Kynferðisbrot ungmenna

Höfundur Anna Kristín Newton Wikibók þessi fjallar um ungmenni sem brjóta kynferðislega gegn öðrum börnum.

Ástæður

breyta
 

Ástæða kynferðislegs ofbeldis má rekja til fjölmargra þátta sem tengjast reynslu einstaklinganna, hverju þeir hafa lent í ( exposure) og skorti á þroska. Hins vegar vantar mikið á rannsóknir á þessu sviði til skilja betur ástæður ( etiology) ungra kynferðisglæpamanna. Alveg eins og með fullorðna kynferðisglæpamenn þá er hægt að gera greinarmun á unglingum sem ráðast að jafnöldrum eða fullorðnum eða þeirra sem beita börnum kynferðislegt ofbeldi. Unglingar sem beita kynferðislegu ofbeldi eru ekki endilega “litlir fullorðnir” og margir þeirra munu ekki halda áfram að beita kynferðislegu ofbeldi.

Umfang

breyta

Í Bandaríkjunum er áætlað að árlega eigi unglingar sök á allt að 1/5 allra nauðgana og uppundir helming allra misnotkunar á börnum. Unglingar á aldrinum 13 – 17 ára eiga sök á flestum nauðgunum og kynferðislegri misnotkun sem framið er af ungum gerendum. Einnig benda niðurstöður rannsókna til að flestir séu gerendurnir karlkyns. Greindir hafa verið fjöldi áhættuþátta sem skýra ástæður kynferðislegrar misnotkunar. Þættir sem mesta athygli hafa vakið eru að hafa lent í misnotkun og að hafa þurft að horfa uppá árásargjarnar fyrirmyndir. Aðrir þættir sem einnig hefur verið einblínt á eru vímuefnamisnotkun og aðgangur að klámi.

Áhrif þess að hafa lent í líkamlegu- og kynferðislegu ofbeldi

breyta

Rannsóknir hafa sýnt að hjá þeim sem beita kynferðislegu ofbeldi hafa 20 – 50% þeirra sjálft verið beitt líkamlegu ofbeldi, 40 – 80% þeirra hafa lent í kynferðislegri misnotkun. Hlutfall kynferðislegs- og líkamlegs ofbeldis er jafnvel enn hærra hjá mjög ungum gerendum og stúlkum. Rannsóknir benda til að það sem skiptir máli varðandi það hvort barn sem var misnotað kemur sjálft til með að misnota börn eða ekki er aldur barnsins þegar það varð fyrir kynferðislegu ofbeldi, fjöldi skipta, tíminn sem leið á milli misnotkunarinnar og hvenær hún var fyrst tilkynnt ásamt því hvernig viðbrögð fjölskyldunnar var þegar misnotkunin komst upp. Áhrifin af því að lenda í misnotkun geta verið margvísleg og er um flókið samband að ræða sem tengist bæði PTSD og eftirhermun (modeling). PTSD er að finna hjá mörgum sem beita kynferðislegu ofbeldi, sérstaklega hjá börnum 13 ára og yngri og stúlkum.

Áhrifaþættir

breyta

Að verða vitni að ofbeldi Rannsóknir hafa sýnt að drengir sem verða vitni að miklu ofbeldi hafa tilhneigingu til að sína meiri ýgi en jafnaldrar. Að verða vitni að ofbeldi í fjölskyldu tengist auknum líkum á kynferðislegu ofbeldi á unglingsárum sem og hversu miklar kyntruflanir eru hjá viðkomandi.

Fíkniefnamisnotkun og áhorf á klám Óljóst er hvort tengsl séu á milli kynferðislegs ofbeldis og fíkniefnaneyslu og sama er að segja um áhorf á klám. Ein rannsókn sýndi þó fram á að börn sem beittu kynferðislegu ofbeldi fóru fyrr að horfa á klám og hversu gróft myndefnið var.

Þroskaferli ( Developmental progression) Þó kynferðisleg ýgi geti komi fram snemma á þroskaferlinum þá eru engar sannanir fyrir að meirihluti unglinga sem beita kynferðislegu ofbeldi verði fullorðnir kynferðisbrotamenn. Langtímarannsóknir hafa t.d. sýnt að börn sem sína árásargjarna hegðun í æsku gera það ekki endilega þegar þeir verða fullorðnir.

Einkenni

breyta

Einkenni ungra kynferðislegrar gerenda

Oftast unglingar á aldrinum 13 – 17 ára, flestir karlkyns, erfiðleikar með hvatræna stjórnun og skortur á dómgreind,upp undir 80% eru greindir með geðraskanir, 30 – 60% eru með námsörðugleika, 20 – 50% hafa lent í líkamlegu ofbeldi, 40 – 80% hafa lent í kynferðislegu ofbeldi, margir þjást af lágu sjálfsmati og skerta félagshæfni, eiga oft erfitt með að stofna til og/eða viðhalda heilbrigðum samskiptum, sýna oft merki um þunglyndi.

Úrræði

breyta

Mikilvægt er að ungmenni sem verða uppvís að kynferðislegri misnotkun gagnvart öðrum fái aðstoð. Hér á landi felst það fyrst og fremst í sálfræðimeðferð og aðhaldi frá nánasta umhverfi s.s. foreldrum og skóla. Það skiptir máli að grípa inn í slíkt athæfi sem fyrst og koma í veg fyrir að gerandi fái fleiri tækifæri til að beita aðra kynferðislegu ofbeldi. Í sálfræðimeðferð er farið í gegnum marga þætti og þar er meðal annars lögð áhersla á að:

Ná stjórn á hegðun, kenna hvatastjórnun og hæfni til að takast á við erfiðleika ( coping skills) sem tengjast því s.s. reiði og kynhvöt, kenna ákveðni og hvernig eigi að leysa ágreining til að hafa stjórn á reiði og leysa deilur, auka félagshæfni til að stuðla að auknu sjálfsöryggi og félagslegri hæfni, að reyna að auka samúð og að auka skilning á neikvæðum afleiðingum sem fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis og fjölskyldur þeirra upplifa, gera ráðstafanir sem varða hrösunarvörn. Þetta felur í sér að kenna unglingi að átta sig á hringrás hugsana, tilfinninga og atburða sem er undanfari kynferðislegrar hegðunar, að greina umhverfisaðstæður og hugsanamynstur sem ætti að forðast því það eykur áhættu á endurtekningu brota og greina og æfa hæfni í að takast á við erfiðleika og í sjálfsstjórn sem nauðsynleg er til að stjórna hegðun með áreiðanlegum hætti, koma á jákvæðu sjálfsmati og stolti, Kenna og skýra gildi sem tengjast virðingu gagnvart sjálfum sér og öðrum og skuldbindingu um að hætta ofbeldi. Áhrifaríkustu meðferðarformin auka skilning einstaklingsins á heilbrigðri skoðun á sjálfum sér, gagnkvæmri virðingu á samskiptum kynjanna og virðingu fyrir mismunandi menningu, kynfræðsla til að viðkomandi skilji heilbrigða kynhegðun og að leiðrétta trufluð viðhorf eða rangar skoðanir á kynhegðun.

Mikilvægast er þó að samvinna myndist milli aðila sem að þessum málum koma hér er einkum átt við barnið, foreldra, barnavernd sem og sálfræðingur eða aðrir aðilar.


Heimildir:

breyta

Pratt, H.D., Patel, D.R., Greydanus, D.E., Dannison, L., Walcott, D. and Sloane, M.A. (2001). Adolescent Sexual Offenders: Issues for Pediatricians. International Pediatrics, Vol. 16, No. 2., bls 1-7.

Righthand, S. og Welch, C. (2001). Juveniles who have sexually offended: Executive Summary. U.S Department of Justice. Office of Justice Programmes. Washington. Sótt af þessa slóð þann 2. apríl 2007: http://www.ncjrs.gov/pdffiles1/ojjdp/184739.pdf