Um verkefnið

Sögusafnið Vefleiðangur Kennarasíða Vefleiðangur fyrir 5-7. bekk - Íslandssaga

Hallvarður Ásgeirsson, Vardi@andrymi.com og Karl Jóhann Jónsson  


Kynning breyta

Í perlunni er merkilegt safn þar sem notaðar eru mjög raunsæislegar eftirmyndir af fólki í hlutverki forfeðra okkar sem settar eru í 17 mismunandi leikmyndir til að lýsa þáttum úr Íslandssögunni, allt frá fyrir landnám fram að siðaskiptum. Á Sögusafninu má finna ýmislegt sem getur nýst nemendum í lærdómi þeirra um Íslandssögu. Safnið gerir söguna áþreifanlegri fyrir nemendum þar sem rætur þjóðarinnar standa fyrir framan hann. Einnig má þar finna ýmsan fróðleik sem getur útvíkkað skilning þeirra á Íslandssögunni.

Nemendur breyta

Vefleiðangurinn er ætlaður krökkum á aldrinum 10-12 ára. Hann nýtist við Íslandssögukennslu, en gæti einnig nýst við íslenskukennslu, jafnvel fyrir eldri nemendahóp þar sem fornsögurnar verða til umfjöllunar. Nemendur þurfa að fara í gegnum grundvallar menntun í Íslandssögu.

Viðmið breyta

Nemendur eiga að hafa fengið ljóslifandi sýn og skýrari mynd af háttum manna hér á Íslandi síðan fyrir landnám. Nemendur eiga að hafa fengið samanburð á sínum eigin lífsháttum, og frumstæðum lífsháttum hér á öldum áður. Þannig kynnast þeir sinni eigin þjóð og uppruna hennar.

Bjargir (námur) breyta

Hér fyrir neðan eru tillögur að leiðum sem nemendur geta farið til að afla sér heimilda. 
Þið ráðið hversu leiðbeinandi þið verðið við heimildarleitina en eitt af markmiðum þessa
verkefnis er að örfa nemendur til sjálfstæðra vinnubragða.

Sögusafnið
HYPERLINK "http://www.sagamuseum.is/" 
HYPERLINK "http://is.wikipedia.org" 
Íslenskur söguatlas
Vísindavefurinn
Íslandssögunámsefni
Gott er að hafa amk. 2 kennara í leiðangurinn til að halda börnunum við efnið.

Ferli breyta

Farið með nemendudrna á Sögusafnið og þau eiga að afla upplýsinga. Þið verðið búinn að skipta ykkurnemendunum upp í þriggja manna hópa. Þau eiga að velja sér sviðsmynd sem á við það námsefni í Íslandssögu sem þau eruð að læra um á þessu ári, en um nokkrar er að velja. Látið þau skrifa niður hvers þau verða vísari á safninu. Síðan eiga þau að fara í heimildarleit og meiga nota bæði netið og þær sögubækur sem þau eru með sem námsefni og þau ítarefni sem þau finna til að umfjöllunin verði frá ýmsum hliðum sögunar og það reynir á þau að fynna frumlegar hliðar á málinu. Til dæmis geta þau fjallað um það umhverfi sem þessar persónur bjuggu í, húsakost, klæðaburð, lífsviðurværi og fleira sem þeim dettur í hug að tilgreina. Fyrirlesturinn á að vera10-15 mínútur og má nota power point. Hann má vera myndskreyttur með hjálp myndvarpa eða glæra, leikrænn með búningum og leikinni framsetningu o.s.fr.

Gert er ráð fyrir 3 tímum í þetta, eða einum morgni. Búast má við því að komi upp slagsmál milli drengja í hópnum vegna þess hve lífið á landnámsöld var ofbeldisfullt. Það ber að draga úr þessum áhrifum.

Mat breyta

Matið mun byggjast á, innihaldi fyrirlestursins, hugmyndarauðgi við heimildaröflun, framsetningu á fyrirlestrinum og frumleika.

Niðurstaða breyta

Þetta verkefni er ferli sem reynir á hugmyndaauðgi nemenda. Þeir fá innsýn í hvernig hægt er að leita heimilda á fleiri en einn máta., sjálfstæð vinnubrögð við öflun upplýsinga og heimilda sem mun verða vaxandi þáttu í náminu þegar fram í sækir og þjálfast að vinna saman í hópum. Niðurstaðan af vefleiðangrinum á að vera að krakkarnir hafi fengið betri mynd af uppruna sínum. Samanber "Víkingar í norðri - þekkja helstu drætti í fornsögu norrænna þjóða" (sjá, Aðalnámskrá Grunnskólanna, samfélagsfræði, 1999, bls.32.)