<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur: Maríanna Jóhannsdóttir

Þetta er wikibók um heimssögukvæðið Lilju sem var ort á Íslandi á 14. öld. Þessi wikibók hentar til kennslu í framhaldsskólum, sem ítarefni, um trúarkveðskap frá síðmiðöldum.

Lilja

 
Ævi Krists

Lilja er heimssögulegt kvæði sem er til í nokkrum handritum. Elsta handritið er Bergsbók frá því um 1400 en bestu handritin eru frá 16. öld. Um höfund Lilju er ekki vitað með vissu en í einu handritanna AM 622 4to er bróðir Eysteinn nefndur sem höfundur þess. Í miðaldaannálum er nokkrum sinnum getið um munk nokkurn, bróður Eystein Ásgrímsson, sem var í ágústínusarklaustrinu í Þykkvabæ. Árið 1343 var þeim bróður refsað ásamt fleirum fyrir að hafa barið ábóta sinn.


Höfundur Lilju

Það sem miklu máli skiptir um höfund Lilju segir kvæðið sjálft. Hann hefur verið Íslendingur og nákunnugur íslenskum kveðskaparhefðum og trúarbókmenntum á íslensku, bæði hómilíum, dýrlingasögum og helgikvæðum eins og Harmsól og Líknarbraut. Hann hefur einnig verið hálærður maður á kirkjulega vísu og vel lesinn í mælskufræði og latneskum guðfræðiritum.

Málstig kvæðisins

Málstig Lilju bendir til að kvæðið sé frá 14. öld. Hljóðbreytingar sem taldar eru hafa orðið fyrir 1300 eru um garð gengnar þegar kvæðið er ort. Það sést á ríminu. Hins vegar gætir lítt hljóðbreytinga sem eru yngri en frá 1350 svo sem vá>vó (váði>voði) og r>rr í orðmyndum eins og þeira og hári ( > þeirra og hárri). Fleiri rök má hafa til aldursgreiningar. Lilja hefur fljótt orðið vinsælt og þekkt kvæði. Þekktur er málshátturinn: Öll skáld vildu Lilju kveðið hafa.

Kveðskapareinkenni

Lilja er hrynhend drápa (með hrynhendum hætti). Drápur greinast frá öðrum tegundum kvæða með því að þær skiptast í þrjá hluta. Fyrsti hluti Lilju nefnist upphaf, 25 erindi. Þá tekur við stefjabálkur, 50 erindi og loks slæmur 25 erindi. Lilja er mjög reglulegt kvæði að uppbyggingu. Svo vinsælt var Liljukvæði að hrynhenda er oft kölluð liljulag á síðari öldum.

Bygging kvæðisins

 
Myndskreyting úr handriti frá 14. öld, fæðing Krists

Hefðbundin drápubygging en kvæðið er líka byggt upp sem kristið kvæði. Inngangurinn, fimm erindi, er til heilagrar þrenningar, Guðs og Maríu. Heimssagan er rakin; upphaf veraldarinnar, sagt er frá Adam og Evu, greint er frá syndafallinu, talað um Maríu og Gabríel og María er lofuð sem móðir. Fyrri hluti stefjabálksins er ævi Krists en í seinni hlutanum segir frá krossfestingunni og upprisunni. Seinni hlutinn endar á dómsdegi. Slæmurnar eru persónulegar frá skáldinu, það iðrast, biður bæna og lofar Maríu guðsmóður.


Myndmál

 
Einfalt myndmál einkennir Lilju
 

Myndmálið er mun einfaldara en í venjulegum dróttkvæðum. Maríuávörpin eru allnokkur og dæmi um þau eru: dyggðug hreinlífis dúfa, dóttir guðs, lækning sótta, gleyming sorga, geisli lofta, drottning himna, guðs herbergi, gleðinnar past(land) Af gömlu dróttkvæðamyndmáli er aðallega einföld heiti að finna í Lilju svo sem fyrðar og beimar (menn). Mesta breytingin sem varð á myndmálinu er að nú eru komin inn tökuorð úr evrópskri trúarorðræðu en orða fyrir orustur og vopn er lengur þörf. Trúarkvæðin eru að mörgu leyti endir dróttkvæðs myndmáls og líka að nokkru leyti dróttkvæðs kveðskapar.


Krossapróf

 
Margir vildu Lilju kveðið hafa.
Hver var höfundur Lilju

1 Hvaða skáld er talið hafa ort Lilju?

Hallgrímur Pétursson
Jónas Hallgrímsson
Ásgrímur Eysteinsson
Þórarinn Eldjárn

2 Hvenær var kvæðið ort?

á 14. öld
á 19. öld
árið 1786
árið 1000

3 Hvað vitum við um höfund Lilju?

Hann var ómenntaður íslenskur bóndi sem hafði mikinn áhuga á kveðskap.
Hann var biskup í Noregi sem ferðaðist oft til Íslands og boðaði þar kristna trú.
Það er ekkert vitað um skáldið.
Hann var vel lesinn og kirkjulega menntaður Íslendingur.

4 Með hvaða hætti greinast drápur frá öðrum kveðskap?| type="()"

Þær eru lengri.
Drápur skiptast í þrjá hluta.
Þær eru styttri en önnur kvæði
Dápur skiptast í 5 hluta

5 Hvað eru slæmur

Upphafserindi drápu
Vondur kveðskapur
Miðhluti drápu
Lokahluti drápu

6 Hver er aðalmunurinn á Lilju og venjulegu dróttkvæði?

Myndmálið er einfaldara
Önnur heiti notuð fyrir bardaga og vopn en áður var.
Myndmálið flóknara
Ekkert myndmál notað.


Sama próf á Hot potatos formi

Heimildir

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: