Samfélagsmiðlar
Höfundar eru Hrefna Rún og Sigrún Birna
Þessi wikilexía mun fjalla náið um samfélagsmiðla, kosti þeirra og galla og hvaða áhrif þeir hafa á samfélagið.
Hvað eru samfélagsmiðlar?
breytaHugtakið “samfélagsmiðlar” vísar til fjölda mismunandi netmiðla. Samfélagsmiðlar er tæki sem notuð eru til dreifingar á upplýsingum og virkja þá einstaklinga sem nýta sér þessi tól til að skapa og auka samfélagskennd þeirra. Margir gætu talið að sjónvarp og útvarp flokkist undir samfélagsmiðla en svo er ekki, þeir stuðla ekki sjálfir að félagslegum tengslum á milli notenda. Samfélagsmiðlar má einnig vísa til netmiðla sem grundvallast á margmiðlunarefni jafnt sem texta og að notendur geti unnið í sameiningu að gerð miðilsins þannig að þeir geti deilt upplýsingum, þekkingu og reynslu. Samfélagsmiðlar eru ótal margir og margvíslegir (Menntasmiðja, e.d.).
Hvaða samfélagsmiðla notum við í dag?
breyta- Snapchat
Líkt og komið hefur fram eru til ótal margir samfélagsmiðlar margir þeirra eiga margt sameiginlegt en einnig til mjög ólíkir miðlar. Miðlar sem notaðir eru til að ná tengslum við annað fólk hvort sem þeir þekktust áður eða ekki kallast samfélagsmyndandi miðlar. Twitter er dæmi um slíkan miðil, þar fylgja einstaklingar hvor öðrum, en tenging á milli fólksins skapast ekki nema að opið sé fyrir skilaboð beggja aðila og tenging er gerð sýnileg öðrum notendum, með þessu myndar fólk lítið samfélag tengdra notenda. Fleiri dæmi um slíka miðla eru Academia.edu, Couchsurfin, LinkedIn og miklu fleiri. Samfélagslegir stuðningsmiðlar eru þeir sem notaðir eru við sköpun rafrænna vettvanga fyrir samfélög sem nú þegar eru til. Þeir sem eru meðlimir þekkjast oftast innbyrðis og eiga yfirleitt í samskiptum utan miðilsins. Miðillinn gegnir því hlutverki að eiga í samskiptum í gegnum miðilinn einnig og að deila sameiginlegum afurði sem byggjast innan samfélagsins. Þeir samfélagsmiðlar sem tilheyra þessum flokki er til dæmis Facebook, þar eru vinir eða fylgendur ekki ópersónulegir líkt og á Twitter heldur eru vinir. Á slíkum miðli þurfa báðir aðillar að samþykkja tengslin og með samþykki verður það mun persónulegra en á samfélagsmyndandi miðli. Fleiri dæmi um slíka miðla eru Ning og námskerfi líkt og Moodle. Þar er lögð áhersla á að styðja við samfélag sem á rætur að rekja á allt annan stað en í netheimum (Menntasmiðja, e.d.).
Miðlar sem vinna að myndum samfélags og að styðja við samfélag en flokkast ekki endilega undir samfélagsmiðil eitt og sér kallað samfélagsleg tækni. Slík tækni er yfirleitt notuð við tengsl í aðra miðla eða aðrar samfélagslega athafnir þar er með talið í netheimum og raunheimi. Aðal fréttamiðlar á vef líkt og mbl.is, visir.is, dv.is eða ruv.is flokkast ekki undir samfélagsmiðla eða samfélagsmyndun. Slíkir fréttavefir nýta sér fremur tæknina á öðrum stöðum til samfélagskenndar. Mbl.is notar blogg kerfi sitt blog.is sem gerir notendur mögulegt að tengja saman færslur þar við fréttir þeirra til að byggja upp umræður notenda. Visir.is og dv.is nota samfélagsmiðilinn Facebook við samfélagskennd. Fleiri dæmi um miðla sem nota aðra tækni á ótengdum miðlum eru Youtube, Flickr, glæruvefurinn Slideshare og margir fleiri. Tækni líkt og Skype, Goggle Hangouts má einnig flokka undir samfélagslega tækni sem styðja á við samfélög (Menntasmiðja, e.d.).
Saga samfélagsmiðla
breytaSamfélagsmiðlar hafa lifað stutt og eru í stöðugri þróun. Samfélagsmiðlar hafa mikil áhrif á flest fólk og erum við mörg hver háð snjallsímunum. Einkennilegt getur verið að líta inn á við og átta sig á hvers kyns áhrif þessi tól hafa á mann og fróðlegt er að vita hvort að þau áhrif séu jákvæð eða neikvæð.
Áhrif samfélagsmiðla á samfélag
breytaEinstaklingar hafa misjafnar skoðanir á samfélagsmiðlum og snjalltækjum, margir telja gallana vera fleiri en kostina og að tæknin hafi slæm áhrif á yngri kynslóðina
Jákvæð áhrif
breytaMöguleiki er að finna sér margvíslegar og nothæfar upplýsingar á samfélagsmiðlun og á miðlum þar mætti nefna google, Facebook, Wikipedia og Youtube. Hér áður fyrr þegar samfélagsmiðlar voru ekki til nýtti fólk sér gamlar og úreltar bækur við upplýsingaöflun. Í dag vinnur fólk á samfélagsmiðlun líkt og Snapchat og Youtube. Með miðlinum Youtube vinnur fólk við nýja efnagerð fyrir þá sem horfa á samfélagsmiðilinn. Þeir einstaklingar sem vinna á Youtube fá borgað fyrir vinnuna en mismikið, allt fer það eftir áhorfi og fylgendum þeirra. Það sem skiptir máli við vinnu á þessum netmiðlum er að hafa stóran fylgendahóp, það á bæði við Youtube og Snapchat. Snapchat gengur út á markaðsetningu það er að segja ef einstaklingar með marga fylgendur auglýsa vörur fyrir fyrirtæki fá þeir greitt fyrir það, því oftar sem “snappari” auglýsir því meira græðir einstaklingurinn. Mun auðveldara er það í dag að eiga samskipti við aðra með notkun samfélagsmiðla. En þó þarf að hafa í huga að einstaklingar fari varlega með notkun miðlanna því ekki er allt sem sýnist (Ingólfur Stefánsson, 2018).
Neikvæð áhrif
breytaÁ netinu sjáum við oft eitthvað sem nefnist glansmynd en það er þegar einstaklingar sýna aðeins það besta úr sínu lífi og láta líta út fyrir að þeirra líf sé fullkomið. Þetta getur valdið því að fólk og þá sérstaklega ungt fólk missi sjálfsímyndina. Þannig geta samfélagsmiðlar geta valdið streitu og kvíða og haft áhrif á andlega heilsu (kaffið).
Áreiti frá samfélagsmiðlum geta haft mikil áhrif á ungt fólk. Öll samskipti þeirra fara fram að mestu á samfélagsmiðlinum snapchat. Þar verður ,,rétta’’ mómentið að nást svo hægt sé að senda snachattið, ,,rétta’’ myndin verður að nást svo hægt sé að birta hana á facebook eða instagram svo að það komi nógu mörg læk í hús. Ef lækin eru ekki nógu mörg henni líklegt til þess að verða eytt þar sem að unga fólkinu finnst það merki um að vera ekki nógu vinsæll eða fallegur. Rannsóknir hafa sýnt að kvíði meða ungra stúlkna í efri bekkjum grunnskóla hefur aukist jafnt og þétt síðustu tvo áratugi en aukist verulega síðustu 10 ár. Sýnt hefur verið fram á að tengsl séu á milli aukins kvíða og samfélagsmiðlanotkunnar. Auk þess virðast stúlkur eyða meiri tíma á samfélagsmiðlum heldur en strákar. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á tensl milli samfélagsmiðlanotkunnar og lítils svefns sem leiðir til aukinna kvíðaeinkenna. Fram kemur að þeir sem eyða meira en sex klukkutímum á dag á samfélagsmiðlum sofa minna. Sömu rannsóknir sýna að 40% stelpna sem sofa minn en sex klukkutíma á sólarhring eru taugaóstyrkar. Eins og við vitum er mikilvægt að fá góðan svefn þar sem að gæði svefns hefur áhrif á meðal annars námsgetu og milli (Hrefna Pálsdóttir, 2017).
Krossapróf
breyta
Tenglar
breytaÍ Kastljós þætti á rúv var fjallað um áhrif samfélagsmiðla, snjallsíma og nýrra tækja og tóla hafa á líf fólks. Hér má nálgast hann: http://www.ruv.is/frett/foreldrarnir-megi-lika-lita-i-eigin-barm
Heimildir
breytaMenntasmiðja. (e.d.). Sótt af: http://menntamidja.is/blog/2014/09/22/hvad-eru-samfelagsmidlar-og-til-hvers-notum-vid-tha/
Hrefna Pálsdóttir. (2017). Sótt af: https://kjarninn.is/skodun/2017-05-03-hugleidingar-um-samfelagsmidla-glansmyndir-og-kvidnar-stulkur/
Ingólfur Stefánsson. (2018). Sótt af: http://www.kaffid.is/ahrif-samfelagsmidla/