Höfundur er Ásta Sigurlaug Tryggvadóttir.

Ásta Sigurlaug

Höfundur starfar sem umsjónarkennari í 5. bekk í Gerðaskóla og stundar nám við Háskóla Íslands. Kjörsvið höfundar er kennsla í upplýsingatækni og miðlun. Höfundur hefur mikinn áhuga á fjölbreyttum kennsluháttum og sérstaklega þegar kemur að upplýsingatækni.


Þessi wikibók fjallar um kennslukerfið Seesaw og er markhópurinn nemendur á miðstigi í grunnskólum. Markmiðið er að tengja heimili og skóla saman og efla samskipti við foreldra.


Hvað er Seesaw? breyta

Seesaw er í raun eins og rafræn kennslustofa (mætti líkja við facebook vegg). Það gerir kennara kleift að senda verkefni sem hann hefur búið til á alla nemendur sína eða einstaka nemendur. Þeir vinna síðan verkefnin og vista þau á sinn stað í smáforritinu. Hver nemandi getur verið með sitt eigið svæði til að geyma öll verkefnin sín á. Nemendur geta líka sent kennaranum verkefnið þegar þeir hafa lokið við að vinna það. Einnig geta þeir tekið mynd af verkefnum sem þeir hafa unnið til að geyma þau á sínu svæði.

Af hverju að nota Seesaw í kennslu? breyta

Tengir klárlega heimili og skóla saman. Hægt er að líka við og skilja eftir athugasemdir hjá verkefnum nemenda og hægt er að tengja foreldra við nemenda og því sjá foreldrar verk barna sina og geta líkað við og skrifað athugasemdir. Í smáforritinu er líka nemendaspjall sem gerir þeim kleift að tengjast við aðra bekki skólans. Gott tengi er á milli Seesaw og Google classroom. Einnig er hægt að hafa aðgang lokaðan þannig að nemendur geti ekki skrifað athugasemdir hjá hvort öðru. Appið tengir klárlega heimili við skóla og gerir foreldra tengdari því sem börn þeirra eru að vinna að í skólanum.

Ingvi Hrannar og tilögur hans hvernig hægt er að nota Seesaw breyta

Ingvi Hrannar hefur hannað níu plaköt sem sýna helstu leiðir hvernig unnið er með Sessaw. Plakötin eru:

  • Hvernig á að búa til verkefni?
  • Hvernig skrifa ég góða verkefnalýsingu?
  • Hvernig skila nemendur í 1-4.bekk verkefnum? (Deila tækjum)
  • Hvernig skila nemendur í 5-10.bekk verkefnum? (allir með iPad)
  • Hvernig verkefnum geta nemendur skilað?
  • Hvernig met ég verkefni eftir hæfni?

Spurningar breyta

  1. Hvað er Seesaw?
  2. Hvernig nýtist Seesaw í kennslu?
  3. Hvert er markmiðið með Seesaw?
  4. Hvernig nýtist forritið foreldrum?
  5. Hvernig gagnast forritið nemendum?


Krossapróf breyta

1 Hvað er Seesaw?

Leikjarforrit
Sögugerðarforrit
Teikni- og málunarforrit
Rafræn kennslustofa

2 Hvernig geta foreldrar nýtt Seesaw?

Geta skoðað verkefni barna sinna
Allt rétt
Geta líkað við verkefni barna sinna
Geta skrifað athugasemdir við verkefni barna sinna

3 Hver kom með tillögur um hvernig hægt er að nota Seesaw í kennslu?

Ingvi Hrannar
Hrannar Ingvarsson
Ingvar Trausti
Hrannar Trausti

4 Við hvað hefur Seesaw verið líkt við?

Instagram
Snapchat
Facebook vegg
Google classroom

5 Hvaða forrit á vel við Seesaw?

Toontastic
Book Creator
Flipaclip
Google classroom


Heimildir og Tenglar breyta