Reikistjörnur
Höfundur: Ragna Sverrisdóttir - Verkefni í námskeiðinu Hönnun námsefnis og stafræn miðlun. Umsjón með námsþætti: Salvör Gissurardóttir
Í sólkerfinu sem við búum í eru átta reikistjörnur. Þessi síða er ætluð sem námsefni fyrir þá sem eru að byrja að kynnast sólkerfinu okkar í skólanum og verður einblínt á þessar fyrrnefndu átta reikistjörnur. Hægt er að finna stutta kynningu á hverri reikistjörnu fyrir sig, stutt krossapróf, opnar spurningar og svo ítarefni.
Innri reikistjörnur
breytaOft hefur sólkerfinu okkar verið skipt í innri reikistjörnur og ytri reikistjörnur. Innri reikistjörnurnar eru Merkúríus, Venus, Jörðin og Mars og hafa það sameiginlegt að vera allar úr bergi og málmum og hafa fast yfirborð.
Merkúríus
breytaMerkúríus er sú reikistjarna sem er næst sólu. Merkúríus fer mun hraðar í kringum sólu en jörðin og er því árið á Merkúríusi aðeins 88 jarðardagar. Merkúríus fer aldrei langt frá sólu en er braut hans næstum þrisvar sinnum minni að þvermáli en braut jarðar. Hann snýst mjög hægt um möndul sinn eða aðeins einn hring á hverjum 59 jarðardögum. Hann snýst því þrjá hringi um möndul sinn um leið og hann fer í tvo hringi í kringum sólu. Þetta gerir það að verkum að sólin er aðeins að koma upp á 176 jarðardaga fresti! Þannig að sú hlið sem snýr að sólu fær nægan tíma til að hitna og sú hlið sem snýr frá henni fær nægan tíma til að kólna. Það getur verið allt að 400°C og niður í -170°C.
Venus
breytaVenus er mjög björt reikistjarna og þegar birtan er sem mest er þetta bjartasti himinhnötturinn fyrir utan sól og tungl. Venus var eitt sinn kölluð tvíburi jarðar vegna þess að hún hefur mjög svipað þvermál, massa og þéttleika. Venus hefur lofthjúp gerðan úr koltvíoxíði sem hefur rauðleitan ljóma. Hitinn á Venus fer allt upp í 480°C sem er jafnvel hærra en á Merkúríusi. Því kemur það kannski ekki á óvart að ekkert vatn hefur fundist enn á Venusi. Venus snýst afar hægt um möndul sinn, aðeins einn hring á 243 jarðdögum.
Jörðin
breytaJörðin er stærst af innri reikistjörnunum en ummál hennar við miðbaug er 40.075 kílómetrar. Rétt eins og aðrar reikistjörnur þá ferðast jörðin í kringum sólina eftir sporbaugsbraut. Um leið og hún er að ferðast í kringum sólina þá snýst hún um möndul sinn en sú hreyfing er kallaður möndulsnúningur. Sá tími sem það tekur jörðina að snúast einn hring í kringum möndul sinn köllum við sólarhring. Sá tími sem það tekur jörðina að fara í kringum sólina er eitt ár. Jörðin hefur árstíðarskipti og hitabreytingar eftir því.
Mars
breytaÁ Mars geysa vindar sem geta farið allt upp í 200 km á klst. Þessir vindar valda því að mikið ryk þyrlast upp og verður himinninn dekkri en vanalega. Mars hefur gashjúp, innihaldsefni hans eru að mestu leyti koltvíoxíð eins og á Venusi en í Mars hjúpnum er líka að finna örlítið magn af nitri, argoni, súrefni og vatnsgufu. Hitinn á Mars fer alveg niður í -143°C og upp í 35°C. Hægt er að finna frosið vatn í jökli í kringum reikistjörnuna en ekkert fljótandi vatn.
Ytri reikistjörnur
breytaSólkerfinu okkar hefur oft verið skipt í innri reikistjörnur og ytri reikistjörnur. Tilheyrandi ytri reikistjörnum eru Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus sem eiga það allar sameiginlegt að vera að mestu úr lofttegundum eða gasi, t.d. vetni, helíumi, vatnsgufu, ammoníaki og metani. Þær hafa ekkert fast yfirborð svo ekki er hægt að lenda þar á geimskipi.
Júpíter
breytaJúpíter er stærsta reikistjarnan í sólkerfinu okkar. Hægt væri að raða 100 jörðum eins og perlufesti í kringum Júpíter. Hann er að mestu gerður úr vetni og helíni, kalt efst í skýjunum en hitnar þegar komið er niður fyrir efstu skýjalögin. Þegar horft er á Júpíter sést ekkert nema ský, enginn hefur séð yfirborð stjörnunnar og kannski hefur hún ekki einu sinni fast yfirborð. Júpíter hefur að minnsta kosti 16 tungl í kringum sig, það stærsta Ganýmedes er jafnvel stærra en reikistjarnan Merkúríus.
Satúrnus
breytaSatúrnus er þekktur fyrir frægu hringina í kringum sig. Þessir hringir eru að mestu gerðir úr ísögnum sem eru mjög misstórar. Eitt sinn var talið að þessir hringir væru þrír en hefur komið í ljós að þeir eru að minnsta kosti sjö, auðkenndir með bókstöfunum A-G. Satúrnus snýst afar hratt um möndul sinn og rétt eins og Júpíter þá virðist hann vera að mestu gerður úr vetnis- og helíngasi. Flest tungl eru að finna á Satúrnus en á nokkurri annarri reikistjörnu í sólkerfi okkar. Stærsta tungl Satúrnusar er Títan.
Úranus
breytaFrá Satúrnus er svo dágóð vegalengd í Úranus, en Úranus er næstum tvöfalt lengra frá sól en Satúrnus. Í útliti sjáum við fyrst að minnsta kosti 17 tungl og blágrænan gashjúp úr metani, helíni og vetni. Þegar við komumst í gegnum þennan gashjúp, þar sem hitinn efst í skýjunum getur farið niður í -210°C, þá komum við að úthafi sem er um 8000 km á dýpt. Í því hafi er hitinn yfir 100°C. Úranus hefur að minnsta kosti 10 hringi sem hafa fundist og eru þeir líklegast úr metanís.
Neptúnus
breytaSvipaður að stærð og massa og Úranus þá er Neptúnus, annar af þessum tvíburarisum, frábrugðinn að því leyti að hann hefur haf úr vatni og fljótandi metani og undir því er bergkjarni. Í skýjunum sem fljóta um í þykkum gashjúpi, úr vetni og helíni, getur hitinn farið niður í -220°C.
Stuttar spurningar
breyta- Hvað eru margar reikistjörnur í sólkerfinu okkar?
- Nefndu reikistjörnurnar í réttri röð frá sólu.
- Hvað er úthaf Úranusar djúpt?
- Hver er stærsta reikistjarnan?
- Í hvaða tvo flokka er reikistjörnunum í sólkerfinu okkar oft skipt?
Hugmyndir að skemmtilegum verkefnum
breyta- Búa til líkan af reikistjörnunum og sólkerfinu úr pappírsafgöngum
- Líma í gólfið reikistjörnurnar í réttum hlutföllum
- Fara í hlutverkaleik þar sem hver nemandi fær hlutverk einnar reikistjörnu
- Skrifa ævintýri Marsbúanna
Krossapróf
breyta
Heimildir
breytaHurd, D., Johnson, S.M., Matthias, G.F., Snyder, E.B., Wright, J.D. (2001). Sól, tungl og stjörnur (Þorsteinn Vilhjálmsson þýddi og staðfærði). Reykjavík: Námsgagnastofnun.
Sævar Helgi Bragason. (2015). Sólkerfið okkar. Stjörnufræðivefurinn.Sótt af: https://www.stjornufraedi.is/alheimurinn/solkerfid-okkar/ þann 10.02.17
Ítarefni
breytaSólkerfið okkar - Stjörnufræðivefurinn
Sólkerfið okkar - Geimurinn
Verk af Skemmunni með efnisorðið "Reikistjörnur" - Skemman
Greinar af Vísindavefnum
breytaHvernig eru plánetur og reikistjörnur skilgreindar?
Hvaða staðreyndir eru til um vatn á Mars?
Af hverju er Venus heitari en Merkúríus þó Merkúríus sé nær sólinni?
Hver eru áhrif Júpíters á jörðina?
Eru norður- og suðurljós á hinum reikistjörnunum sem hafa segulhvolf, til dæmis Júpíter?
Hvað er langt frá jörðinni til Neptúnusar?
Hvað getur þú sagt mér um Neptúnus?
Hvernig er yfirborð Satúrnusar?