Námsefni/Vatn, ár og höf

Almennt um vatn breyta

Vatnið er lífsnauðsynleg auðlind og eitt allra mikilvægasta efni jarðar. Um 75% jarðar er vatn en aðeins um 1% af þessu vatni er drykkjarhæft. Dýr, plöntur og menn eru háð vatni og góð lífskjör byggjast á því að nóg sé af vatni. Um 70 % af líkamanum er vatn. Það er vatn í mjög mörgum líffærum til dæmis, augunum, nefinu, nýranum, vöðvunum , húðinni og hálsinum. Þess vegna er nauðsynlegt að drekka mikið til að endurnýja byrðirnar af vatni. Við eyðum vatninu nefnilega mjög hratt. Augun eyða mjög miklu vatni af því að í hvert skipti sem við blikkum og grátum þá fara nokkrir dropar til að væta augun.


Hringrás vatnsins breyta

Vatn er í stöðugri hringrás frá hafi til lofthjúps. Vatnið gufar upp af landi og sjó, og berst upp í lofthjúpinn þar sem það þéttist og fellur síðan aftur til jarðar sem rigning. Og þar rennur vatnið siðan aftur út í sjó og gufar upp.


Íslenskt vatn - best í heimi? breyta

Vatn úr lindum og grunnvatnssævum er yfirleitt gerla- og efnasnautt og það er því hæft til neyslu. En vegna þess hve vatnið er efnasnautt er sýrustig vatnsins fremur óstöðugt og það getur fúlna frekar hratt ef það er geymt opið.


Verkefni breyta

Skoðið þennan vef Krossapróf með spurningum um vatn. Leytið líka svara á vefnum sem vísað er í að ofan.