Pablo Picasso

Inngangur

breyta

Höfundur: Svanhvít Friðriksdóttir
Þessi wikibók er hugsuð fyrir nemendur á efsta stigi í grunnskóla í tengslum við listasögu. í þessari wikibók er farið í grófum dráttum yfir magnaða ævi og feril listmálarans Pablo Picasso og þau skeið sem hann þróaði list sína í gegnum eru reifuð. Einnig er að finna krossaspurningar, opnar spurningar og tenglar á ítarefni. mjámjá

 

Pablo Picasso

breyta

Pablo Picasso (25. október 1881 – 8. apríl 1973) var einn af frægustu listmálurum og myndhöggvurum 20. aldar og hefur haft mikil áhrif á listasöguna.

Æskuár Pablo Picasso

breyta
 
Pablo Picasso með systir sinni Lolu, 1889

Pablo Picasso fæddist í Malaga á suðurströnd Spánar árið 1881. Hann var mjög hæfileikaríkur málari allt frá unga aldri. Þegar Picasso var þrettán ára taldi faðir hans Don José sem einnig var málari að drengurinn væri orðin það fær að nú væri komin sá tími að hann hætti að mála og sonur hans tæki við. Í Malaga bjó fjölskyldan við kröpp kjör og átti Don José erfitt með að framfleyta fjölskyldunni eftir að dætur þeirra hjóna fæddust. Fjölskyldan flutti til La Coruña þegar Don José fékk teiknikennarastöðu við menntaskóla í bænum. Þetta gaf Pablo Picasso tækifæri á að vera öllum stundum að mála og teikna undir leiðsögn. Don José fékk síðar stöðu við myndlistaskólann í Barcelona og fluttist þangað einn því fyrst um sinn var fjölskyldan eftir í La Coruña svo Pablo gæti klárað skólaárið. Fjölskyldan flutti svo til Barselóna þar sem Picasso fékk að taka inntökupróf í myndlistakóla og sáu kennarar að þarna væri undrabarn á ferð. Faðir hans fylgdist með framförum Picasso og jafnframt leigði vinnustofu fyrir hann þar sem Picasso gat unnið í friði að verkum sínum. Þegar Picasso var 16 ára flutti hann til Madríd þar sem hann tók próf inn í Konunglegu akademíuna en sá fljótt að hans eiginlegu lærimeistarar voru ekki við skólann heldur málarar listaverka á Prado-safninu. Picasso bjó um tíma í Madríd og var í fyrsta sinn peningalaus og átti lítið sem ekkert fyrir mat. Hann var þó ánægður með frelsið og vann hart að sinni list þar til hann fékk skarlatssótt og flutti aftur til Barselóna reynslunni ríkari. Um 19 ára aldur flutti Picasso til Parísar og kynntist öðrum listamönnum. Hann eyddi svo stærstum hluta ævinnar við listir í Frakklandi. Picasso er listamaður sem þróaði sína list í gegnum nokkur skeið. Þau skeið mætti gróflega flokka niður í:

Bláa skeiðið 1901-1904

breyta

Á þessu tímabili málaði Picasso myndir af fátækt, betlurum, vændiskonum og döpru fólki og voru myndirnar í bláum tónum. Bláu litatónarnir og myndefnið lýstu hans eigin aðstæðum og þjóðfélagsins.

Bleika skeiðið 1904-1906

breyta

Picasso bjó á þessum árum í París og náði frönsk lífsgleði að hafa áhrif á hann og fór hann þá að mála í rósrauðum litum þó svo blái liturinn var enn sem undirtónn. Myndefnið varð einnig léttara og lék hann sér mikið að því að mála sirkusfólk og harlekín (e.harlequin) en hann var tíður gestur í Médrano-sikusnum.

Kúbismi 1909-1919

breyta
 
Pablo Picasso, sumarið 1912

Picasso var einn af upphafsmönnum Kúbismans. Kúbismi leggur áherslu á einföld geómetrísk form þar sem þau fá að lifa eigin lífi. Kúbismi er ekki í anda natúralisma og reynir ekki að fanga viðfangsefnið nákvæmlega eins og augað sér heldur út frá formunum og er því á mörkum abstraktsins. Kúbismi fékk nafn sitt út frá þessari notkun á geómetrískum formum. Í upphafi Kúbismans voru form eins og mannslíkaminn tekin og endurbyggð á myndfletinum, einnig var hægt að sjá að Picasso var undir áhrifum frá frumstæðri menningu eins og afrískri list. Einnig voru formin gerð meira áberandi með litavali. Á seinni árum Kúbismans var meira frelsi en í upphafi hans og kom það fram í litríkari og ríkulegri myndum. Ef skoðaðar eru myndir frá tíma Kúbismans eftir Picasso þá er vel hægt að sjá hvernig hann nýtir sér það sem hann sér og brýtur það niður í geometrísk form. Fyrsta mynd Kúbismann heitir Stúlkurnar frá Avignon sem er talið vera eitt af fyrstu meistaraverkum Picasso, notast hann mikið við hyrnd form ásamt skörpum og skerandi línum sem eru ráðandi í myndinni og augað fer frá einu hyrndu formi yfir í það næsta. Picasso málaði einnig það sem hann vissi og þekkti en ekki bara það sem hann sá. Hann málaði þó nokkrar andlitsmyndir og þar er hægt að sjá bæði framan á andlitið og hliðarsvipinn. Annað augað snýr þá fram en hitt frá hlið og svo framvegis. Hann nýtti sér einnig andstæða liti til að skapa meira líf í andlitin, til að mynda í augnsvipinn.

Nýklassík og Súrrealismi

breyta

Picasso fór að mála í anda Nýklassík en sú stefna lagði áherslu á einfaldleikan og hreina fegurð og var innblásturinn komin frá grískri og rómverskri klassískri list. Innblástur Picasso þegar kom að Nýklassík kom hvað mest frá ferðalagi hans til Rómar, áhuga hans á mannslíkamanum og frá Olgu Khokhlovu tilvonandi konu Picasso. Hann hélt þó áfram að gera tilraunir í myndum sínum þar sem hann flatti út form og raskaði umhverfinu og fljótlega fóru myndir hans að einkennast af súrrealískum stíl. Ein af frægustu myndunum hans í þeim stíl er myndin Guernica sem er eitt af meistaraverkum Picasso þar sem hann fjallar um stríð og loftárásir á smábæinn Guernica.

Seinustu ár Picasso

breyta

Picasso var mjög virkur á sínum seinustu árum og hélt uppi sama vinnuhraða og hann hafði gert á árum áður. Hann einbeitti sér að aðalatriðunum og vann verkin sín í blöndu af þeim stílum sem hann hafði unnið í gegnum ævina. Hann gerði stærri höggmyndir, vann með endurtekningu og gerði litríkari myndir. Árið 1972 gerði Picasso síðustu sjálfsmyndina sína og fannst honum hún vera ólík öllum öðru sem hann hafði gert en sagt er að þar hafi hann verið að mála dauðann. Hann lést svo tæpu ári síðar.

Krossaspurningar

breyta

1 Hvar á Spáni fæddist Pablo Picasso?

Sevilla
Madrid
Barcelona
Malaga

2 Hvað gerði Don José þegar hann sá hversu flinkur sonur hans var orðinn þegar Picasso var 13 ára?

Hætti að mála
Bannaði Picasso að mála fleiri myndir.
Sendi Picasso í myndlistaskóla til Hollands
Reddaði Picasso vinnu í myndlistaskóla

3 Picasso var upphafsmaður _____________

Kúbismans
Súrrealismans
Nýklassík
Impressjónisma


Spurningar

breyta
  1. Af hverju valdi Picasso að nota bláan lit sem einkennandi tón í myndum sínum á Bláa skeiðinu?
  2. Af hverju ætli Picasso hafi valið að teikna það sem hann vissi en ekki bara það sem hann sá?

Tenglar á verkefni tengd Picasso og/eða þeim skeiðum sem list hans þróaðist í gegnum

breyta

Heimildir

breyta

Ítarefni

breyta