<- Aftur í efnisyfirlit fyrir Wikibækur kennaranema

Hvernig er krulla spiluð?

breyta
 

Íþróttin krulla er spiluð á sléttum ís. Leikurinn felst í því að 20 kg. granítsteini er rennt eftir endilangri braut þannig að hann endi sem næst miðju í svokallaðri höfn eða húsi á hinum enda brautarinnar.

Hvaða útbúnað þarf í krullu?

breyta

Þeir sem spila krullu þurfa sérstaka skó þar sem sleipur botn er undir öðrum skónum, eða þeir þurfa venjulega íþróttaskó og er þá sleipur sóli settur undir annan skóinn til þess að hann renni betur (á vinstra fæti hjá hægri handar leikmanni og öfugt). Notaðir eru sérstakir kústar, hvort tveggja til að sópa svellið og hita það og líka til stuðnings þegar steini er rennt. Þeir leikmenn sem ekki eiga skó eða kústa geta notað kústa (sem þeir eiga ekki=)og sóla. Að öðru leyti er aðeins nauðsynlegt að mæta í hlýjum og teygjanlegum fatnaði og stömum og hreinum íþróttaskóm.

Leikvöllurinn

breyta


 
Yfirlit leikvallar. CL: Centreline • HOL: Hogline • TL: Teeline • BL: Backline • HA: Hackline + Hacks • FGZ: Free Guard Zone


Leikvöllurinn er spegilslétt svell sem er 45,5 metra langt og 4,75 metra breitt.

Hvernig fer leikur í krullu fram?

breyta

Tvö lið með fjórum leikmönnum í hvoru liði eigast við í hverjum leik. Fyrirliðinn er yfirleitt nefndur skipper en hann stýrir liðinu og ákveður leiktaktík liðsins í samráði við liðsfélagana. Liðsstjóri stendur í höfn og gefur kastaranum merki um hvar hann vill að steinninn hafni. Þegar steininum er rennt er hann látinn snúast í þá átt sem liðsstjóri skipar fyrir og snýst steinninn á meðan hann rennur yfir leikvöllinn en þaðan er nafnið krulla (curling)komið. Vegna snúningsins fer steinninn ekki beina leið heldur í boga og eykst beygjan eftir því sem steinninn hægir á sér. Í hvert sinn sem leikmaður rennir steini eru tveir liðsfélagar hans tilbúnir með sérstaka kústa. Sópararnir tveir hlýða fyrirmælum liðsstjórans eða ákveða sjálfir hvort þeir eigi að sópa svellið fyrir framan steininn eða ekki. Við það að sópa svellið hitnar efsta lag þess örlítið og steinninn rennur betur yfir en jafnframt beygir hann (krullar=) minna eftir því sem hann rennur hraðar. Hvort lið hefur átta steina og hver leikmaður rennir tveimur steinum í hverri umferð. Í leikjum á Íslandi er venjan að hver leikur sé 6 umferðir eða þá að leikið er í tiltekinn tíma.

Hvernig eru stigin talin?

breyta

Stig eru talin eftir hverja lotu og það lið sem hefur fleiri stig samanlagt sigrar í leiknum. Í hverri umferð skorar aðeins það lið sem á stein næst miðju þegar umferðinni lýkur og fjöldi stiga ræðst af því hve marga steina liðið á nær miðju hringsins en næsti steinn andstæðingsins. Eigi annað liðið til dæmis þá þrjá steina sem næst eru miðju en hitt liðið þann fjórða þá sigrar það lið sem á steinana þrjá í þeirri lotu og fær þrjú stig. Þannig er hægt að fá allt upp í átta stig í lotu en það er sjaldgæft. Til þess þarf annað liðið að eiga alla sína steina inni í hringnum og innar en steina hins liðsins. Alþjóðlegar reglur í krullu er meðal annars að finna á vef Alþjóða Curling sambandsins.


Hvar er hægt að stunda krullu?

breyta

Krulla hefur verið spiluð á Akureyri frá 1996. Það var hins vegar ekki fyrr en snemma árs 2000 sem aðstaðan varð nægjanleg þegar Skautahöllin á Akureyri var tekin í notkun og hægt var að spila krullu undir þaki. Í Skautahöllinni á Akureyri eru nú sex krullubrautir og jafnmörg sett af steinum. Tólf lið geta því spilað þar samtímis eða samtals 48 leikmenn. Haustið 2005 hófust krulluæfingar í Skautahöllinni í Laugardal í Reykjavík en þar eru nú 4 krullubrautir.

  • Krulludeild SA var stofnuð 22.maí 1996
  • Krulludeild Þróttar var stofnuð 13.október 2005
  • Krulludeild Skautafélagsins Bjarnarins var stofnuð 29.ágúst 2006. https://www.facebook.com/krulludeild

Ítarefni

breyta