Inngangur.

breyta
 
Elsta sólúr sem fundist hefur, frá Egyptalandi 1500 f.Kr.

Sólúr er eins og nafnið bendir til tæki til að fylgjast með tímanum, aðferðin er í grundvallar atriðum ævaforn og hægt að nota hana svo lengi sem sér til sólar. Sólúr geta verið mjög einföld, td staur upp úr jörðinni sem varpar skugga á steina sem raðað hefur verið í boga á jörðina. Þá má segja að skugginn sé í hlutverki vísis og steinaröðin á jörðinni samsvarar þá skífunni á hefðbundinni klukku. Einnig má nefna að fyrrum voru ýmis kennileiti í landslagi notuð sem eyktarmörk, fólk miðaði tímann við þegar sólina bar í fjallstind, hól eða skarð, samanber örnefni eins og Dagmálafjall eða Hádegishnjúkur. Sólúr geta líka verið mjög flókin tæki sem taka tillit til ýmissa stjörnufræðilegra þátta sem hafa smávægileg áhrif á tímamælingar.

Sólúr voru þekkt í flestum fornum menningarsamfélögum, elstu þekktu dæmin eru frá Babílonímönnum og Egyptum. Frásagnir eru í Gamla Testamentinu af sólúrum frá um 700 f.Kr. og Grikkir og Rómverjar notuðu sólúr. Sólúr voru einnig þekkt í Kína í fornöld þótt lítið sé vitað um gerð þeirra.

Sólargangurinn.

breyta
 
Möndulhalli

Til að hanna sólúr þarf að hafa skilning á nokkrum undirstöðuatriðum. Eins og flestir vita og viðurkenna þá er jörðin því sem næst fullkomin kúla sem snýst um sjálfa sig á 24 klukkustundum, einum sólarhring. Jörðin fer jafnframt einn hring um sólina eftir sporbaug sínum á um það bil einu ári, Frá okkur séð virðist sólin samt færast yfir himinhvolfið og ef betur er að gáð þá er færslan 15° á klukkustund. Heill hringur er 360° og það eru 24 tímar í sólarhringnum, 360°/24 = 15°. Önnur atriði sem hafa þarf á hreinu er möndulhalli jarðar, breiddargráða og stefna á norðurskautið sé sólúrið sett upp á norðurhveli jarðar. Þar sem ferill jarðarinnar um sólu er ekki fullkomlega hringlaga og jörðin er ekki fullkomlega kúlulaga auk þess sem snúningsás jarðar er ekki hornréttur á sporbaug um sólu þá kemur fram skekkja í tímamælingu sólúra sem nemur allt að 15 mínútum þegar þessi skekkja er mest. Til er jafna sem lýsir þessari skekkju og sum fullkomin sólúr taka tillit til þessara þátta.

Einfalt sólúr

breyta
 
Equatorial sundial

Það eru til ótal útfærslur af sólúrum, lárétt, lóðrétt, kúlulaga og sívalningar svo nokkuð sé nefnt en hér verður lýst þeirri gerð sem kallast Equatorial Sundial sem mætti þýða sem „miðbaugs sólúr.“ Þau eru einföld í hönnun og það er hægt að gera þau án allra stærð- eða stjörnufræðilegra útreikninga og það er hægt að nota þau á hvaða breiddargráðu sem er. Á myndinni hér til hliðar má sjá sólúr af þessari gerð, skífan eða boginn með tölunum er hluti úr hring og vísirinn er sammiðja við bogann, boginn þarf að vera samsíða miðbaug og myndar því horn við lárétt sem er samsvarandi breiddargráðu staðarins þar sem úrið er sett upp. Vísirinn á að vísa í hánorður og vera hornréttur á skífuna og er hann þá einnig samsíða möndli jarðar.

Þessi gerð hentar ágætlega ef einhver vill smíða sitt eigið sólúr eða sem sem smíðaverkefni fyrir iðnnema vegna þess að ef úrið er gert þannig úr garði að hægt sé að stilla inn breiddargráðu (halla skífunnar) og stefnu á norðurpól er hægt að setja það upp hvar sem er á norðurhveli jarðar og stilla það þannig að það sýni réttan tíma, hvort sem menn vilja að það sýni staðartíma eða réttan tíma miðað við sólargang. Það verður þó að vísa í það sem sagt er hér að ofan um skekkju einfaldra sólúra.

Nokkur dæmi um sólúr.

breyta

Heimildir:

breyta

Wikisíður sem krækjur eru í í texta.

https://en.wikipedia.org/wiki/History_of_sundials