<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Erna Óðinsdóttir

þetta er wikibók um silki og upphaf silkiræktarinnar í heiminum. Efnið hentar vel sem hluti af námsefni í textílmennt í efri bekkjum grunnskóla eða í textíláföngum í framhaldsskóla. Einnig hentar efnið sem ýtarefni í efnisfræði fataiðna við fataiðndeild IR.


Uppgötvun - upphaf

breyta
 

Silkiræktun er upprunnin í Kína og á sér afar langa sögu. Upphaf silkiræktarinnar nær allt aftur til ársins 2640 f. kr. En sagt er að heiðurinn af uppgötvun silkisins hafi kínversk keisaraynja átt, Xi Ling-Shi að nafni. Hún uppgötvaði silkiorminn og hvernig hægt væri að rekja utan af honum kókonið (lirfuhýðið) í langar fínlegar silkitrefjar. Saga(((())))77773334að dag einn hafi hún verið á gangi um hallargarðinn og veitt litlum hvítum kúlum (kókonum silkiormsins) athygli. Hún heillaðist af því sem fyrir augu bar og ákvað að taka nbubbi gamli555555sér. Fyrir slysni missti hún kókon út í teið sitt og sá þá hvernig rekja mátti silkiþráðinn í sundur og fékk þá hugmynd að nýta mætti þráðinn til efnisgerðar. Sagt var að allt umhverfis höllina væru garðar fullir af móberjatrjám þar sem keisaraynjan stýrði ræktun silkisins. Kínverjar eigna keisaraynjunni einnig uppfinningu [[w:en: loom |vefstólsinség er bestur7777777

efni úr silkiþræðinum.

Útbreiðsla þekkingarinnar

breyta

Vitneskjan um silkið og ræktun þess var afar verðmæt og var því vandlega verðveitt meðal Kínverja í árhundruð, raunar svo lengi að tímabilið spannar um 2500 ár. Á meðan stunduðu Kínverjar einkasölu og útflutning á silki. Silkigarn, hrásilki og fullunnið efni var flutt til heims þar sem silkið fyrirfannst ekki og fólk var tilbúið að borga háar fjárhæðir fyrir það. Viðurlögin við að segja frá leyndardómnum var dauðarefsing. Það kom þó að því að leyndarmálið kvisaðist út og þekkingin breiddist til Kóreu í kringum 200 f.kr. og til Indlands segir sagan að silkið hafi borist í kringum 300 e.kr. þegar kínversk prinsessa var gefin indverskum prinsi. Hún átti að hafa falið egg silkiormsins og fræ móberjatjáa í hárgreiðslu sinni og smyglað til Indlands. Um 550 e.kr. barst svo þekkingin til Evrópu, nánar tiltekið til Constantinople (Istanbúl). Tveir munkar voru sendir af Justinian keisara til að komast að leyndardómnum um silkirætkina. Þeir komust til Kína,urðu sér úti um egg silkiormsins og móberjafræ og földu í holum göngustöfum sínum. Byzanzar (Tyrkir) héldu þekkingunni leyndri rétt eins og Kínverjar höfðu gert. Lengi vel tókst þeim að einoka þekkinguna í Evrópu en svo kom að því að Ítalir komust á snoðir um leyndarmálið en það var ekki fyrr en á 13. öld. Upp úr því breyddist svo þekkingin um Evrópu. Snemma á 17. öld hófst silkirækt svo í Ameríku.


Silkiormurinn

breyta
 
Silkiormurinn Bombyx Mori

Silki er eina náttúrulega langtrefjaefnið(langtrefjar teljast þær trefjar sem eru frá nokkrum hundruðum metra upp í að vera óendanlega langar). Langtrefjar geta verið þráður án þess að meiri vinnsla komi til.Silkiþráðurinn er búinn til af skilkiorminum(Bombix mori). Egg hans eru lögð á lauf Móberjatrjáa til að klekjast út í fiðrildislirfu. Nokkrar tegundir silkiorma eru nothæfar til silkiframleiðslu en Bombyx mori er sú algengasta. Lirfan er fyrst í stað um 2mm löng en lirfurnar stækka mjög hratt, éta af græðgi og geta á endanum orðið að hámarki 7,5 cm langar. Eftir 4-5 vikur hættir lirfan að éta, breytir um lit og kemur sér fyrir til að spinna um sig silkiþræði og mynda kókon. Það ferli tekur um 3-8 daga. Silkiormurinn gefur frá sér tvennskonar vökva sem storkna þegar komast í tæri við súrefni og verða annars vegar að þræði og hins vegar að bindiefni sem límir þráðinn saman. Mikilvægt er að vinna kókonin á réttum tímapunkti því þegar lirfan þroskast og fer að breytast í fiðrildi skemmir hún silkiþráðinn.


Fæða silkiormsins

breyta

Aðallega er silkiormurinn alinn á laufum móberjatrjáa (mulberry) en það gefur besta silkið. Þó er hann einnig alinn á eikarlaufum og laufum kirsuberjatrjáa. Þá er silkið kallað tussah og er grófara en mulberry silkið.


Vinnsluferli

breyta
 
Kókon(cocoon)silkiormsins

Kókoninn hitaður í sjóðandi vatni eða gufu. Svo er bindiefnið leyst upp og þráðurinn rakinn utan af lirfunni og getur þá orðið allt að 1800 metrar að lengd. Algengast er þó að hann sé u.þ.b. 600-900 metrar. Stundum er bindiefnið ekki hreinsað allt frá þræðinum og köllum við það þá hrásilki og er það grófara og ójafnara en silki unnið úr fullhreinsuðum þræði. Ýmist er svo búið til garn eða efni ofið úr þræðinum.








 


Silkivegurinn

breyta

Snemma á 2. öld f. kr. hófu úlfaldaslestir göngu sína eftir Silkiveginum svokallaða sem var 6400 km langur viðskiptahlekkur sem tengdi Asíu og Evrópu. Leiðin byrjaði í Sian í Kína og hlykkjaðist þaðan alla leið að austur hluta Miðjarðarhafsstrandar. Þaðan var silkið svo flutt til Rómar. Þetta var aðal verslunarleiðin allt þar til á 7. öld e. kr. en þá var þekking á sjóleiðinni orðin það mikil að hún var talin fjótlegri og öruggari kostur.



Silkiframleiðsla nú á tímum

breyta
 
Stúlka að störfum við silkiframleiðslu

Í dag eru Kína, Japan og Ítalía stærstu silkiframleiðendur heims. Þess má einnig geta að silkiormurinn Bombyx mori hefur glatað hæfileika sínum til að lifa villtur í náttúrunni og þekkist nú eingöngu þar sem silkirækt fyrirfinnst. Í seinni tíð hafa ýmis dýraverndunarsamtök barist fyrir málstað hans þar sem silkiormurinn deyr við hitun kókonsins og þykir það ómannúðlegt hversu margar lífverur láta lífið í nafni lúxusvöru sem silkið er.










Krossapróf

breyta

1 Í hvaða landi hófst ræktun og framleiðsla silkis?

Í Japan
Í Kóreu
Í Kína
Á Indlandi

2 Hvenær hófst silkirækt í heiminum?

2040 f.kr.
2640 f.kr.
2040 e.kr.
2640 e.kr.

3 Hversu lengi tókst þeirri þjóð, er bjó yfir vitneskjunni um silkiræktina, að halda henni leyndri -fyrir umheiminum?

Um 100 ár
Um 1000 ár
Um 2500 ár
Um 4000 ár

4 Hvenær hóf silkirækt innreið sína í Evrópu?

Um 550 e.kr.
Um 1300 e.kr.
Um 1400 e.kr
Um 1700 e.kr.

5 Silki telst til:

Örtrefjaefna
Gerviefna
Stutttrefjaefna
Langtrefjaefna

6 Silkitrefjarnar eru aðallega búnar til af ormi (lirfu) sem hefur fræðiheitið:

Bombyx mori
Vespula vulgaris
Meloe franciscanus
Lycosa tarentula

7 Púpuhylkið sem silkiormurinn vefur um sig kallast:

Hnykill
Silkikúla
Kókon
Hylki

8 Besta silkið fæst ef silkiormurinn nærist á:

Eikarlaufum
Móberjalaufum
Kirsuberjalaufum
Birkilaufum

9 Silkivegurinn var:

Viðskiptahlekkur Kína við Ástralíu
Silkilögð slóð að höll keisaraynjunnar Si-ling Chi
Viðskiptahlekkur Asíu við Evrópu
Viðskiptahlekkur Asíu við Ameríku

10 Hvaða þjóðir eru helstu silkiræktendur í dag?

Kína, Kórea og Indland
Kína, Bretland og Frakkland
Kína, Indland og Ítalía
Kína, Japan og Ítalía


Sama próf á Hot potatos formi: Krossapróf úr námsefninu

Heimildir

breyta

Efnisfræði fataiðna e. Indriða Guðmundsson

http://nps.gov/archive/colo/Jthanout/SilkProd.html

http://www.silk-road.com/artl/silkhistory.shtml

http://www.vegansociety.com/html/animals/exploitation/silk_worm.php

http://en.wikipedia.org/wiki/Silk

http://www.nature.com/nbt/journal/v21/n1/full/nbt0103-34.html

Ítarefni

breyta
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: