Reisubókin vefleiðangur - hverjir voru sjóræningjarnir?
Hverjir voru tyrknesku sjóræningjarnir sem komu til Íslands 1627?
Þennan vefleiðangur tók Monika S. Baldursdóttir saman. Hann er ætlaður fyrir nemendur í sögu í efri bekkjum grunnskóla eða neðra stigi í menntaskóla.
Námsmarkmið: Að nemendur
- kynnist samsetningu þeirra þjóðabrota sem sjóræningjarnir samanstóðu af í borginni Algeirsborg á Tyrkjaránstímanum um 1627.
- kynnist nokkrum kennileitum Alsírs og Algeirsborgar með að nýta sér kortabók/kort á neti
- afli sér þekkingar á því hvernig kristin trú var meðhöndluð á Tyrkjaránstímanum
- öðlist yfirsýn yfir trú og siði þjóðarbrotanna á Tyrkjaránstímanum
- verði fær um að greina hvað er líkt og hvað ólíkt með trúarbrögðum þjóðarbrotanna í borginni á þessum tíma
- kynnist skipulögðum vinnubrögðum og geti unnið sjálfstætt þ.e. skipulagt og framkvæmt ákveðnar athuganir og sett fram á skýrann hátt með kynningu í mæltu máli og rituðu t.d. með skýrslugerð.
Kynning
breytaÍ þessu verkefni vinna nemendur saman 2 í hóp og kynna sér samsetningu þeirra þjóðarbrota sem sjóræningjarnir samanstóðu af í Algeirsborg á Tyrkjaránstímanum um 1627. Ímyndið ykkur að þið séuð stödd í Algeirsborg á þessum tíma og markmiðið sé að rannsaka hverrar þjóðar þessir illræmdu sjóræningjar séu og hverrar trúar. Eru þeir mest frá Algeirsborg eða eru þetta aðilar sem hefur verið rænt áður og látnir síðan í þetta hlutverk þ.e. eru þeir frá öðrum löndum og annarrar trúar? Hverrar trúar eru oftast þessir illræmdu sjóræningjar og sérðu eitthvað fylgi á milli trúar og sjóræningja sem stunda ránin?
Verkefni
breytaLeitastu við að finna lausn á því hverrar þjóðar þessir sjóræningjar í Algeirsborg voru og hverrar trúar. Er eitthvað samhengi á milli trúar þeirra og ráns? Búðu til samantekt um viðfangsefnið þar sem þú gefur lesanda niðurstöðu afrakstursins með greinargerð og einnig væri gaman ef hægt væri að hafa það myndskreytt og kannski með vídeómyndum sem mætti taka upp í screenr.com. Frjálst val er hvort verkefnið er sett á vef eða skilað sem greinargerð með myndskreytingum.
Bjargir (námur)
breytaHverjir voru Tyrkjaránsmenn eftir Þorstein Helgason http://www.itu.dk/~astaolga/null/tyrkjaranid/pdf-skjol/HverjirvoruTyrkjaransmenn.pdf
Ræningjarnir http://is.wikipedia.org/wiki/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0
Ástandið í Evrópu og verslunin við Englendinga kafli 3 og Tyrkirnir kafli 7 http://www.heimaslod.is/index.php/Tyrkjar%C3%A1ni%C3%B0#.E2.80.9ETyrkirnir.E2.80.9C
Sjóræningjar frá Barbaríinu http://is.wikipedia.org/wiki/Sj%C3%B3r%C3%A6ningjar_fr%C3%A1_Barbar%C3%ADinu
Ferli
breytaGetur þú lýst þeim þrepum sem nemendur þurfa að fara í gegnum til að ljúka verkefninu? Láttu vefritilinn þinn númera lista fyrir þig. Reyndu að lýsa atburðarás og vinnuröð nákvæmlega og eins vel og þú getur, hafðu í huga að þetta er skrifað fyrir nemendur en að aðrir kennarar geti aðlagað verkefnið að sínum þörfum..
- Fyrst eru skipt í hópa og þú færð uppgefið í hóp þú ert
- Þegar þú hefur valið hvaða hlutverk þú leikur....
- ... og svo framvegis.
Þú gætir líka veitt ráð um hvernig eigi að skipuleggja þær upplýsingar sem safnað er. Þetta gætu verið ráðleggingar um að nota flæðirit, töflur, hugtakakort eða annað skipulag. Ráðleggingar geta líka verið gátlisti yfir spurningar sem nota á til að greina upplýsingar eða segi hvað eigi að skoða sérstaklega eða hugsa um. Ef þú hefur fundið á vefnum eða útbúið leiðarvísa sem tengjast efni þessarrar lexíu þá skaltu vísa í það. Til dæmis gæti það verið um vinnubrögð eins og hugstormun eða hvernig eigi að búa sig undir að taka viðtal við sérfræðing.
Mat
breytaLýstu fyrir nemendum hvernig frammistaða þeirra verður metin. Þú getur líka vísað í matsblöð eða gefið stutt yfirlit yfir hvaða viðmið eru notuð við mat. Þú skalt tiltaka hvort gefin verður einstaklingseinkunn eða hvort hópvinna verður metin sem ein heild.
Niðurstaða
breytaHér skaltu hafa nokkrar setningar sem draga saman lærdóminn sem fenginn er í þessu viðfangsefni eða lexíu. Þú getur einnig varpað fram spurningum eða sett inn krækjur til að hvetja til frekara náms.
(þessi uppsetning á vefleiðangri er byggð á sniði frá upphafsmanni vefleiðangra Dodge, aðlagað af Salvöru Gissurardóttur)