Höfundur: Einar Trausti Óskarsson


Inngangur

breyta

Þessi síða er hugsuð sem stutt kynning á skák fyrir áhugasama. Hér er hægt að læra grunnreglurnar í skák, sérstaklega mannganginn, þ.e. hvernig taflmennirnir hreyfa sig. Síðan má fara á vefi á netinu til að æfa sig!


 
Dæmigert skáksett með skákklukku

Reglur

breyta

Skák er leikur milli tveggja einstaklinga sem er tefldur á skákborði, með 64 reitum. Báðir aðilar eru með 16 taflmenn í byrjun skákar. Hvor um sig er með kóng, drottningu, tvo biskupa, tvo riddar, tvo hróka og 8 peð. Eini maðurinn sem verður að vera á borðinu er kóngurinn. Mennirnir geta drepið hver annan, nema hvað ekki er hægt að drepa kónginn. Þegar kóngnum er hótað drápi og engin leið er undan þeirri hótun kallast það mát. Þá er skákinni lokið og telst sá sem mátaði hafa unnið. Teflendur geta samið um jafntefli, og einnig getur skákmaður gefist upp ef hann telur ljóst að hann muni tapa skákinni. Drottningin er öflugasti maðurinn, en peðin eru veikust. Þumalputtaregla sem oft er notuð er sú að drottningin samsvari 9 peðum, hrókurinn 5 peðum, biskup og riddari samsvari hvor um sig 3 peðum.


Uppruni skákarinnar er ekki ljós, en líklegast þykir að saga hennar hefjist í Kína. Nútímaútgáfa skákarinnar er komin fram á 15.öld. Fyrsti viðurkenndi heimsmeistarinn var Wilhelm Steinitz, árið 1883. Alþjóðlega skáksambandið FIDE var stofnað 1924 og tók yfir skipulagningu formlegrar keppni um heimsmeistaratitilinn 1948. Núverandi heimsmeistari er Magnus Carlsen frá Noregi.

 
Núverandi heimsmeistari í skák, Magnus Carlsen frá Noregi


Umgjörð

breyta

Hefðbundin aðferð við að tefla skák er á 64 reita borði. Síðustu ár hefur orðið vinsælt að tefla skák á internetinu. Í formlegum skákum er skákklukka ávallt notuð; tímamörk eru mismunandi, frá því að vera nokkrar mínútur upp í nokkrar klukkutíma. Algeng tímamörk í skákum á internetinu eru t.d. 3 mínútur fyrir hvorn aðila. Svokallaður viðauki (e. increment) hefur náð talsverðum vinsældum. Hann virkar þannig að hvor skákmaður fær aukatíma fyrir hvern leik sem hann leikur. Þannig byrja kannski keppendur með 2 mínútur, en fá 5 sekúndur í viðbót með hverjum leiknum leik.


Skáktölvur

breyta

Tölvur hafa verið notaðar til að tefla skák í nokkra áratugi. Í lok 9.áratugarins höfðu bestu skáktölvurnar náð miklum styrkleika og á 10.áratugnum hafði skáktölvan Deep Blue frá IBM betur gegn þáverandi heimsmeistara, Garrí Kasparov, í einvígi. Núorðið er hægt að ná í gífurlega sterk ókeypis skákforrit, svo sem Houdini, á veraldarvefnum. Styrkleiki þeirra er sambærilegur styrkleika bestu skákmanna í heiminum.


Lærðu mannganginn!

breyta

Sex tegundir taflmanna eru notaðar í skák. Hver tegund taflmanna hreyfir sig á ákveðinn hátt.


Kóngurinn

breyta
 
Hreyfimöguleikar kóngs
  • Kóngurinn hreyfist um einn reit í hvaða átt sem er.








Drottningin

breyta
 
Hreyfimöguleikar drottningar
  • Drottningin hreyfist í beinni línu og eftir skálínum.








Hrókarnir

breyta
 
Hreyfimöguleikar hróks
  • Hrókarnir hreyfast eftir beinum línum.








Biskuparnir

breyta
 
Hreyfimöguleikar biskups
  • Biskuparnir hreyfast eftir skálínunum.








Riddararnir

breyta
 
Hreyfimöguleikar riddara
  • Riddararnir færast um tvo reiti eftir beinni línu og svo einn reit til hliðar.








Peðin

breyta
 
Peð hefur verið fært um tvo reiti
  • Peðin færast um einn reit fram á við. Þau geta drepið menn andstæðingsins með því að færa sig um einn reit fram á við á ská. Í fyrsta leik mega peðin færa sig fram um tvo reiti.









Spurningar

breyta

1 {Hvaðan er skák upprunnin?

Kína
Japan
Ítalíu

2 Hver er sterkasti taflmaðurinn á borðinu?

Hrókarnir
Riddararnir
Drottningin

3 Hverjir eru veikustu mennirnir á skákborðinu?

Peðin
Hrókarnir
Biskuparnir

4 Hver var fyrsti heimsmeistarinn í skák?

Emmanuel Lasker
Wilhelm Steinitz
Alexander Aljekín

5 Hvað eru margir keppendur í hverri skák?

3-4
1
2

6 Hvenær var FIDE, Alþjóðaskáksambandið, stofnað?

1946
1846
1966

7 Hvað hét skáktölvan sem vann Garrí Kasparov?

Deep Thought
Deep Blue
Houdini

8 Hver er núverandi heimsmeistari í skák?

Garrí Kasparov
Magnus Carlsen
Wilhelm Steinitz

9 Um hve marga reiti getur kóngurinn hreyft sig?

3
1
5

10 Hvernig hreyfast biskupar?

Fram á við
Einn reit í einu
Á ská

11 Hvernig hreyfast hrókar?

Eftir beinum línum
Einn reit í einu
Á ská

12 Í hvaða átt hreyfast peð?

Fram á við
Einn reit í einu
Á ská



Heimildir

breyta


Tengt efni

breyta


Tenglar

breyta

learn-how-to-play-chess.html-Vefur fyrir byrjendur í skák