Latína/Lærðu latínu 1/01
Latína (breyta) | Latínu kaflar: Inngangur - Stafróf - 01 - 02 - 03 - 04 - 05 - 06 - 07 - 08 | ||
Bæta við undirköflum hér. |
Capitulus 1: Salve! (Kafli 1: Halló!)
Inngangur
breytaLatína er rót tungumálanna. Öll rómönsk tungumál koma beint úr latínu. Maður getur séð margt svipa til með latínu og rómanskum tungumálum. Þó enska og íslenska séu ekki rómönsk tungumál, þá eru samt orð í ensku og íslensku sem koma úr latínu. Til dæmis, á latínu þýðir ego ég. Ego á ensku þýðir sjálfselskur. Það er á latínu: derivatus (fl. derivati). Derivati eru orð sem komin eru af öðru orði.
Fyrsta orð þitt er Salve og Salvete!. Salve þýðir Halló eða Velkominn. Salvete er fleirtala. Til að segja Bless segir maður Vale! eða í fleirtölu Valete!. Þessir orð eru boðháttur í latínu. Þegar maður notar þessi orð með nafni einhvers á maður alltaf að nota ávarpsfall (la. vocativus), en ekki hafa áhyggjur af því núna. Við ætlum að læra meira um föll í latínu í næstu köflum.
Í þessum köflum, ætlum við að læra fornöfn, hvernig maður segir „já“ og „nei“, og nokkrar kunnugar setningar. Gangi þér vel!
Contractio (Skammstöfun)
breytaÍ þessari kennslubók, ætlum við að nota margar skammastafanir bæði á íslensku og latínu. Reyndu að þekkja allar skammstafirnar áður en þú ferð áfram í næsta köflum.
Skammstöfun | Latína | Íslenska |
---|---|---|
Fl. | Pluralis | Fleirtala |
Ís. | Lingua Islandia | Íslenska, á íslensku |
La. | Lingua Latina | Latína, á latínu |
N.B. | Nota Bene | Taktu vel eftir |
Nom. | Nominativus | Nefnifall |
Acc. | Accusativus | Þolfall |
Dat. | Dativus | Þágufall |
Gen. | Genitivus | Eignarfall |
Abl. | Ablativus | Sviftifall |
Voc. | Vocativus | Ávarpsfall |
Ita et Minime (Já og Nei)
breytaIta (ís. íta)- Já
Certe (ís. kerte) - Auðvitað
Minime (ís. mini-me) - Nei
Pronomen (Fornöfn)
breytaLatína | Íslenska |
---|---|
Ego | Ég |
Tu | Þú |
Is | Hann |
Ea | Hún |
Id | Það |
Nos | Við |
Vos | Þið |
Ei | Þeir |
Eæ | Þær |
Ea | Þau |
Locutiones Latinæ (Latneskar setningar og orð)
breytaEftirfarandi eru orð og setningar sem eru víða notaðar í heiminum í dag og sem er stundum "slett" á íslensku. Maður getur séð það sem er svipað á milli latínu og íslensku. Þú átt ekki að læra og muna allar þessar setningar og orð, bara sjá þau. Hefuru heyrt þessar locutiones áður?
- Anno domini (A.D.) - Á því herrans ári
- "Adolf Hitler fæddist A.D. 1889."
- Ante meridiem (am) - Fyrir hádegi
- Circa (c) - Um það bil
- Cum grano salis - Með ögn af salti
- Data (et. datum) - Upplýsingar
- De facto - Í raun og veru
- De jure - Eftir lögum
- E pluribus unum - Úr mörgum kemur einn (mottó. Bandaríkjanna)
- Et cetera (etc.) - Og svo framvegis (orðrétt: og restin)
- "Ég hef farið til Boston, Seattle, London og etc."
- In memoriam - Til minningar um
- In memoriam Mitch.
- Nota bene (N.B.) - Vel að merkja; athugið vel
- Per Capita - Fyrir hvern mann; á mann
- Og svo er einn matarskamtur per capita.
- Post Meridiem (pm) - Eftir hádegi
- Post Scriptum (P.S.) - Eftirskrif (Sbr. ísl. E.S.)
- Quid pro quo - Eitthvað fyrir eitthvað
- Sic - Svo (notað í fréttum, tónlist, til að gefa til kynna að villa í tilvitnun var höfð rétt eftir þeim sem vitnað er í.
- "Ég fór út í búð að kaupta [sic]." -Jón Jónsson
- "Kannski við förm [sic] seinna.
- Versus (vs) - Gegn
- Alucard vs. Andersson.
- Vice versa - Öfugt (N.B: Vice Versa er borið fram eins og víke versa)
- "Ef A vinnur gleðst B, og vice versa." (þetta þýðir að ef B vinnur, gleðst A - og ef A vinnur gleðst B)
Humanitas (Menning)
breytaStafróf í Róm
Stundum er hægt að sjá byggingar, peninga og aðra forna hluti frá Róm með V í stað U og IV eða IU í stað J. Það var erfitt að búa til bókstafinn U á byggingum svo þess vegna skrifuðu arkitektar V í stað U að því að það var léttara. Þegar latína varð til var J IV eða IA (t.d. IVLIVS er Julius eins og á myndinni að ofan). Seinna, þegar germönsk tungumál urðu til var farið að nota J í stað I. Í þessari kennslubók notum við bæði IU og J. Það er ekki rangt að skrifa Julius, Iulius eða jafnvel Ivlivs.
Exercete (Verkefni)
breytaMandata: (Notkunarreglur) Þýddu frá latínu á íslensku eða frá íslensku á latínu:
td. Salve - ? , Salve = Halló; sæll
1.) Ego - ?
2.) ? - Þú
3.) ? - Hann
4.) ? - Hún
5.) Is - ?
6.) Nos - ?
7.) ? - Þið
8.) Þeir - ?
9.) Þær - ?
10.) ? - Þau
11.) ? - Já
12.) ? - Nei
Latína (breyta) | Latínu kaflar: Inngangur - Stafróf - 01 - 02 - 03 - 04 - 05 - 06 - 07 - 08 | ||
Bæta við undirköflum hér. |