Siglingaljós á skipum

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Þessi wikisíða er um allt sem snýr að skipsstjórn.

Þýskur togari sem núna er rannsóknarskip

Höfundur er Kjartan Örn Kjartansson

Siglingaljós á skipum

breyta
 
bátur við bryggju

Til hvers erum við með siglingaljós á skipum? Jú, siglingaljósin eru til þess að sæfarendur geti farið ferða sinna á öruggan og ábyggilegan hátt án þess að skapa eigin skipi og öðrum skipum hættu. Til dæmis á skipstjórnarmaður á skipi að víkja fyrir öðru skipi ef hann sér rautt bakborðsljós.


Sigluljós

breyta
Mynd:Sigluljos1.jpeg

Sigluljósið er staðsett í möstrum skipa og skal aftara sigluljósið vera ofar en það fremra. Sigluljósið er hvítt ljós og lýsir í 225° af sjóndeildarhringnum. Eins og sjá má myndinni hér að neðan þá eru ljósin gul en í raunveruleikanum eru þau hvít. Skip sem eru styttri en 50 metrar eru með eitt sigluljós en skip sem eru lengri en 50 metrar eru með tvö sigluljós.


Skutljós

breyta
Mynd:Skutljós.jpeg

Skutljós er eins og orðið sjálf bendir til á skut skipsins. Skutljósið er eina siglingaljósið sem sést aftan á skipinu. Skutljósið lýsir í 135° af sjóndeildarhringnum eða í 67,5° í báðar áttir frá langskurðarlínu skipsins að aftan.


Hliðarljós

breyta
Mynd:Siglingaljós.jpeg

Hliðarljós á skipum eru tvö. Ljósið sem er bakborðs megin er rautt á lit en stjórnborðsljósið er grænt á lit. Bæði hliðarljósin lýsa beint fram og 22,5° aftur fyrir þvert (hvort ljós samtals 112,5°) bæði stjórn- og bakborðs megin.


Veiðiljós á fiskveiðiskipum

breyta
Mynd:Fiskiljós og dagmerki.jpeg

Skip á öðrum veiðum en togveiðum eiga að hafa rautt 360° hringljós fyrir ofan hvítt 360° hringljós. Skip sem er á togveiðum á að hafa grænt 360° hringljós fyrir ofan hvítt 360° hringljós. Öll skip sem stunda veiðar skulu hafa uppi dagmerki að deginum. Dagmerkin eru tveir þríhyrningar sem snúa endunum saman.


Höfuðáttarbaujur

breyta

Hér á eftir fer nánari lýsing á höfuðáttarbaujm


Norðurbauja

breyta
Mynd:Norðurbauja.jpeg

Norðurbaujan er ein af höfuðáttarbaujunum. Fara skal fyrir norðan norðurbaujuna.

Ljóseinkenni: blikkar stöðugt.


Austurbauja

breyta
Mynd:Austurbauja.jpeg

Austurbaujan er ein af höfuðáttarbaujunum. Fara skal fyrir austan austurbaujuna.

Ljóseinkenni: 3 stutt ljósmerki.


Suðurbauja

breyta
Mynd:Suðurbauja.jpeg

Suðururbaujan er ein af höfuðáttarbaujunum. Fara skal fyrir sunnan suðurbaujuna.

Ljóseinkenni: 6 stutt og 1 langt ljósmerki.


Vesturbauja

breyta
Mynd:Vesturbauja.jpeg

Vesturbauja|Vesturbaujan er ein af höfuðáttarbaujunum. Fara skal fyrir vestan vesturbaujuna.

Ljóseinkenni: 9 stutt ljósmerki.


Krossapróf:

breyta

1 Þegar skipstjórnarmaður sér rautt bakborðsljós á hann að

stefna beint á ljósið
víkja
stöðva vélina

2 Skip þarf að hafa tvo sigluljós þegar

skipið er lengra en 10 m
skipið er lengra en 50 m
skipið er yfir 10 rúmlestir
skipið er ætlað til farþegaflutninga

3 Skutljós er staðsett

aftan á skipinu
til hliðar
framan á skipinu

4 Skip á togveiðum eiga að hafa

blátt 360° hringljós fyrir ofan hvítt 360° hringljós
rautt 360° hringljós fyrir ofan hvítt 360° hringljós
grænt 360° hringljós fyrir ofan hvítt 360° hringljós

5 Dagmerki er

tveir þríhyrningar sem snúa endunum saman.
átta hringir sem tengdir eru saman
tveir hringir , ekki tengdir

6 Ljóseinkenni austurbauju eru

3 stutt ljósmerki
blikkar stöðugt
6 stutt og 1 langt ljósmerki


Athugasemdir

breyta

Síðan var síðast uppfærð þann 10.03.2007 af Kjartani Þessi síða er í vinnslu og verður vonandi aldrei endanlega kláruð.

(athuga, þessi wikibók hefur verið færð á þessa slóð vegna þess að líklegt er að myndum verði eytt. Það vantar höfundarréttarupplýsingar um myndir, myndirnar voru teiknaðar af Kjartani en hann gleymdi að tilgreina það þegar myndum var hlaðið inn.)--Salvör Gissurardóttir 11. nóvember 2007 kl. 18:39 (UTC)