<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Aðalheiður Ósk Þorleifsdóttir.

Förðun fyrir brúðkaup

Náttúruleg förðun

breyta

Augu og augnumgerð er stór þáttur í svipmóti hverrar manneskju. Þessi þáttur er nýttur til fullnustu í persónusköpun í leikhúsum eins og þykkar og villtar augabrúnir vísindamannsins, dökkar, þunnar og bogadregnar brúnir trúðsins o.s.frv. Mótun augabúna og litun þeirra og augnhára geta vissulega dregið fram og skýrt lit augna og undirstrikað fegurð augnumgerða. Litun augnhára og augabrúna er hægt að rekja langt aftur í aldir sem fegurðarauki þó aðrar aðferðir og önnur efni hafi auðvita verið notuð.


Skrautleg förðun

breyta

Litun augnhára og augabrúna. Litun augnhára og augabrúna er meðal vinsælustu meðferða á snyrtistofum. Fjöldi kvenna(aðallega konur) fer í litun og plokkun mánaðarlega. Bæði er auðvelt að bæta henni inn í andlitsmeðferðir sem og að bjóða hana sem sérmeðhöndlun. Hægt er að bjóða nudd í kringum augnsvæðið til þægindarauka eftir litun. Ef litun er framkvæmd sem stök meðferð þarf viðskiptavinurinn ekki að fara úr fötunum og hárband er óþarft. Ekki þarf að hreinsa yfirborð húðar, einungis augnsvæðið. Litun er yfirleitt framkvæmd í sérstökum andlitsbaðsstólum sem er mjög þægilegt að sitja/liggja í og slaka á í leiðinni.

Áhöld og efni

breyta
- Rök bómull.
- Rakir bréfpúðar eða tilklipptir bómullarpúðar, 2 stykki.
- Trépinnni.
- Litunarskál til að blanda litinn í.
- Festir.
- Litur/litir.
- Vaselín.
- Spaði(plast eða tré).
- Augnbrúnabursti. 
- Handspegill.
- Plokkari.
- Sótthreinsir.
- Augnkrem til að bera á augnsvæðið á eftir.


Undirbúningur.

- Þvo og sótthreinsa eigin hendur.
- Hafa gott vinnuljós.
- Hafa skipulega raðað á vinnuborð. Nota plastbakka fyrir hrein áhöld.
- Setja bréfþurrku undir litunarskál og notuð áhöld.
- Nota spaða í túpur eða dósir, aldrei fingurna né notuð áhöld.


Frábendingar.

- Ef viðkomandi hefur ofnæmi eða er viðkvæmur fyrir augnsnyrtivörum.
- Mjög viðkvæm húð í kringum augun.
- Ef fitukirtlar augnhára eru bólgnir eins og t.d. með vogrís.
- Erting umhverfis augun eins og t.d. exem, þroti o.s.frv.
- Ef viðskiptavinur notar augnlinsur þarf hann að fjarlægja þær fyrir litun, annars er litun 
  framkvæmd á hans ábyrgð(sumar linsur geta litast ef litur kemst inn í augun).


Mynd:Snyrtilegt.jpeg mætti laga til!


Ítarefni

breyta
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:

The Beauty Therapy eftir: Susan Cressy.

Beauty Therapy, The Basics eftir: Maxine Whittaker, Debbie Forsythe-Conroy and Judith Ifould.