng.
- Blettatígrar voru hlébarðar áður enn hlébarðar voru það. enn vegna misskilnings er orðið nú notað um rangan kött..
- Að undanskildu Fjallaljóninu, þá er blettatígurinn eini stórkötturinn sem getur Malað.
- Margir Blettatígurshvolpar drepast vegna fæðuskorts eða eru drepnir af ljónum eða hýenum. Gömul Afrísk þjóðsaga hermir að svörtu tárin á andliti blettatígursins eru þar vegna þess að móðirin grætur fráfallna hvolpa.
- Blettatígurinn étur nær aldrei skin eða bein bráðar sinnar.
<<Til baka (Jagúar) | Áfram (Snæhlébarði)>>