Reisubók Berlín
Höf. Salvör
Handbók fyrir ferðalanga sem hyggja á för til Berlínar
Berlín er höfuðborg Þýskalands og einnig stærsta borg þess, það eru 4.2 milljónir sem búa í Berlín og kringum Berlín, þar af um 3,4 milljónir innan borgarmarkanna. Borgin er einnig sú næstfjölmennasta innan Evrópusambandsins á eftir London ef miðað er við opinber borgarmörk. Á árunum 1949 til 1990 var borginni skipt í Austur- og Vestur-Berlín.
Berlín stendur við árnar Spree og Havel í norðaustanverðu Þýskalandi og er umlukt sambandslandinu Brandenborg, en borgin sjálf er sjálfstætt sambandsland, eitt af 16 sambandslöndum (Länder) Þýskalands.
Stórir hlutar af Berlín eyðilögðust í seinni heimsstyrjöldinni þannig að