Nancy Drew
Nancy Drew
breytaNancy Drew er sögupersóna í bókum eftir Carolyn Keene. Hún er unglingsstúlka sem býr með föður sínum sem er málflutningsmaður. Málflutningsmaður er það sem við köllum í dag lögfræðingur. Nancy ákveður að hjálpa föður sínum að leysa þau mál sem hann er að fást við, oft með betri árangri en hann sjálfur. Hún er vel gefin og ákaflega forvitin. Hún leysir hin ótrúlegustu mál og fær hjálp við það hjá félögum sínu. Bækurnar komu fyrst út í Ameríku í kringum 1930 en fyrsta bókin sem þýdd var á íslensku kom út 1963. Bækurnar komu út undir höfundarnafninu Carolyn Keene en það er höfundarnafn sem margir rithöfundar stóðu á bak við. Það voru því margir rithöfundar sem skrifuðu bækurnar undir þessu dulnefni. Upphaflegur bækurnar urðu 56 og af þeim hafa 36 titlar verið gegnir út.
Einkalíf Nancy
breytaNancy er 16 - 18 ára í bókunum og eins og fyrr segir þá býr hún ein með föður sínum, móðir hennar er látin, hún lést þegar Nancy var 10 ára. Hjá þeim á heimilinu býr líka Hanna sem er ráðskonan þeirra. Hún hefur lokið skólanámi og tekur þátt í vinnu föður síns sem lögmanns. Hann fær hjálp hjá henni við að leysa mál sem berast til hans og oftar en ekki er það hún sem verður til þess að þessar dularfullu gátur leysast fyrir rest. Nancy ekur um á flottum bíl sem við mundum í dag kalla fornbíl en það er bíll af tegundinni.......og er blár blæjubíll. Nancy á tvær góðar vinkonur þær Bess og Georgíu. Bess hefur áhuga á leiklist og tísku. Hún er ljóshærð með blá augu og á í erfiðleikum með þyngdina. Georgía er frænka Bess. Hún er strákaleg og hefur áhuga á íþróttum. Nancy á kærasta sem heitir Ned Nickerson og er með dökkt þykkt hár. Hann er mikill íþróttamaður og leggur stund á hinar ýmsu íþróttagreinar.
Persónulýsing
breytaNancy er ljóshærð og hávaxinn. Hún er skörp og fljót að hugsa. Hún verður aldrei hrædd eða taugaóstyrk og býr yfir miklum skipulagshæfileikum sem hjálpa henni að leysa flóknar gátur.