Líftækni

<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Höfundur Aðalbjörg Kristbjörnsdóttir

InsulinMonomer.jpg

Almennt um LíftækniBreyta

Líftækni er skilgreind sem vinnsla á lífefnum úr frumum eða frumuhlutum. Líftækni er breiður grunnur á framleiðsluferlum líftækniafurða t.a.m. efnafræði, örverufræði, lífefnafræði og erfðafræði, ásamt þeim viðskiptagreinum sem koma við sögu í rekstri líftæknifyrirtækja. Orðið líftækni hefur víðari skírskotun en erfðalíftækni en vissulega eru aðferðir erfðatækninnar mikill og afar mikilvægur hluti af nútíma líftækni.

Plöntuerfðafræði - líftækniBreyta

Plöntulíftækni einskorðast við beitingu líftækninnar í plöntum. Með erfðatækni hafa opnast miklir möguleikar til yfirfærslu einstakra erfðavísa fyrir þekktum eiginleikum í nytjaplöntur. Með þessu fæst aukin nákvæmni í kynbótum þar sem erfðaefnið sem innleitt er í nýja afbrigðið er gjörþekkt og það fylgja ekki kynstrin öll af öðrum óþekktum erfðavísum með í kaupunum, eins og raunin er í hefðbundnum kynbótum. Tæknin gerir það einnig kleift að sækja efnivið til kynbóta út fyrir hefðbundin tegundamörk. Ræktun nytjaplantna sem eru kynbættar, eða erfðabættar, með þessari nýju tækni er komin í notkun víða um heim og eru þar Bandaríkin, Kanada, Argentína og Kína fremstir í flokki.

Hvað er græn smiðja?Breyta

Græn smiðja er erfðabætt planta sem framleiðir sérvirk prótein, yrkisefni, í miklum mæli eftir forskrift erfðavísis sem hefur verið sérhannaður. Með líftæknilegu aðferðum er hægt að stýra því hvar í plöntunni yrkisefnið hleðst upp, hvenær það gerist og síðan hvernig má einangra það og hreinsa. Samanburður grænnar smiðju við önnur framleiðslukerfi á verðmætum próteinum t.d. bakteríur, og gersveppir er sú að grænar smiðjur hafa yfirleitt vinninginn því framleiðsla þeirra gefur mikil gæði próteina, hægt er að framleiða samsett protein og framleiðslukostnaðurinn yfirleitt lágur. Grænar smiðjur hafa mikla framleiðslugetu, framleiðsluaukning auðveld og ódýr, áhætta vegna aðskotaefna og smits lítil og lágur geymslukostnaður. Sameindaræktun með grænum smiðjum fer fram þannig að plantan, græna smiðjan, er ræktuð með hefðbundnum hætti og uppskorin. Plöntuhlutinn sem geymir yrkisefnið er skilinn frá og yrkisefnið síðan hreinsað úr þessum plöntuhluta með sérstakri úrvinnslutækni er byggir á sérhönnun erfðavísisins. Allt þetta ferli hefur verið kallað sameindaræktun. Vörur grænna smiðja eru m.a. iðnaðarensím, mótefni, bóluefni, afurðir fyrir líftækni, afurðir fyrir læknisfræðirannsóknir og lyfvirk prótein. Eins og upptaling sú sem kom hér að framan, þá eru afurðir grænna smiðja gjarnan afurðir sem eru framleiddar fyrir lyfjaiðnaðinn, efnaiðnaðinn og landbúnaðinn en einnig koma fleiri greinar inn þá í minna mæli.

ÍtarefniBreyta

Wikimedia Commons hefur upp á að bjóða margmiðlunarefni tengt: