Refir
Á þessari síðu má finna helstu upplýsingar um refi og þá sérstaklega um heimskautsrefinn eða fjallarefinn sem finna má á Íslandi. [1]
Almenn einkenni
breytaRefurinn er landspendýr sem talið er að hafa komið til Íslands með hafís frá Grænlandi. Hann er smár miðað við hunda, um 2,5 - 4 kg og 90 cm langur. Heiti karldýrsins er refur eða steggur, kvendýrið kallast tófa eða læða og afkvæmið yrðlingur eða hvolpur. Þegar refurinn gefur frá sér hljóð þá er sagt að hann ýlfri eða gaggar. Hann veiðir sér allskyns smádýr og fugla sér til matar ásamt því að borða ber á haustin. [2]
Heimskautsrefurinn
breytaHeimskautarefur eða fjallarefur, einnig nefndur tófa eða refur á íslensku, er tegund refa af ættkvísl refa (vulpes) sem tilheyrir hundaætt (canidae). Heimskautarefurinn er eina landspendýrið í íslensku dýraríki sem hefur borist til Íslands án aðstoðar manna. Ísbirnir berast með hafís til Íslands nokkrum sinnum á áratug en tilheyra ekki íslensku dýraríki enda enginn varanlegur stofn ísbjarna á landinu. Dýrafræðingar hafa greint ellefu undirtegundir heimskautarefsins en ekki eru allir fræðimenn sammála um þær greiningar. Tófur má finna um allar Norðurslóðir. Tegundin er í útrýmingarhættu í Noregi, Svíþjóð og Finnlandi og á eyjum við austur Síberíu. [3]
Aðlögun að Íslandi
breytaÍslenska tófan er talin hafi komið með hafís frá Grænlandi. Hún hefur aðlagað sér að köldu loftslagi enda býr hún við norðurheimskautsbauginn. Feldurinn er þykkur og má skipta í annars vegar þel þar sem finna má örfín hár sem einangrar húðina frá kulda og hinsvegar vindhár, sem eru lengri hár sem verndar þelina frá m.a. bleytu. Á veturna er feldurinn þykkastur og getur tófan þolið kulda niður í -35°C án þess að það hafi áhrif á líkamshita. Tófan borðar vel á haustin, þ.a.m. ber þannig fituforðin nýtist þegar líða fer á veturinn. Þá notar hún fituforðann til að halda sér hita ef kuldinn fer niður fyrir 35°C. [4]
Hundaætt
breytaHundaætt er ætt spendýra, sem eru kjötætur og alætur. Til hennar teljast hundar, úlfar, sléttuúlfar, sjakalar og refir. Þessi dýr eiga það m.a. sameiginlegt að ganga öll á tánum. [5]
Refaveiðar
breytaVegna þess að hann veiðir sér til matar villta fugla, og á það til að drepa lömb og önnur húsdýr, hafa menn litið á hann sem varg eða keppinaut frá fornu fari og því veitt hann eftir bestu getu. Refur sem liggur á greni er kallaður grendýr en refur sem liggur ekki á greni kallast hlaupadýr. Forðum var leyft - og þótti æskilegt - að drepa þá á hvaða hátt sem var, en í nútímanum gilda reglur, sem m.a. banna vissar aðgerðir við veiðar. [6]
Krossapróf
breyta
Ítarefni
breyta- Íslenski refurinn: Íslensk landspendýr á mms.is
- Vísindavefurinn: Eru til margar tegundir af refum á Íslandi og hverjar eru þær?
- Vísindavefurinn: Hvað verða refir gamlir?
- Vísindavefurinn: Hvað eru yrðlingar stórir við fæðingu?