Photo Story 3 í sjö sporum



Inngangur

breyta

Photo Story 3 er myndasöguforrit sem er hægt að hlaða inn á tölvuna ókeypis af netinu. Forritið er frábært til að nota í kennslu ungra barna. Með því geta nemendur búið til sínar eigin myndasögur með texta, tali og hljóði á mjög einfaldan hátt. Sköpunargleði nemenda fær að njóta sín í þessu verkefni.

Markmið

breyta

Markmiðið er að kynna Photo Story forritið fyrir nemendum. Forritið er einfalt og markmiðið með þessu verkefni er að nemendur ná grunntökum á forritinu í sjö einföldum sporum.

Photo Story

breyta

Það er hægt að hlaða Photo Story forritinu niður af heimasíðu Microsoft. [Hér] getur þú nálgast forritið. Það þarf síðan bara að fara í > Download Photo Story 3 og fylgja leiðbeiningum þar.

Verkefni

breyta

Í þessu verkefni munt þú læra á Photo Story 3 um leið og þú býrð til myndasögu að eigin vali. Gott getur verið að ákveða eitthvað þema eins og t.d. blóm, vatn, fjölskylda, vinir eða náttúran.

  • Þú byrjar á því að hlaða forritinu inná tölvuna þína: [Hér]
  • Ef þú tekur myndir af netinu skoðaðu þá grein um höfundarrétt: [Höfundarréttur og Internetið]
  • Ræstu forritið
  • Síðan fylgir þú leiðbeiningunum hér að neðan

Fyrsta sporið

breyta

Byrjaðu á að ræsa forritið. Þá birtist myndin hér að ofan og það fyrsta sem þú þarft að gera er að velja reitin þar sem stendur "Begin a new story" og smellir svo á "next". Ef þú þarft að breyta sögunni eftir að þú hefur vistað hana þá smellir þú á "Edit a project" og ef þig langar að skoða söguna þá smellir þú á "Play a story".


Annað sporið

breyta

Næst ferð þú inn í "import picture" og hleður inn þeim myndum sem þú ætlar að nota í myndasöguna þína. Hvort sem það eru þínar eigin myndir eða myndir sem þú hefur vistað af netinu.


Ef þú vilt vinna eitthvað meira með myndirnar þá getur notað þessa möguleika hér að ofan til að breyta eða laga litina í myndinni, eyða rauðum augum, snúa myndunum til og frá og til að laga myndirnar. En ekki er nauðsynlegt að nota þessa möguleika.


Þriðja sporið

breyta

Í þriðja sporinu setur þú inn texta á myndirnar ef þú villt. Þú getur breytt leturstærð og litum á stöfunum og ráðið því hvar textinn kemur fyrir inn á myndinni. Undir myndinni sérðu möguleikann "Effect", þar getur þú breytt áferð myndarinnar t.d. með því að gera hana svart hvíta eða látið hana líta út eins og málverk svo dæmi nefnd. Endilega prófa sig áfram :).


Fjórða sporið

breyta

Í fjórða sporinu gefst þér möguleikinn á því að taka upp tal. Þú getur búið til einhverja sögu og tekið hana upp og látið hana spilast með myndasögunni. Undir myndinni sérðu mögleikan "Customize motion" en fjallað verður nánar um hann í næsta spori.

Fimmta sporið

breyta

Hérna getur þú ráðið því hvernig myndin kemur og fer inn á skjáinn. Til þess að gera það verður þú að haka í reitinn í vinstra horninu uppi. Einnig getur þú stjórnað því hversu lengi myndin er inni í einu með því að haka í reitinn neðst í vinstra horni.

Sjötta sporið

breyta

Í sjötta sporinu er komið að því að setja inn tónlist við myndasöguna, það er að segja ef þið ákveðið að hafa tónlist með. Hér eru tveir möguleikar, fyrst þá geturu smellt á "Select music" og valið hvaða lag sem þú hefur vistað inn á tölvunni þinni. Einnig geturu smellt á "Craete music" og búið til þína eigin tónlist með þeim möguleikum sem boðið er upp á. Ef þú hefur valið lag en ert síðan ekki sátt/ur þá smellir þú á reitin merktan "Delete music". Til þess að sjá útkomuna áður en þú vistar verkefnið þá smellir þú á hnappin merktan "Preview" og birtist þá myndasagan og ef þú sérð eitthvað sem þér líkar ekki þá getur þú alltaf breytt með því að fara til baka ("Back" hnappurinn).

Sjöunda sporið

breyta

Nú er komið að lokasporinu í að búa til myndasöguna. Fyrsta sem þú þarft að gera er að vista verkefnið með því að smella á "Save project" og er það mjög mikilvægt ef þú ætlar að vinna aftur með söguna t.d. breyta myndaröðinni eða skipta um tónlist. Þú velur það svæði þar sem þú villt að myndasagan vistist og gefur verkefninu heiti.

Til að vista söguna þannig að þú getir spilað hana í tölvunni þinni t.d. í Windows Media Player í velur þú "Browse" velur hvar þú villt vista verkefnið og gefur því heiti. Þegar þetta allt er komið þá velur þú "Next" og myndasagan vistast og að því loknu kemur forsíðan upp aftur og býður þér upp á að skoða myndasöguna "View a story". Þá ætti allt að vera komið, gangi ykkur vel :).


Tenglar

breyta

Inn á flickr.com , google.is og commons getur þú fundið myndir en þú verður að muna að sumar myndir er bundnar höfundarrétti. Upplýsingar um Photo Story 3 á heimasíðu Microsoft: Hér

Höfundar

breyta

Hanna Skúladóttir / Nemi í KHÍ

Ólöf Birna Björnsdóttir / Nemi í KHÍ