Uppsetning breyta

Þar sem PHP er forritunarmál sem keyrt er á vefþjóni er möguleiki á að þú þurfir að eyða smá tíma í uppsetningu á vefþjóni til að geta hannað og keyrt forritin sem þú skrifar. Sem betur fer er PHP nokkuð auðveldar í uppsetningu en til dæmis J2EE, en þú ættir samt að vera aðeins að þér í uppsetningu á hinum ýmsu "bragðtegundum" af uppsetningum á PHP, vefþjónum og gagnagrunnum (oftast MySQL). Hér fyrir neðan mun ég kynna fyrir þér þau skref sem þú þarft til að geta sett upp PHP þróunarumhverfi með MySQL gagnagrunni.

Linux breyta

Ef að tölvan þín er að keyra Linux eru töluverðir möguleikar á því að Apache (vefþjónninn), PHP og MySQL séu núþegar uppsettir fyrir þig. Þessi mjög svo vinsæla samþætting er mjög oft kölluð LAMP (e. Linux Apache MySQL PHP). Ef einhverjir af þessum hlutum eru ekki til staðar er líklegt að þú þurfir að setja upp handvirkt eftirfarandi pakka:

  • Apache eða Lighttpd
  • PHP
  • MySQL eða Postgres
  • Gagnagrunnsviðbót fyrir PHP

Debian eða skyld stýrikerfi breyta

Á Debian eða skyldum stýrikerfum (Ubuntu meðtalið) getur þú notað eftirfarandi skipanir:

apt-get install php5

## Vefþjónn
#### Ef þú vilt nota Apache
apt-get install apache2 libapache2-mod-php5
a2enmod php5
service apache2 restart
## -eða-
#### Ef þú vilt nota Lighttpd
apt-get install lighttpd php5-cgi
lighttpd-enable-mod fastcgi fastcgi-php
service lighttpd restart

## Gagnagrunnur
#### Ef þú vilt nota Postgres
apt-get install postgres-server    postgres-client    php5-pg
## -eða-
#### Ef þú vilt nota MySQL
apt-get install mysql-server       mysql-client       php5-mysql

Snið:Note Ef þú velur að nota Ubuntu með Apache og MySQL væri sniðugt fyrir þig að kíkja á samfélagssíðuna fyrir slíka uppsetningu: ubuntu lamp wiki.

Gentoo breyta

Fyrir þá sem keyra Gentoo Linux þá hefur gentoo-wiki síðan þessar upplýsingar um uppsetninguna:Apache2 with PHP and MySQL.

Í grunninn er þetta það sem þú vilt gera undir Gentoo:

emerge apache
emerge mysql
emerge mod_php

RPM-based breyta

Uppsetningarnar eru mismunandi eftir því hvaða Linux útgáfu þú ert að keyra. T.d. á Fedora kerfi eru skipanirnar nokkurnvegin svona:

yum install httpd
yum install php
yum install mysql
yum install php-mysql

Það er eiginlega algjörlega útilokað að tækla allar útgáfurnar hér, þannig að ef þú ert að keyra aðra útgáfu af Linux en nefnd er hér fyrir ofan skaltu grípa í handbókina eða góðan vin til að aðstoða þig.

Ein mjög góð leið til að fá PHP til að "fara í gang" á *nix tölvu er að þýða það beint frá frumkóðanum. Það er ekki eins erfitt og það hljómar og það eru góðar leiðbeiningar í PHP handbókinni.

Windows breyta

PHP á Windows er einnig mjög vinsæll valkostur. Á Windows tölvu þarftu annað hvort að nota Apache vefþjóninn, sem er ókeypis eða hinn innbyggða Internet Information Services (IIS) vefþjón frá Microsoft sem hægt er að setja upp beint frá uppsetningadiskinum. Þegar þú hefur sett upp annan af þessum vefþjónum getur þú sótt nýjustu útgáfu af PHP hér: PHP download page. Uppsetningarútgáfan krefst minni athygli frá notandanum.

Gagnagrunnar breyta

Á Microsoft Windows muntu alltaf þurfa að setja upp þinn eigin gagnagrunn. Tveir mjög vinsælir valkostir eru opni hugbúnaðurinn Postgres og MySQL. Leyfismál á Postgres eru mun fjálsari og er t.d. ókeypis í notkun í viðskiptalegum tilgangi.

Postgresql breyta

Upprunalegu Zend upplýsingarnar: http://us.php.net/pgsql

Postgres er einfaldur og auðveldur í uppsetningu. Aðeins þarf að beina vafranum að http://www.postgresql.org/ftp/binary/v8.3.0/win32/, sækja skrána og tvísmella svo á hana.

MySQL breyta

Upprunalegu MySQL upplýsingarnar: http://us.php.net/mysql

Þú sækir Windows útgáfuna af MySQL og fylgir uppsetningarleiðbeiningunum. Síðan þarftu að fara inn í möppuna sem PHP er sett upp í og fjarlægja semikommuna í byrjun línunnar sem er hér fyrir neðan.

  ;extension=php_mysql.dll

Samsettir pakkar breyta

Ef þér finnst allt hérna fyrir ofan vera of mikið mál þá er til annar möguleiki. Með öryggið og einfaldleikann að leiðarljósi hafa verið útbúnir nokkrir AMP pakkar þeim dreift á netinu. AMP stendur að sjálfsögðu fyrir Apache/MySQL/PHP. Mér persónulega finnst alltaf best að nota XAMPP þjónustuna (XAMPP for Windows) en ein útgáfan af henni býður þér upp á að setja upp svokallaðan USB pakka, en hann gerir þér kleift að setja upp allt kerfið án þess að "setja neitt upp". Þ.e. forritin keyra ein og sér, og ef þú vilt ekki lengur vera með þessar þjónustur uppsettar er nóg að henda út möppunni og allt er farið af tölvunni.

Einnig er til pakki sem heitir WAMPserver. Hann einfaldlega setur upp Apache, PHP and MySQL á Windows tölvu án vandamála. http://www.wampserver.com/en/

PHP þróunarumhverfi breyta

Hvaða ritill sem er dugir en ég mæli samt sterklega með einhverjum sem getur litað kóðann, sérstaklega ef þú hefur lítið forritað áður, sérstaklega í PHP. Notepad++ er mjög vinsæll ritill þar sem hann er einfaldur í notkun og hægt er að fella saman hluta af textanum. Til að setja upp Notepad++ þarf að sækja skrána hér: http://notepad-plus.sourceforge.net/uk/site.htm

Ef þú vilt skoða þróaðri pakka (e. IDE) mæli ég sterklega með þróunartólinu Eclipse

Prófun á uppsetningu breyta

Hér er forritsstubbur til að prófa uppsetninguna.

  1. Þú þarft að setja þessa skrá inn í möppuna "C:\htdocs" (eða þar sem þú settir upp Apache). Skýrðu skrána prufa.php
  2. Þú getur búið til og breytt "test.php" með Notepad++. Settu eftirfarandi í skrána:
<!DOCTYPE html>
<html>
<head>
<meta http-equiv="Content-Type" content="text/html;charset=utf-8" />
<title>Prufusíða</title>
</head>
<body>
<?php
  $string = 'Halló heimur! <br/>';
  echo $string;
  
  print $string;
  
  printf('%s', $string);  
?>
</body>
</html>
  1. Vistaðu skrána
  2. Opnaðu vefslóðina "http://localhost/prufa.php" í vafra til að birta síðuna. Þú ættir að sjá:

Halló heimur!
Halló heimur!
Halló heimur!

Mac OS X breyta

Apache er þegar uppsett á Mac OS X og eina sem þarf að gera er að haka í boxið 'Personal Web Sharing' í Sharing hlutanum í System Preferences. Þegar því er lokið getur þú sett skrár í möppuna /Library/WebServer/Documents til að fá aðgang að þeim. Mac OS X kemur einnig með PHP uppsettu en það er frekar takmörkuð útgáfa og því best að setja PHP upp sjálf(ur). Þú getur gert það með því að fylgja þessum einföldu leiðbeiningum frá Apple.

Til að setja upp MySQL er nóg að sækja og setja upp OS X uppsetningapakka or use XAMPP fyrir MacOS X.

Hvernig veit ég að uppsetningin hefur tekist? breyta

Þegar þú hefur sett hugbúnaðinn upp á stýrikerfið sem þú ert að nota er lag að skrifa sitt fyrsta PHP forrit. Það er reyndar ekki mjög flókið, aðeins ein lína. En það forrit er ansi öflugt, því ef allt er rétt sett upp mun birtast upplýsingasíða um það sem PHP hefur aðgang að. Settu þessa línu inn í skjalið prufa.php og vistaðu inni í möppunni sem keyrir htdocs eða sambærilegt:

 <?php phpinfo(); ?>

Beindu vafranum að http://localhost/prufa.php, or http://your-web-hosting-server.com/prufa.php (ef þú ert að nota vefþjónustu) og skoðaðu það sem birtist á skjánum.

Skrunaðu niður skjalið og gakktu úr skugga um að þar sé tafla sem hefur titilinn "mysql" og að í efstu röðinni sé: "MySQL support: enabled". Ef þessi lína er ekki á síðunni er MySQL stuðningurinn ekki fyrir hendi í PHP. Þetta segir samt ekki til um hvort MySQL þjónninn sé í gangi eða ekki, til þess þarftu að nota einhvern MySQL biðlarahugbúnað.