Kumlanám
<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema |
Höfundur er Svanhildur Anna Bragadóttir
Kumlanám
breytaAtferlisfræði (behaviorism) er einn angi sálfræði sem byggir á þeirri grunnhugmynd að hægt sé að rannsaka og útskýra hegðun á vísindalegan hátt án þess að taka tillit til innri hugarferla (wikipedia.org). Helstu kennismiðir atferlisfræðinnar eru Ivan Pavlov sem kom fram með klassíska skilyrðingu (classical conditioning), John B. Watson sem vildi rannsaka hegðun á tilraunastofum og B.F. Skinner sem kom fram með virka skilyrðingu (operant conditioning). Atferlismeðferð (behavior therapy) er ein tegund sálfræðimeðferðar (wikipedia. org). Hún er notuð til að meðhöndla ýmsar tegundir af geðröskunum og hegðunarvandamálum og byggist meðferðin á að notast við klassíska og virka skilyrðingu til að breyta hegðun fólks. Atferlismeðferð hefur gefist vel á ýmsum sviðum svo sem inni á sjúkrahúsum, í menntastofnunum og inni á heimilum svo eitthvað sé nefnt.
Einn angi atferlismeðferðar er svokallað kumlanám(token economy) en í byrjun sjöunda áratugarins var farið að nota slíkar aðferðir kerfisbundið til að breyta hegðun sjúklinga á geðsjúkrahúsum (http://www.ham.is/index_files/Page423.htm). Aðferðin gengur út á að unnt sé að styrkja jákvæða hegðun með einhvers konar táknum eða “peningum” sem safna má og skipta ef vill í eitthvað eftirsóknarvert sem viðfangið kann að meta. Til að aðferðin virki verður að styrkja manneskju til að auka eða minnka tiltekna hegðun ásamt því að ná nálgun við hegðunina sem óskað er eftir að koma á (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/BEHAVglos.htm).
Algengar gerðir af táknum
breytaAlgengar gerðir af táknum (tokens) sem eru notuð eru hringir úr plasti eða járni, merki í skólabók, punktar á merkispjöldum, stjörnur, límmiðar, pappírsúrklippur, broskarlar og spilapeningar.
Styrkjum er ýmist skipt í innri (intrinsic) og ytri (extrinsic) styrki (Cohen, Manion og Morrison, 2006; bls. 305 - 306). Innri styrkir eru tilfinningar sem nemendur upplifa svo sem stolt, ánægja og fleira en ytri styrkir eru hlutbundnir, til dæmis stjörnur og broskarlar. Þó svo að það hljómi líkt og kumlanám sé mjög einföld og stjórnsöm kennsluaðferð þá er hún samt viðurkennd og hefur gefið góða raun í meðferðum og er oft notuð samhliða lyfjagjöf (Nolen-Hoeksema, 2004; bls 148). Þessi aðferð hjálpaði, svo dæmi sé tekið, við að fækka fjölda innlagna á geðsjúkrahús í Bandaríkjunum um 67% á árunum 1955 -1980. Þegar nota á kumlanám sem kennsluaðferð þarf að hyggja að ýmsu (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Það þarf að ákveða hvaða hegðun það er sem á að breyta, byggja upp kumlanámið sjálft og framkvæma kennsluaðferðina. Mikilvægast er þó að byrja á að skýra fyrir nemendunum sjálfum til hvers leikurinn er gerður.
Skilgreining á viðeigandi hegðun
breytaÞegar ákveðið hefur verið hvaða hegðun það er sem á að breyta þarf að skilgreina hegðunina á ákveðinn, sýnilegan og mælanlegan hátt til að samræmi sé í notkun aðferðarinnar ef fleiri en einn aðili í hverri stofnun ætla að nota hana (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Einnig mun þessi skilgreining á viðeigandi hegðun skýra fyrir viðföngunum fyrir hvaða hegðun er hægt að öðlast tákn.
Byggja upp kumlakerfi
breytaÞegar kumlanámið sjálft er byggt upp þarf að byrja á því að ákveða hvers konar tákn á að nota, til dæmis broskarla (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Broskarlar henta vel sem tákn fyrir unga eða fatlaða nemendur þar sem hægt er að gleypa eða svelgjast á spilapeningum og öðru slíku. Þegar valin eru tákn þarf að hafa í huga að auvelt sé að nálgast þau, það sé erfitt að falsa þau og að þau séu örugg í notkun.
Ákveða styrki í samræmi við ákveðna hegðun
breytaÞegar búið er að byggja kumlanámið upp munu nemendur reglulega skila táknunum sínum inn og fá styrki (reinforces) í staðinn (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Styrkirnir þurfa að vera eitthvað sem nemendunum finnst eftirsóknarvert og vert að gera það sem farið er fram á til að öðlast þá. Til eru margir styrkir sem eru ódýrir og þarf ekki langan tíma í að undirbúa svo sem að fá að fara fremst í röðina og fleira í slíkum dúr. Því næst þarf að ákveða hversu mörg tákn þarf að vinna sér inn til að hljóta styrkinn en hægt er að byggja kerfið upp þannig að ákveðið mörg tákn hljótist fyrir ólíkar hegðanir. Það sem er mikilvægast í þessu er að samræmi sé á milli hegðunarinnar sem á að verðlauna og styrksins sem á að veita fyrir hegðunina. Ástæða þess að mikilvægt er að hafa samræmi milli hegðunar og styrkis er annars vegar sú að ef “kostnaðurinn” er of lítill þá eru viðföngin fljót að vinna sér inn fyrir styrkjunum og missa metnaðinn fyrir því að hegða sér á réttann hátt. Ef kostnaðurinn er hins vegar of hár gefast viðföngin fljótt upp. Eitt í þessu er mikilvægt en það er að hrósa viðföngum í hvert skipti sem þau vinna sér inn pening og koma þeim þannig í skilning um hvaða hegðun varð til þess að þeir fengu styrkinn.
Stigatafla
breytaÞað er nauðsynlegt að halda “bókhald” yfir styrki hvers og eins (http://www.usu.edu/teachall/text/behavior/LRBIpdfs/Token.pdf). Sniðugt er að útbúa svokallaðan banka þar sem leiðbeinandinn er bankastjórinn og merkir við hversu mörg stig hver nemandi er kominn með. Mælt er með því að fara reglulega opinberlega yfir stöðuna í bankanum þar sem það getur virkað hvetjandi á viðföng að sjá hvar þau standa og komið á jákvæðri samkeppni innan bekkjarins (ef það á að nota aðferðina á fleiri en einn nemanda í einu). Því er gott að geyma bankann á auðsjáanlegum stað og eiga alltaf auka ljósrit af honum. Að lokum þarf að ákveða hvenær á að veita styrkina, hvort eigi að gera það daglega (þá hvenær), vikulega eða mánaðarlega.
Spurningar
breyta1. Hvaða stefnu innan sálfræði tengist kumlanám? 2. Fyrir hvaða hópa er heppilegt að nota broskalla sem tákn? 3. Til hvers er banki nýtilegur í kumlanámi? 4. Gæti kumlanám reynst góður valkostur til að taka á vandamálum ofvirkra barna?
Krossapróf
breyta
Sama próf á Hot Potatos formi: