Maríuerla

breyta
 
Fullorðin Maríuerla

Maríuerla eða Motacilla alba[1], er spörfugl af Erluætt sem Íslendingar eru ekki óvanir að hlusta á syngja sínum glaðlega söng yfir sumartímann en aðrir þekktir spörfuglar eru til að mynda Hrafn og Snjótittlingur. Ólíkt Hrafninum er Maríuerlan farfugl en ekki staðfugl og dvelur hérlendis ekki nema yfir sumartímann, en algengt er að hún komi fyrir miðjum apríl og er á brott fyrir miðjum september.

Úlit og fæða

breyta
 
Stálpaður Maríerluungi

Útlit Fullorðinnar maríuerlu er grá á baki og gumpi. Kollur, kverkar og bringa eru svört að lit, enni og vangar eru síðan hvítir. Bringan er hvít, sem og ytri stélfjaðrir, vængir og miðhluti stéls dökk. Karlfuglinn er dekkri en kvenfuglinn. Ungfuglinn er síðan móbrúnn á höfði með svartan díl á bringu.[2]

Eitt af helstu einkennum Maríuerlunar er langt stél sem hún dillar að sífellu þegar hún situr og virðir fyrir sér nærumhverfi sitt. Maríuerlan hefur vænghaf upp á 25-30cm, verður um það bil 18cm löng og vegur iðulega í kringum 22gr[3]. Goggur Maríuerlunnar er stuttur og svartur sem hún notar til þess að veiða bjöllur, flugur og fiðrildi ýmist lífs eða liðin á jörðu niðri sem og á lofti.

Útbreiðsla og varpstöðvar

breyta

Maríuerlan finnst víða á Íslandi enda talið að varppör séu á milli 20.000-50.000 sem í raun og veru gætu verið

 
Maríuerlu egg

þeim mun fleirri.Maríerlan hefst við hvort sem það er í þétt eða strjálbýli þó lætur hún hálendið að mestu leiti vera. Hún sést hvað mest hinsvegar á sveitabýlum þar sem hún kann vel við að koma vel gerðum hreiðrum sínum upp undir þakskyggjum og ofaná sperrum í útihúsum. Maríuerlan verpir oftast 5-6 eggjum sem eru iðulega á stærð við 5 krónu pening sem hún liggur á í kringum 13-15 daga[4]. Líkt og áður kom fram er Maríuerlan farfugl en á haustinn flýgur hún til vesturhluta Afríku eða til Spánar og Portúgal.




Heimildir

breyta
  1. https://fuglavernd.is/tegundavernd/gardfuglar/tegundir/mariuerla/
  2. Fuglavefurinn
  3. https://is.wikipedia.org/wiki/Mar%C3%ADuerla
  4. https://fuglavefur.is/birdinfo.php?val=1&id=25