Vefleiðangrar/Hitler og Stalín

(Endurbeint frá Notandi:Eydis)

Af hverju var þessi vefleiðangur gerður?

Ég er nemi í diplómanámi í kennslufræði við HÍ námsveturinn 2006-2007. Ég kynntist hugtakinu um vefleiðangur í námskeiðinu 10.53.71 Upplýsingatækni í skólastarfi og ákvað að nýta það fyrir æfingakennsluna mína í MK.

Fyrir hvaða nemendahóp er verkefnið miðað?

Í æfingakennslunni fékk ég að útbúa verkefni fyrir nemendur í SAG203 út frá köflum í Íslands- og mannkynssögu NB II um Hitler og Stalín. Þegar ég var að hugleiða nálgun á efnið datt mér í hug að sniðugt væri að taka fyrir tákn og táknmyndanotkun til að bera saman aðferðafræði Hitlers og Stalíns. Þegar ég kynntist svo vefleiðöngrum fannst mér tilvalið að nota það sem form og valdi þá áróður sem útgangspunkt.

Hver eru markmiðin?

Aðalmarkmiðið er það að þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun. Þetta er gert með því að láta nemendur bera saman aðferðafræði Hitlers og Stalíns. Ætlunin er sú að nemendur skoði samfélagið sem aðferðafræði leiðtoganna tilheyrði og setji það í samhengi við nútímann. Þá eru nemendur einnig kynntir fyrir spurningum sem skipta miklu máli í greiningu á áróðri.

Hvert er ferlið?

Nemendur fara í gegnum vefleiðangurinn skref fyrir skref.
  -   Fyrst þurfa þeir að skoða tengla og velja veggmyndir.
  -   Greiningarspurningar fyrir áróður eru uppbygging sem nemendur geta unnið eftir.
  -   Nemendur þurfa svo að skoða uppgefna tengla og námsbókina í heimildaleit.
  -   Nemendur þurfa að lokum að nota þekkingu sína með því að búa til veggmynd.
      +   Til þess þurfa þeir að skapa heilsteypta hugmyndafræði.

Hvað þurfa nemendur?

  -   Aðgang að tölvu með internettengingu.
  -   Íslands- og mannkynssögu NB II.
  -   Vefleiðangurinn sjálfan - en þar má finna allar upplýsingar sem þarf til að leysa verkefnið
  -   Ritvinnsluforrit til að vinna greinargerðirnar í, t.d. Word.
  -   Forrit til að vinna eigin veggmynd í, t.d. Photoshop, Paint eða Word.

Leiðarlok

Þegar nemendur eru búnir að klára verkefnið eiga þeir að hafa:
  -   fræðst um Hitler og Stalín.
  -   notað kennslubókina.
  -   þjálfast í gagnrýnni hugsun og áróðursrýni.
  -   notað þekkingu sína til að skapa nýja afurð.




Áróður - Hvaða máli skiptir hann?


Hvað á ég að gera?

Skoða áróðursveggspjöld og greina þau út frá tilgangi, hugmyndafræði, notkun tákna og fleira. Eftir það ættir þú að vera komin(n) með vissan skilning og þekkingu á áróðri sem þú átt að nota til þess að búa til þitt eigið áróðursveggspjald.

Hvað er áróður?

Áróður er meðvituð og markviss tilraun til að móta skynjun einstaklinga og stjórnast með hugsun þeirra í þeim tilgangi að fá frá þeim viðbrögð eða hegðun sem fellur að markmiðum þess sem beitir áróðrinum. Þegar greina á áróður er mikilvægt að skoða hver tilgangur áróðursins er.

1. Veldu þér eina Stalín veggmynd og eina Hitler veggmynd.

Stalín veggmyndir
  -  International Poster Gallery Online.
  -  Stalin Era Posters.
  -  Russian Posters 1914-1953.

Hitler veggmyndir
  -  Propaganda Posters.
  -  Propaganda Postcards.
  -  Nazi Posters 1933-1945.


2. Berðu veggmyndirnar saman og gerðu áróðursgreiningu.

Notaðu greiningarspurningarnar í rökstuðningi þínum. Notaðu líka a.m.k. eina grein úr tenglasafni. Hafðu a.m.k. eina tilvísun í skólabókina.

Lengd: Alls ekki minna en 200 orð.
Sjá dæmi " hér.


1. Búðu til þitt eigið áróðursveggspjald. Það má vera um hvað sem er!
Veggspjaldið gæti t.d. verið:

  • Hluti af auglýsingarherferð fyrir ímyndað/raunverulegt fyrirtæki.
  • Hluti af áróðursherferð einhverra stjórnvalda í ímynduðu/raunverulegu stríði.
  • Áróður einhverra ímyndaðra/raunverulegra: samtaka, vinahóps, stjórnmálafélags, hagsmunahópa, o.s.frv.
  • Miðað við veruleika einhverrar kvikmyndar/bókar/lags. Dæmi: Áróðursveggmynd Gandalfs gegn Sarúman sem hann límir á tré og klettaveggi víða um Miðgarð.
  • Eitthvað annað, svo lengi sem það er innan skynsamlegra marka og þú telur það eiga heima innan þessa verkefnis. (Hafðu samt samband og fáðu samþykki fyrir því ef það fellur ekki undir fyrstu fjóra flokkana!)


2. Skrifaðu greinargerð um áróðursveggspjaldið þitt.

  • Lýstu veggspjaldinu og hvaða tilgangi það þjónar.
  • Gerðu grein fyrir þeim táknum sem þú notast við og hugmyndafræðinni á bak við veggspjaldið.
  • Mikilvægt er að þú gerir grein fyrir því hvaða markmiðum veggspjaldið á að ná!
  • Í rökstuðningi þínum skaltu styðjast við greiningarspurningarnar. Hafðu í huga að lýsa samhengi, umhverfi, ábyrgðaraðilum og öðru út frá þemanu sem þú valdir í lið 1 (hvort sem það var ímyndað eða raunverulegt).
  • Lengd: Alls ekki minna en 200 orð.


Hver var tilgangurinn með þessu? Höfum við lært eitthvað?

Auglýsingar og áróður eru gríðarlega stór hluti af okkar menningu og þ.a.l. er mikilvægt að vera „áróðurlæs“, þótt ekki væri nema bara til þess að vera meðvitaðari um heimildagildi þeirra upplýsinga sem flæðir um allt.
Áróður miðast við að einhver aðili/stofnun/o.s.frv. stjórnist með hagsmuni einstaklingsins. Ef þú ert ekki áróðurlæs þá ertu ekki fær um að meta þína eigin hagsmuni í því sem er að gerast í samfélaginu hverju sinni.