Lárpera
Höfundur Guðbjörg Eva Friðgeirsdóttir
Þessi texti fjallar um ræktun lárperutré og ræktun þeirra á heimilum. Námsefnið er hugsað fyrir alla þá sem hafa áhuga á ræktun og vilja prófa rækta tré úr fræi.
Lárperutré er upprunnið í Suður-Mexikó og komið af plöntustofninum Lauraceae. Ávöxtur trésins er lárpera, en ávöxturinn er flokkaður sem ber og inniheldur eitt stórt fræ. Lárperutré geta orðið 20 metra há og laufblöðin verða 12-25 cm löng. Lárpera (ávöxturinn) er í kringum 7-20 cm löng og vegur 100 til 1000 grömm. Fræ lárperunnar verður um 5-6 cm langt. Lárperulauf, börkur trésins, húð lárperunnar og fræið hefur verið talið hættulegt dýrum, meðal annars helstu húsdýrum, fiskum og fuglum. Dýr geta skaðast verulega og jafnvel dáið við neyslu þess. Einkenni eitrunnar eru meðal annars magaverkir, uppköst, niðurgangur, öndunarerfiðleikar og í einhverjum tilfellum dauði. Til að rækta lárperutré þarf frostlausan og vindlítinn stað, en einstaka afbrigði af lárperutrjám þola örlítið frost en flest ekki. Til að vaxa þurfa trén óþéttan loftríkan jarðveg, og helst dýpri en 1 meter. Gróska minnkar ef áveituvatn er mjög saltríkt. Hægt er að rækta lárperutré á heimilum og hún notuð sem pottaplanta. Það er gert með því að rækta hana út frá fræi, en það tekur plöntuna um fjögur til sex ár að mynda ávöxt. Hægt er að notast við tvær aðferðir til ræktunar á heimilum en fjallað verður um hvora aðferðina fyrir sig hér að neðan.
Ræktun út frá vatnsglasi:
breytaHægt er að rækta lárperutré yfir vatnsglasi, en við þessa aðferð eru þrír til fjórir tannstönglar stungnir inn í lárperufræið og það sett yfir glas. Glasið er fyllt af vatni upp að brún og tannstönglarnir styðja við fræið þannig að helmingur stendur upp úr vatnsyfirborðinu. Flati endir fræsins snýr niður. Nauðsynlegt er að staðsetja vatnsglasið á sólríkum stað. Bætið við vatni eftir þörfum til að tryggja að helmingur fræsins sé alltaf undir vatnsborðinu. Eftir nokkrar vikur fara rætur að myndast á botni fræsins og eftir fjórar til sex vikur fer að myndast stöngull upp úr oddmjóa hluta fræsins. Ef ekkert hefur myndast á þessum vikum er fræinu hent. Þegar stöngullinn hefur vaxið um 5-10 cm þá skal setja hann í stóran pott með venjulegri plöntumold.
Ræktun í mold:
breytaEf lárperufræ er ræktað í mold skal setja venjulega plöntumold í stórann pott. Fræið er síðan sett þannig að sirka 3 cm af fræinu stendur upp úr moldinni en oddmjói hluti fræsins stendur upp úr. Mikilvægt er að hafa moldina vel raka allan tímann þangað til plantan hefur myndað góðan stöngul og lauf farin að myndast. Þessi aðferð er oftar talin fljótvirkari aðferð við ræktun.
Vökvun, umpottun og umönnun lárperutrés
breytaLárperutré ætti að vökva reglulega, jafnvel annan hvern dag. Þetta tré er þekkt fyrir að verða mjög stórt þannig að það ætti ekki að koma eigendum á óvart að þurfa umpotta blóminu nokkrum sinnum. Umpottunin ætti að eiga sér stað á vorinn. Gott er að gefa lárperutré áburð aðra hverja viku á sumrinn en á sex vikna fresti á veturna. Mikilvægt er að lárperutré fái næga sól til að það beri ávöxt, en slíkt gerist þó ekki fyrr en fjórum til sex árum eftir að lárperutré nær þroska. Þegar stöngulinn nær 30 cm hæð ætti að stytta hann um ca 12-15 cm þannig að tréð þétti sig betur.
Krossapróf
breyta
Heimildir
breytaGrein úr ensku wikipedia um lárperu Ræktun lárperu - Grein birt á vef Háskóla Nebraska Ræktun lárperu - Grein birt á The Garden Helper