Leiðbeiningar:Google
Inngangur
breytaAð gúgla (e. googling) er líklegast eitt þeirra hugtaka sem flestir sjálfbjarga netnotendur kannast við, það er sagnorð sem komið er af nafni á leitarvélar sem kallast Google - sögnin lýsir því athæfi að beita leitarvélinni - en um er að ræða nýyrði í bæði ensku og íslensku. Frægðin er auðskýrð, Google er stærsta leitarvélin á netinu og er talin af mörgum svo framarlega á sínu sviði að aðrar leitarvélar komast ekki í hálfkvist við hana og eru jafnvel gagnslausar til samanburðar.
Smá sagnfræði...
breytaUpphafið má rekja til rannsóknarverkefnis tveggja nema við Stanford háskóla árið 1996. Hugmyndin var að búa til leitarvél sem hegðaði sér töluvert öðruvísi en þær sem þá þekktust í þeim tilgangi að fá betri og hagnýtilegri niðurstöður. Með stærðfræðilegri greiningu á sambandi vefsíðna er hægt að álykta um vinsældir þeirra, þetta er t.d. gert með því að telja hversu oft er tengt í gefna síðu, ef 1000 vefsíður tengja í vefsíðu x er líklegra að hún sé betri heimild en vefsíða y sem aðeins 100 vefsíður tengja í. Áður fyrr höfðu leitarvélar aðeins skilað niðurstöðum eftir því hversu oft leitarorðið kom fyrir á hverri síðu.
Hvernig virkar Google?
breytaÞótt svo að mikill galdur sé fólgin í greiningu á gögnunum er helsta ástæðan fyrir því að Google virkar vel að það er nógu ógeðslega mikið af webcrawlerum í gangi hverju sinni sem uppfæra öll leitargögnin.
Hvernig nota ég Google?
breytaRökaðgerðir
breytaRökaðgerðir (e. boolean operations) eru notaðar til þess að skilgreina hvernig leitarvélin vinnur úr leitarstrengnum sem hún er mötuð með. Til að mynda reiknar leitarvélin alltaf með því að þú notir AND rökaðgerðina, ef þú ætlar að leita af gæludýrafóðri fyrir höfrungin þinn myndir þú skrifa „gæludýrafóður höfrungur“ en þá myndi leitarvélin lesa strengin sem „gæludýrafóður AND höfrungur“ en það þýðir að hún finnur allar síður sem innihalda leitarorðin gæludýrafóður og höfrungar.
Google þekkir ekki eintölumynd orðsins höfrungar svo að þær síður sem að innihalda orðin gæludýrafóður og höfrungur en ekki fleirtölumynd orðsins, þá myndi sú síða annaðhvort ekki birtast í niðurstöðunum eða þá koma afar aftarlega. Til þess að laga þetta vandamál getum við notað rökaðgerðina OR sem samsvarar orðinu eða á íslensku. Við myndum leita að „gæludýrafóður höfrungur OR höfrungar“ en þá leitar hún að síðum sem innihalda orðin gæludýrafóður og höfrungur eða gæludýrafóður og höfrungar. Ef OR hefði ekki verið notað þarna hefði Google aðeins skilað síðum sem innihalda öll þrjú orðin.
Leitarsvið
breytaÍ þeim tilgangi að afmarka leitina frekar er hægt að tilgreina leitarsvið (e. search fields). Sem dæmi má taka skipunina site, en við getum notað hana til að segja leitarvélinni að við ætlum að leita af einhverju ákveðnu á gefinni síðu. Ef ég ætlaði að leita af fréttum um höfrunga á fréttavefnum mbl.is gæti ég leitað með eftirfarandi streng: „site:mbl.is höfrungar OR höfrungur OR höfrungarnir OR höfrunginn“. Að vísu eru 16 beygingarmyndir á orðinu og allavega 13 orðmyndir, en þessi strengur ætti að ná yfir flest allt efnið. Þegar við leitum á ensku stöndum við ekki frammi fyrir eins miklum vandræðum.
site - link - inurl - filetype - date - safesearch - info - related - phonebook
Tengill
breytaSérhæfðar leitarvélar og önnur verkefni
breytaGoogle hf. bíður upp á nokkra sérhæfða leitarmöguleika, t.d. myndaleit, videoleit, vöruleit o.s.fr.
Ritunarákvæði
breytaHér er mun einfaldari og betri bæklingur um sama efni: Google á ensku (Google er skráð vörumerki)