<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Salvör Gissurardóttir

Aðferðir við að brenna leir

breyta

Það eru til margar aðferðir við að vinna leir frá því hann er agnir í jarðvegi. Leir er sólbakaður en hann er líka brenndur og oft er hann brenndur tvisvar, fyrst í hrábrennslu og svo í glerungsbrennslu.

Hér verður gert grein fyrir nokkrum aðferðum við að brenna leir.

Rafmagnsbrennsla

breyta
 
Rafmagnsbrennsluofn í finnskum skóla

Þetta er algengasta aðferðin á Vesturlöndum. Það er brennt við ákveðið hitastig, lágbrennt við 1060 gráður C og hábrennt við 1260-1280.


Gasbrennsla

breyta

þetta er algengasta aðferðin í USA.

Raku-brennsla

breyta
 
Framkvæmd Raku brennslu

Raku er forn japönsk aðferð. Leirinn verður svartur og glerungurinn springur.

 
Raku vasi

Hér er mynd af því þegar hlutir koma út úr RAKU brennslu

 

Raku einkennist af því að brennt er við ákaflega lágt hitastig og það veldur því að glerungurinn springur og verður ekki vatnsþéttur. Hlutirnir í Raku brennslu eru teknir úr ofninum á meðan þeir eru ennþá heitir og vanalegt er að þeim sé dýft í vatn og látnir kólna undir beru lofti. Raku er hefðbundin aðferð til að búa til skálar fyrir japönsk tehátíðir. Rakuskálar eru handgerðar úr jarðleir og hefur hver sína sérstöku lögun og form. Margir nútíma leirlistarmenn hafa þróað list sína í Raku.

Reykbrennsla/sagbrennsla

breyta

Viðarbrennsla

breyta

Viðarbrennsla er forn aðferð við leirbrennslu en hún er tímafrek og krefst mikillar vinnu bæði við undirbúning og á meðan á brennslu stendur.

Það þarf mikið magn af við. Litlir trédrumbar eru settir í viðarofna og þarf oft að bæta meiri við á eldinn á þriggja mínútna fresti. Leirgerðarmaðurinn verður að fylgjast vel með brennslunni allan tímann.Það er ekki hversu mikill viður er notaður heldur viðartegund og rakainnihald viðarins sem veldur því hvernig brennslan gengur. Wood Firing is a demanding process requiring intensive labor in both preparing the

Saltbrennsla

breyta
 
Saltbrennsla var fyrst notuð á hluti úr jarðleir og seinna á hluti úr steinleir

Saltbrennsla er sérstök aðferð við að glerja leirmuni. Leirinn er glerjaður með sóda gufum í ofninum fremur en með glerung sem settur er á yfirborðið fyrir brennslu. Saltbrennsla fæst fram með því að setja salt í sérstaklega útbúna ofna við hátt hitastig. Hár hiti brýtur tengslin milli sóda og klórs og gerir mögulegt fyrir sóda að hvarflast við kísil í leirnum. Afleiðingin verður að yfirborð leirhlutarins bráðnar saman á sérstakan hátt. Yfirborðið er oft nefnt laukhúð.


Anagama brennsla

breyta
 

Brennt er í nokkra daga í ofni á 2 til 3 hæðum.


Sjá líka grein á wikipedia yfir leir

Ítarefni

breyta
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt:
Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: