Pivot point klippiaðferð

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Sigurlaug Ingvarsdóttir.

Þessi wikibooks fjallar um klippiform í pivot point kerfi. Klippiformin eru fjögur : jafn sítt,flái,auknar styttur og jafnar styttur.

Hárgreiðsla í Egyptalandi til forna

Pivot point breyta

Pivot point er klippitækni sem var sett fram 1980. Hún er hugsuð eins og höggmyndalist. Þar sem hugsa þarf um stefnu hársins, mýkt, dýpt, mótun, áferð, lögun, gráður, hraði, náttúrulegt fall, virkni og hönnun. Áður en byrjað er að klippa eru nokkur atriði sem þarf að hafa í huga. Líkamsbygging getur skipt máli þar sem lágvaxnar manneskjur geta virkað enn minni með of sítt hár þar sem líkamsbyggingin er falinn í hári, en hávaxnar virkað minni. Ef hávaxnar manneskjur aftur á móti eru mjög stuttklipptar geta þær virkað grófar og klunnalegar en lávaxnar manneskjur virkað hávaxnari. Þegar hugað er að klippa er mikilvægt að skoða andlitsfall: Kringluleitt andlit er best að klippa asymmetric(ójafna) til að draga úr kringuleita forminu. Einnig fer vel að klippa hárið fyrir neðan kjálkalínu ef hálslengdin bíður upp á það. Langleitt andlit fer best að vera með fyllingu sem brýtur upp löngu línuna. Klassíska Bobblínan eða jafn sítt hár fyrir neðan eyru hentar mjög vel. Kassalaga andlit þarf á hafa mjúkar línur bogadregnar og kringluleitar klippingar til að mýkja skarpar línur. Þríhyrnigslaga eða perulaga andlitsfall þar sem kjálki er áberandi þarf að passa að hafa ekki mikið hár í kringum kjálka heldur draga úr með t.d. fláaklippingu í kringum eyrun til að halda fyllingu á efra svæði höfuðsins. Prófíll er misjafn og þarf að hafa hug á ef fólk er "convex" þá er það nefið sem er mest áberandi þá er best að hafa fyllingu mest í kringum enni kinnar og kjálka. "Concave"(hægt að ímynda sér hálfmána) þá er enni og kjálki mest áberandi. Flott er að hafa léttan topp og hár sem vísar frá andlitinu alls ekki þungan topp það ýkir prófílinn. Hafa þarf í huga hvort manneskjan er með flatan hnakka,eru eyrun útstæð eða of lítil er hálsinn stuttur eða langur,ef axlirnar eru breiðar hentar styttur og v-laga útlína betur en ef axlirnar eru ávalar er skörp lína með fyllingu neðst hentugust. Hárlína og sveipir þarf að skoða áður en hafist er handa. Þessi upptalning er aðeins brot af því sem athuga þarf. Fyrir reyndan hársnyrtir er þetta partur í að horfa á fólk og tekur aðeins augnablik að sjá út.

Jafn sítt breyta

 

Jafnar sítt (Solid form):Hefur bláan lit á verklýsingum.

Hárið er allt klippt út frá einum punkti út frá hönnunarlínunni í náttúrulegu falli hársins. Allt hárið er klippt í 0*. Passa þarf að lyfta ekki hárinu, halda því í 0* og hafa höfuðstöðu eðlilega eða örlítið fram til að koma í veg fyrir flái myndast. Stundum getur líka verið gott að klippa í 0* beint á húðina aftan á hálsinum, kinnum og enni. Mikilvægt er að hafa fingur samsíða því þeir forma línuna. Höfuð er haft í uppréttri eðlilegri stöðu. Ef klippa á krullað hár í solid form verður að notast við aðferð þar sem hver skipting er klippt örlítið síðari en næsta, til að mynda þunga beina línu. Þegar klippt er í kringum eyru þá á ekki að toga hárið yfir eyrun ,heldur að slaka aðeins til að halda náttúrulegu falli hársins. Áferð hársins er sléttur og þung, ögn rúnuð í kantinn. Hægt er að klippa jafn sítt form á marga vegu bara ef haft er í huga náttúrulegt fall hársins og ef tekið er tillit til sveipa og hvirfla.


Flái breyta

 

Flái (Graduated form):Hefur gulan lit á verklýsingum.

Fláa getur maður séð í hári ef það hefur þríhyrningslagað form stutt neðst en svo hleðst hárið í lögum upp á við og myndar 45* horn. Þekkja má fláa á þríhyrndu formi með breiðasta hornið við eyru. Flái hefur tvær áferðir virka og óvirka. Klippt í 45* á alla mögulega vegu á höfðinu. Þekktir eru nokkrar gerðir fláa: samsíða flái, aukinn flái, minnkandi flái og þvingaður flái. Þvingaður flái myndast þegar hárið er klippt blautt og þvingað allt á einn stað. Hönnunarlínan er hreyfanleg eða stöðluð eða sambland af báðum. Fláa er hægt að klippa í nokkrar síddir stutt,millisítt og eða léttan fláa. Hægt er að mýkja kantinn sem kemur stundum þegar flái er klipptur með því að nota oddinn af skærunum. Hárinu er lyft aðeins upp og klippt upp í endana. Fyrsta línan er klippt í 0* síðan er hárinu lyft upp í 45* þannig að það myndast 90* horn. Fingur eru hafðir samsíða hárinu klippt lófa í lófa.


Auknar styttur breyta

 

Auknar styttur(Increase layered form):Hefur rauðan lit á verklýsingum.

Allt dregið að einum punkti,upp eða fram allt eftir hvar áferðin á að vera virkust. Allt hárið er klippt upp í 90* eftir hönnunarlínan. Hægt er að ráða áferð hársins eftir hvar við staðsetjum hönnunarlínuna. Möguleikanir að klippa hár í auknum styttum er margir vegna þess að hægt er að hafa fleiri en eina hönnunarlínu. Ef hárið er allt klippt í auknar er enginn þyngdarpunktur neðst í hárinu þess vegna velja margir að nota jafn sítt form með. Ef allt hárið er dregið að þér færðu bestu mögulegu stöðuna og miklar líkur á að hönnunarlínan sé rétt og fari ekki á flakk. Fingur staðan er klippt inn í lófa við andlit og yfir fingrum á efra svæði höfuðs. Hentugt er að slæsa(renna) skærum við andlit til að fá styttur er þá skærunum rennt frá andliti.


Jafnar styttur breyta

 

Jafnar styttur (Uniform layered form):Hefur grænan lit á verklýsingum.

Þekkja má jafnar syttur á því hversu kringlótt formið er. Áferðin er virk. Allt hárið er klippt jafnt í 90* eftir höfuðformi. Ekki gleyma að fylgja hönnunarsíddinni jafnt yfir allt höfuðið. Ekki má draga skiptingar til heldur er mjög mikilvægt að fylgja hönnunarlínunni yfir allt höfuðið. Formið er því kringlótt samsíða höfuðlagi. Passa þarf þegar klippa á krullað hár að klippa það ekki allt í jafnar styttur nema beðið sé um kringlótt útlit(míkrafón). Og notast aðallega í stutt og milli sítt hár. Fingurstaðan er lófi upp eða niður allt eftir hvort hentar, fingur fylgi höfuðlagi. Oft er gott að leggja litla fingur á höfuðið til að halda fingurstöðu og sídd á hárinu réttri. Ef halda á aðeins þyngd þá er klippt jafn sítt við andlit, eyru og háls.


Verklýsingar breyta

Verklýsingar er mikilvægt að kunna vegna þess að þær eru grunnurinn að skilja Pivot point klippitæknina. Jafnsítt er með bláan lit. Flái er með gulan lit. Auknar eru með rauðan lit og jafnar styttur hafa grænan lit. Litirnir spila mikilvægu lykilhlutverki í að teikna verklýsingu. Í skólanum eru verklýsingar æfðar með því að teikna fyrst verklýsingu og klippa módel eftir henni. Nemendur verða að læra hvernig þætta eigi klippitæknina saman og hvað passar hverju sinni. Rétt eins og smiður fylgir teikningu af húsi til að geta byggt það. Í lokaprófi og í sveinsprófi er þetta eina tækið sem prófdómara hafa til að geta metið prófið. Getur nemandi gert verklýsingu og fylgt henni 100% eftir er það sem farið er yfir og gæði klippingunnar líka.

Krossapróf breyta

Ég bjó til krossapróf sem ég vistaði inn á elggblogginu en hér er tilvísun. Góða skemmtun . [1]próf

Heimildir breyta

Resource Book WRH11A-Cut Hair Learner´s Guide

Ítarefni breyta

  • [2] Iðnskólinn í Hafnarfirði
  • [3] Loreal
  • [4] Matrix
  • [5] Franska hátískan
  • [6] Enska Intecoiffure
  • [7] Pivotpoint
  • [8] Iðan Fræðslusetur