Mengun
(ATH að þessi síða er í vinnslu)
Hér má fræða sig um ymislegt tengt mengun og helstu skilgreiningar mengunar.
Með mengun er átt við tilvist eða innkomu efna eða þátta í umhverfinu sem valda skaða eða óþægindum fyrir lífverur eða náttúruna. Mengun getur verið margskonar, þar á meðal loftmengun, vatnsmengun, jarðvegsmengun, hávaðamengun, ljósmengun og geislavirk mengun.
Dæmi um mengunarefni eru efni, svo sem skordýraeitur og áburður; svifryk, svo sem reyk og ryk; gróðurhúsalofttegundir, svo sem koltvísýringur og metan; og líffræðileg aðskotaefni, svo sem bakteríur og veirur. Þessi mengunarefni geta haft margvísleg skaðleg áhrif, þar á meðal öndunarvandamál, skemmdir á uppskeru og tap á lífbreytileika á náttúrulegum búsvæðum sem og loftslagsbreytingar.
Athafnir manna, eins og iðnaðarferlar, samgöngur og landbúnaður, eru helstu uppsprettur mengunar. Hins vegar geta náttúruviðburðir, eins og eldgos og skógareldar einnig stuðlað að mengun.[1]
Loftmengun
breytaLoftmengun getur verið margvísleg og kemur aðallega frá mannvirkjum en hún getur líka verið náttúruleg, svo sem við eldsvoða og eldgos. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir loftmengun sem eitt helsta umhverfisvandamál nútímans. Samkvæmt mati samtakanna má rekja allt að 7 milljónir dauðsfalla í heiminum á ári til loftmengunar og er talið að flest þeirra stafi af fínu svifryki. Þessar tegundir loftmengunar hér að neðan eru notaðar sem umhverfisvísar um gæði andrúmsloftsins á Íslandi.
Svifryk er loftborin mengun sem kemur fyrir sem vökvi eða í föstu formi. Svona litlar agnir verða helst til við bruna, til dæmis sót, eða vegna þess að efni þéttast, til dæmis brennisteinn, köfnunarefnissambönd og lífræn efni. Svifryk sem er minna en 1 µm í þvermál helst svífandi í loftinu og berst með vindstraumum eins auðveldlega og gastegundir. Svifryk er helsta tegund loftmengunar á Íslandi.
Köfnunarefnisoxíð (NOx) er samheiti yfir köfnunarefnissamböndin NO2 (köfnunarefnisdíoxíð) og NO (köfnunarefnisoxíð).
Brennisteinsvetni (H2S) er litlaus gastegund með lykt sem flestir Íslendingar þekkja sem „hveralykt“.
Brennisteinsdíoxíð (SO2) er Gastegund með ramma lykt. Efnið var eitt helsta loftmengunarefnið sem losnaði úr eldgosinu í Holuhrauni árin 2014 til 2015.
Óson (O3) er Ljósblá gastegund sem lyktar líkt og klór. Óson myndast í andrúmslofti þegar önnur mengunarefni eins og NOx og rokgjörn lífræn efnasambönd hvarfast saman. Óson þarfnast hita og sól til að myndast og er þess vegna mjög sjálfgæft á Íslandi.
Kolmónoxíð (CO) er lyktar-, bragð- og litlaus gastegund sem er eitruð þar sem hún binst rauðum blóðkornum og hindrar upptöku súrefnis í blóði.[2]
-
Svifryksmengun þegar er verið að bora eftir vatni.
Vatnsmengun
breyta
Vatnsmengun er mengun vatna og sjós yfirleitt vegna athafna manna, þannig að hún hefur neikvæð áhrif á notkun þess. Um er að ræða vötn, ár, höf, vatnslög, uppistöðulón og grunnvatn. Vatnsmengun verður þegar mengunarefni blandast þessum vatnshlotum. Aðskotaefni geta komið frá einum af fjórum meginuppsprettum: skólplosun, iðnaðarstarfsemi, landbúnaðarstarfsemi og afrennsli í þéttbýli. Vatnsmengun er annað hvort yfirborðsvatnsmengun eða grunnvatnsmengun. Þessi tegund mengunar getur leitt til margra vandamála, svo sem niðurbrots vistkerfa í vatni eða útbreiðslu sjúkdóma þegar fólk notar mengað vatn til drykkjar eða áveitu. Annað vandamál er að vatnsmengun dregur úr vistkerfaþjónustunni sem vatnsauðlindin myndi annars veita.
Það eru margar mismunandi tegundir vatnsmengunar, þar á meðal:
Efnamengun: Þetta á sér stað þegar skaðleg efni, svo sem skordýraeitur, áburður og iðnaðarúrgangur, berast út í vatnshlot.
Líffræðileg mengun: Þetta á sér stað þegar bakteríur, vírusar og aðrar örverur eru settar inn í vatnshlot, oft í gegnum óhreinsað skólp.
Líkamleg mengun: Þetta á sér stað þegar fastur úrgangur, svo sem plast, málmar og annað rusl, safnast fyrir í vatnshlotum.
Hitamengun: Þetta á sér stað þegar hitastig vatnshlota er hækkað við athafnir manna, svo sem losun á upphituðu vatni frá iðnaðarferlum.
Áhrif vatnsmengunar geta verið alvarleg og mengað vatn getur verið óöruggt til manneldis, sem og fyrir fisk og annað vatnalíf. Ofauðgun í vatnshlotum og getur valdið vexti skaðlegra þörungablóma sem getur losað eiturefni og tæmt súrefnismagn í vatninu sem leiðir til fiskadauða og dauða annarra lífvera. Mengun getur einnig haft neikvæð áhrif á heilsu og fjölbreytileika vistkerfa, sem leiðir til þess að plöntu- og dýrategundir tapast. Að lokum getur vatnsmengun einnig haft umtalsverð efnahagsleg áhrif, þar á meðal minni ferðamennsku, tap á fiskveiðum og aukinn kostnað við vatnshreinsun.
Jarðvegsmengun
breytaJarðvegsmengun er mengun í jarðvegi sem stafar af lífframandi efnum eða öðrum breytingum á samsetningu náttúrulegs jarðvegs. Helstu orsakir jarðvegsmengunar eru efnamengun frá iðnaði, landbúnaði eða sorpi. Algeng efni sem valda jarðvegsmengun eru kolvetni úr jarðefnaeldsneyti, fjölhringa arómatísk vetniskolefni (eins og naftalen og bensó(a)pýren), leysiefni, skordýraeitur, blý og aðrir þungmálmar. Jarðvegsmengun helst í hendur við aukna iðnvæðingu og efnanotkun.
Áhrif jarðvegsmengunar geta verið víðtæk og hafa ekki aðeins áhrif á jarðveginn sjálfan heldur einnig plöntur og dýr sem eru háð honum. Jarðvegsmengun getur leitt til minnkunar á uppskeru, minni frjósemi jarðvegs og minnkandi líffræðilegs fjölbreytileika þar sem hún getur haft áhrif á vöxt og lifun ýmissa plöntu- og dýrategunda. Þar að auki getur jarðvegsmengun haft alvarlegar heilsufarslegar afleiðingar fyrir menn sem neyta ræktunar sem ræktuð er í menguðum jarðvegi eða komast í snertingu við mengaðan jarðveg, sem leiðir til heilsufarsvandamála eins og krabbameins, taugasjúkdóma og öndunarerfiðleika.
Sett hefur verið fram sú tilgáta að aukning á hormónatengdum krabbameinum sé afleiðing af aukinni neyslu mengandi efna svo sem skordýraeiturs og annarra hormónaherma í umhverfinu. Unnt er og æskilegt að framleiða heilnæma ávexti og grænmeti án þessara mengandi efna.[3]
Geislamengun
breytaGeislavirk efni hafa verið til í náttúrulegu umhverfi jarðar frá upphafi enn það eru nú fleiri geislavirk efni í umhverfinu vegna athafna manna. Þetta er fyrst og fremst vegna mengun af völdum kjarnorkuvera, kjarnorkuúrgangi og kjarnorkuvopnum, þó að geislavirk efni séu einnig notuð í læknisfræðilegum tilgangi.
Í gegnum söguna hafa orðið fjölmörg merkileg kjarnorkuslys, þar á meðal stórslysin í Tsjernobyl kjarnorkuverinu í Úkraínu árið 1986 og Fukushima-slysið í Japan árið 2011. Mengunarskalinn nær hæst upp í sjö - og í þann flokk féllu Tjérnóbyl-slysið og lekinn úr verinu í Fukushima eftir jarðskjálftann vorið 2011, þegar gríðarleg flóðbylgja skall á verinu og stórskemmdi það. [4]
Að minnsta kosti þrjú hundruð tonn af mjög geislavirku vatni hafa runnið úr verinu og út í sjó[5]. Geislavirk efni láta frá sér rafsegulbylgjur (röntgen- og gamma-geislun) eða frumeindir á miklum hraða (alpha- og betageislun), berast þær í gegnum lifandi verur og valda í nógu stóru magni skemmdir á frumur líkamans.[6]
Krossapróf
breyta
Gagnlegir tenglar og myndbönd
breytaMyndband: Mengun Mývatns og Umhverfisstofnun 2017
Umhverfisstofnun: Loftgæði á Íslandi
Myndband: Kveikur - um hormónaraskandi efni í plasti. Byrjar á 16:57.
Heimildir
breyta- ↑ „Náttúra til framtíðar (rafbók) | Menntamálastofnun“. mms.is . Sótt 2. mars 2023.
- ↑ „Loftmengun á Íslandi og áhrif hennar á heilsu manna - Yfirlitsgrein“. Læknablaðið . Sótt 2. mars 2023.
- ↑ „Veldur skordýraeitur krabbameini í mönnum?“. Vísindavefurinn . Sótt 2. mars 2023.
- ↑ „6.3 Manngerðar uppsprettur geislamengunar – Mengun sjávar – kennslubók“ . Sótt 2. mars 2023.
- ↑ Ríkisútvarpið (21. ágúst 2013). „Aukin geislamengun í Fukushima - RÚV.is“. RÚV. Sótt 2. mars 2023.
- ↑ Ingvarsson, Sigurður (1. janúar 1981). „Geislamengun“. Náttúruverkur.